Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Íþróttadeild Vísis skrifar 9. september 2025 21:35 Kann vel við sig í París. Franco Arland/Getty Images Íslenska landsliðið átti svekkjandi kvöld í París, höfuðborg Frakklands, þegar liðið tapaði 2-1 gegn heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland hefði átt að jafna leikinn í lok leiks en myndbandsdómgæslan tók mark af Íslandi. Elías Rafn Ólafsson átti frábæran leik í markinu og hefur hirt stöðu aðalmarkvarðar með sinni frammistöðu í þessum glugga. Besti maður vallarins var hins vegar á hinum endanum, Andri Lucas Guðjohnsen. Á öðrum degi hefði hann skorað tvö mörk og tryggt Íslandi stig í París. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Vísis. Elías Rafn Ólafsson, markvörður [9] Varði oft á tíðum frábærlega í leiknum og kom vel út í teiginn þegar þess þurfti. Gat ekki komið í veg fyrir mörkin. Virtist líða vel á stóra sviðinu og átti stórkostlegan leik. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [5] Sat eftir og gerði Kylian Mbappé réttstæðan í öðru marki Frakklands. Hafði átt ágætis leik fram að því en líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hann í vandræðum með gríðarlegan hraða franska liðsins. Lenti ítrekað í vandræðum í seinni hálfleik þegar hann þurfti að stíga framar og eftir varð pláss fyrir aftan hann. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [7] Stýrði varnarlínunni af röggsemi. Kann vel við sig í svona leikjum. Kominn alltof hátt þegar Mbappé komst inn fyrir í öðru marki Frakka. Heilt yfir virkilega góður í dag. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - tekinn af velli á 82. mín. [8] Kunni vel við sig í þriggja manna vörn og var rétt staðsettur þegar þess þurfti. Virðist líða betur með hverjum leiknum sem hann spilar. Var tekinn af velli eftir að verða fyrir smávægis hnjaski. Án efa einn hans besti landsleikur engu að síður. Mikael Anderson, hægri vængbakvörður - tekinn af velli á 64. mín. [6] Hljóp gríðarlega eins og hann er vanur. Það sást þó bersýnilega að hann er ekki vanur að spila vængbakvörð og þá sást hvað best þegar hann braut einkar klaufalega á Marcus Thuram innan vítateigs í aðdraganda fyrra marks Frakka. Mikael Egill Ellertsson, vinstri vængbakvörður [8] Hélt vel í við Bradley Barcola. Þekkir stöðu vængbakvarðar og leysti hana með sóma. Gjörsamlega þindarlaus í dag og átti nóg eftir á bensíntanknum í lokin þegar aðrir voru þreyttir. Allar aðgerðir framkvæmdar af yfirvegun og gæðum. Átti þrumuskot í blálokin sem hefði á öðrum degi sungið í netinu. Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði), miðjumaður [7] Skagamennirnir á miðjunni hlupu fyrir allan peninginn. Sofnaði á verðinum í vítinu. Klikkaði vart á sendingu en komst lítið í stöðu til að skapa hættuleg færi. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - tekinn af velli á 69. mín. [6] Átti pressuna sem varð til þess að Michael Olise tapaði boltanum í markinu og var gríðarlega duglegur. Var hins vegar tæpur að gefa Frökkum mörkum með slakri sendingu í uppspili í síðari hálfleik. Fór svo illa með aukaspyrnu á hættulegum stað í byrjun seinni hálfleiks. Missti dampinn eftir góða byrjun, lenti í samstuði um miðbik fyrri hálfleiks og virtist vera í vandræðum eftir það. Daníel Tristan Guðjohnsen, hægri kantmaður - tekinn af velli á 64. mín. [6] Átti nokkur augnablik en var aðallega í því að halda stöðu og hægja á uppspili Frakklands. Skilaði sex af sjö sendingum sínum á samherja og vann helming einvíga sinna, sama hvort um var að ræða á grasinu eða í loftinu. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður - tekinn af velli á 69. mín. [7] Barðist og var til vandræða eins og hann er svo oft. Lítið í boltanum í fyrri hálfleik. Gríðarleg yfirferð, varðist alls staðar á vellinum. Fiskaði rauða spjaldið á Tchoucameni en fékk högg á sköflunginn sem varð til þess að hann lauk leik. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [9] Kom Íslandi yfir eftir ótrúleg mistök í frönsku vörninni. Hélt boltanum vel ofarlega á vellinum og kom sér í góðar stöður. Hefði oft mátt reyna að ná skotinu sjálfur frekar en að leita af liðsfélögum. Vann vel aftarlega á vellinum. Skoraði jöfnunarmark undir lok leiks sem var dæmt af. Sýndi styrk sinn og gæði klárlega í kvöld. Varamenn Sævar Atli Magnússon kom inn fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen á 64. mín. [5] Lítið í boltanum en lét finna fyrir sér í pressunni. Sást annars lítið. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn fyrir Mikael Anderson á 64. mín. [5] Átti fínar fyrirgjafir en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 69. mín. [4] Skelfileg innkoma Skagamannsins. Réð engan veginn við leikinn og reyndi alltof mikið frekar en að spila einfalt. Þórir Jóhann Helgason kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 69. mín. [6] Fín innkoma, gerði fátt rangt en fór lítið fyrir honum. Kristian Hlynson kom inn fyrir Daníel Leó Grétarsson á 81. mín. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Elías Rafn Ólafsson átti frábæran leik í markinu og hefur hirt stöðu aðalmarkvarðar með sinni frammistöðu í þessum glugga. Besti maður vallarins var hins vegar á hinum endanum, Andri Lucas Guðjohnsen. Á öðrum degi hefði hann skorað tvö mörk og tryggt Íslandi stig í París. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Vísis. Elías Rafn Ólafsson, markvörður [9] Varði oft á tíðum frábærlega í leiknum og kom vel út í teiginn þegar þess þurfti. Gat ekki komið í veg fyrir mörkin. Virtist líða vel á stóra sviðinu og átti stórkostlegan leik. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [5] Sat eftir og gerði Kylian Mbappé réttstæðan í öðru marki Frakklands. Hafði átt ágætis leik fram að því en líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hann í vandræðum með gríðarlegan hraða franska liðsins. Lenti ítrekað í vandræðum í seinni hálfleik þegar hann þurfti að stíga framar og eftir varð pláss fyrir aftan hann. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [7] Stýrði varnarlínunni af röggsemi. Kann vel við sig í svona leikjum. Kominn alltof hátt þegar Mbappé komst inn fyrir í öðru marki Frakka. Heilt yfir virkilega góður í dag. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - tekinn af velli á 82. mín. [8] Kunni vel við sig í þriggja manna vörn og var rétt staðsettur þegar þess þurfti. Virðist líða betur með hverjum leiknum sem hann spilar. Var tekinn af velli eftir að verða fyrir smávægis hnjaski. Án efa einn hans besti landsleikur engu að síður. Mikael Anderson, hægri vængbakvörður - tekinn af velli á 64. mín. [6] Hljóp gríðarlega eins og hann er vanur. Það sást þó bersýnilega að hann er ekki vanur að spila vængbakvörð og þá sást hvað best þegar hann braut einkar klaufalega á Marcus Thuram innan vítateigs í aðdraganda fyrra marks Frakka. Mikael Egill Ellertsson, vinstri vængbakvörður [8] Hélt vel í við Bradley Barcola. Þekkir stöðu vængbakvarðar og leysti hana með sóma. Gjörsamlega þindarlaus í dag og átti nóg eftir á bensíntanknum í lokin þegar aðrir voru þreyttir. Allar aðgerðir framkvæmdar af yfirvegun og gæðum. Átti þrumuskot í blálokin sem hefði á öðrum degi sungið í netinu. Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði), miðjumaður [7] Skagamennirnir á miðjunni hlupu fyrir allan peninginn. Sofnaði á verðinum í vítinu. Klikkaði vart á sendingu en komst lítið í stöðu til að skapa hættuleg færi. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - tekinn af velli á 69. mín. [6] Átti pressuna sem varð til þess að Michael Olise tapaði boltanum í markinu og var gríðarlega duglegur. Var hins vegar tæpur að gefa Frökkum mörkum með slakri sendingu í uppspili í síðari hálfleik. Fór svo illa með aukaspyrnu á hættulegum stað í byrjun seinni hálfleiks. Missti dampinn eftir góða byrjun, lenti í samstuði um miðbik fyrri hálfleiks og virtist vera í vandræðum eftir það. Daníel Tristan Guðjohnsen, hægri kantmaður - tekinn af velli á 64. mín. [6] Átti nokkur augnablik en var aðallega í því að halda stöðu og hægja á uppspili Frakklands. Skilaði sex af sjö sendingum sínum á samherja og vann helming einvíga sinna, sama hvort um var að ræða á grasinu eða í loftinu. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður - tekinn af velli á 69. mín. [7] Barðist og var til vandræða eins og hann er svo oft. Lítið í boltanum í fyrri hálfleik. Gríðarleg yfirferð, varðist alls staðar á vellinum. Fiskaði rauða spjaldið á Tchoucameni en fékk högg á sköflunginn sem varð til þess að hann lauk leik. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [9] Kom Íslandi yfir eftir ótrúleg mistök í frönsku vörninni. Hélt boltanum vel ofarlega á vellinum og kom sér í góðar stöður. Hefði oft mátt reyna að ná skotinu sjálfur frekar en að leita af liðsfélögum. Vann vel aftarlega á vellinum. Skoraði jöfnunarmark undir lok leiks sem var dæmt af. Sýndi styrk sinn og gæði klárlega í kvöld. Varamenn Sævar Atli Magnússon kom inn fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen á 64. mín. [5] Lítið í boltanum en lét finna fyrir sér í pressunni. Sást annars lítið. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn fyrir Mikael Anderson á 64. mín. [5] Átti fínar fyrirgjafir en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 69. mín. [4] Skelfileg innkoma Skagamannsins. Réð engan veginn við leikinn og reyndi alltof mikið frekar en að spila einfalt. Þórir Jóhann Helgason kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 69. mín. [6] Fín innkoma, gerði fátt rangt en fór lítið fyrir honum. Kristian Hlynson kom inn fyrir Daníel Leó Grétarsson á 81. mín. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira