Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 10:03 Víkingur gæti komist á topp Bestu deildarinnar í dag og Vestri er eitt þeirra liða sem berjast um sæti í efri hlutanum fyrir skiptingu. vísir/Diego Það er hart barist um alla deild í Bestu deild karla í fótbolta og þannig verður það í 22. umferðinni í dag, lokaumferðinni áður en deildinni verður skipt í efri og neðri hluta. Stórleikur á Hlíðarenda, botnslagur og fimm lið keppa um síðustu tvö lausu sætin í efri hlutanum. Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu: Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu í tvo sex liða hluta.Vísir Það er til mikils að vinna fyrir liðin að komast í efri hlutann því segja má að öll liðin í neðri hlutanum séu enn í fallbaráttu, svo jöfn er deildin. Neðstu tvö liðin, ÍA og Afturelding, mætast á morgun og því ljóst að annað þeirra mun færast nær næstu liðum og soga þau nær fallsæti. Í kvöld er svakalegur leikur í titilbaráttunni því Valur og Stjarnan mætast á Hlíðarenda og getur Stjarnan jafnað Val að stigum með sigri. Víkingar geta þá verið búnir að koma sér á toppinn því þeir mæta KR síðdegis. KR-ingar eiga ekki lengur von um að komast í efri hlutann og eru raunar aðeins þremur stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botninum. Í baráttunni um að enda í efri hlutanum eru fimm lið að berjast, og fjögur þeirra mætast innbyrðis í dag. Eyjamenn mæta svo Breiðabliki á morgun og munu þá vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að enda í efri hlutanum, en þeir sitja í 7. sæti. KA og Vestri mætast á Akureyri og ef hvorugt liðið vinnur er afar líklegt að þau endi bæði í neðri hlutanum. Sigurliðið á hins vegar von. FH og Fram mætast í Kaplakrika og þar dugar FH jafntefli (nema Vestri vinni átta marka sigur á KA) til að tryggja sig í efri hlutann en Fram þarf sigur til þess að þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Hvaða lið enda í efri hlutanum? Valur, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik verða í efri hlutanum en hvaða tvö lið verða með þeim þar? Hér eru möguleikarnir: FH: Öruggt í efri hlutann með sigri og nánast öruggt með jafntefli (ekki nema Vestri vinni átta marka sigur á KA). Ef FH tapar þarf liðið að treysta á að Vestri vinni ekki KA og að ÍBV vinni ekki Breiðablik. Fram: Þarf að vinna FH til að tryggja sér sæti í efri hlutanum. Jafntefli dugar ef Vestri vinnur ekki KA og ÍBV vinnur ekki Breiðablik. ÍBV: Er í þeirri stöðu að vita önnur úrslit fyrir leik sinn við Breiðablik en mun alltaf þurfa að minnsta kosti jafntefli. Hentar best að FH vinni Fram og að Vestri vinni ekki KA. Vestri: Dugar að öllum líkindum ekkert nema sigur gegn KA en þarf svo að treyst á að ÍBV vinni ekki Breiðablik. KA: Dugar ekkert nema sigur gegn Vestra. Er með afar slæma markatölu og þarf að treysta á að Fram tapi gegn FH og ÍBV tapi gegn Breiðabliki. Eftir að deildinni hefur verið skipt upp leika liðin svo fimm umferðir sem búast má við að verði æsispennandi, á toppi sem og botni. Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu: Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu í tvo sex liða hluta.Vísir Það er til mikils að vinna fyrir liðin að komast í efri hlutann því segja má að öll liðin í neðri hlutanum séu enn í fallbaráttu, svo jöfn er deildin. Neðstu tvö liðin, ÍA og Afturelding, mætast á morgun og því ljóst að annað þeirra mun færast nær næstu liðum og soga þau nær fallsæti. Í kvöld er svakalegur leikur í titilbaráttunni því Valur og Stjarnan mætast á Hlíðarenda og getur Stjarnan jafnað Val að stigum með sigri. Víkingar geta þá verið búnir að koma sér á toppinn því þeir mæta KR síðdegis. KR-ingar eiga ekki lengur von um að komast í efri hlutann og eru raunar aðeins þremur stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botninum. Í baráttunni um að enda í efri hlutanum eru fimm lið að berjast, og fjögur þeirra mætast innbyrðis í dag. Eyjamenn mæta svo Breiðabliki á morgun og munu þá vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að enda í efri hlutanum, en þeir sitja í 7. sæti. KA og Vestri mætast á Akureyri og ef hvorugt liðið vinnur er afar líklegt að þau endi bæði í neðri hlutanum. Sigurliðið á hins vegar von. FH og Fram mætast í Kaplakrika og þar dugar FH jafntefli (nema Vestri vinni átta marka sigur á KA) til að tryggja sig í efri hlutann en Fram þarf sigur til þess að þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Hvaða lið enda í efri hlutanum? Valur, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik verða í efri hlutanum en hvaða tvö lið verða með þeim þar? Hér eru möguleikarnir: FH: Öruggt í efri hlutann með sigri og nánast öruggt með jafntefli (ekki nema Vestri vinni átta marka sigur á KA). Ef FH tapar þarf liðið að treysta á að Vestri vinni ekki KA og að ÍBV vinni ekki Breiðablik. Fram: Þarf að vinna FH til að tryggja sér sæti í efri hlutanum. Jafntefli dugar ef Vestri vinnur ekki KA og ÍBV vinnur ekki Breiðablik. ÍBV: Er í þeirri stöðu að vita önnur úrslit fyrir leik sinn við Breiðablik en mun alltaf þurfa að minnsta kosti jafntefli. Hentar best að FH vinni Fram og að Vestri vinni ekki KA. Vestri: Dugar að öllum líkindum ekkert nema sigur gegn KA en þarf svo að treyst á að ÍBV vinni ekki Breiðablik. KA: Dugar ekkert nema sigur gegn Vestra. Er með afar slæma markatölu og þarf að treysta á að Fram tapi gegn FH og ÍBV tapi gegn Breiðabliki. Eftir að deildinni hefur verið skipt upp leika liðin svo fimm umferðir sem búast má við að verði æsispennandi, á toppi sem og botni.
Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira