Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2025 16:00 Bergþór Másson segir að það sé ekki góð fjárfesting að kaupa sér íbúð. Íslenskur karlmaður sem nýlega seldi íbúð sína og setti allan peninginn í rafmynt segist hafa fengið vitrun um að hann ætti að læra á peninga og verða ríkun. Gangi planið ekki eftir þá læri hann dýrmæta lexíu og haldi áfram. Hann hafi engu að tapa. Í júlí birtist frétt af því að Bergþór Másson, viðskipta- og umboðsmaður, hefði selt íbúð sína á Hverfisgötu. Hér var þó ekki um að ræða venjulegan fréttamola um að þekkt persóna hefði selt íbúð sína og keypt aðra, þar sem Bergþór ákvað að segja skilið við fasteignamarkaðinn og leigja sér íbúð. Fjármununum sem hann fékk við sölu á íbúðinni varði Bergþór svo í að kaupa rafmyntina Bitcoin. Vésteinn Örn Pétursson hitti Bergþór í Íslandi í dag á skrifstofu hans í miðborginni, til að komast að því hvað fékk hann til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri góð hugmynd. „Þetta byrjaði um jólin, fær vitrun, verður að vera ríkur, hafði verið í bissness en ekki pælt í peningum. Síðan lagði ég af stað í þetta ferðalag þar sem ég fattaði að ég vissi ekkert um peninga,“ segir Bergþór og hann ákvað því að sökkva sér í rannsóknarvinnu. „Ég er með þannig taugakerfi að ég fær mikil gleðihormón að læra eitthvað nýtt, sérstaklega þegar þetta er eitthvað róttækt á skjöni við hugmyndir samfélagsins. Ég fer af stað í þetta peningaferðlag og fatta hvernig þetta virkar og alls staðar kom fram Bitcoin. Ég er með svona kvenlegt innsæi og ég les orku hjá fólk og tek upplýsingarnar þaðan. Öllum sem komu nálægt Bitcoin leið vel og ég sogaðist að því.“ Peningakerfið byggt á lygum Bergþór segist í upphafi hafa haldið að Bitcoin væri of flókið fyrir sig. Hann hafi þó látið slag standa og kynnt sér málið betur og í upphafi hafi Bergþór keypt Bitcoin í smáum skömmtum. „Hægt og rólega fór ég að sjá hvað peningakerfið okkar er byggt á mikilli lygi. Núna með tilkomu gervigreindar get ég reiknað hvað sem er. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki góð fjárfesting að eiga íbúð.“ Bergþór tók því stökkið út af fasteignamarkaði og inn á leigumarkað, öfugt við það sem flestir myndu vilja gera. „Ég setti allt í Bitcoin,“ segir Bergþór. Tekur því ef hann tapar öllu Hann sér fyrir sér að ferðast um á einkaþotu, bjóða vinunum með, borða bestu steikurnar í Japan, gefa út bækur, miðla sínum listrænu hugmyndum til allra. Vera með sín eigin listamannalaun á Íslandi. Hann segist ekkert hafa efast um ákvörðun sína. Hann treysti sér. „Ég trúi á guð. Ég er búinn að gefa honum líf mitt. Hann leiðir mig áfram og verndar mig. Það er heilagur íslenskur andi,“ segir Bergþór. En ef allt fer á versta veg? „OK, ég tapa einhverjum milljónum. Hverjum er ekki sama. Lífið heldur bara áfram.“ Hann hafi engu að tapa. Allt gerist af því það eigi að gerast. „Ef ég er sendur af stað í þetta dæmi til að læra sturlaða lexíu og missa aleiguna, þá tek ég því. Svo bara held ég áfram og byggi upp á nýtt. Byrja á núlli.“ Hér að neðan má innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjármál heimilisins Rafmyntir Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Í júlí birtist frétt af því að Bergþór Másson, viðskipta- og umboðsmaður, hefði selt íbúð sína á Hverfisgötu. Hér var þó ekki um að ræða venjulegan fréttamola um að þekkt persóna hefði selt íbúð sína og keypt aðra, þar sem Bergþór ákvað að segja skilið við fasteignamarkaðinn og leigja sér íbúð. Fjármununum sem hann fékk við sölu á íbúðinni varði Bergþór svo í að kaupa rafmyntina Bitcoin. Vésteinn Örn Pétursson hitti Bergþór í Íslandi í dag á skrifstofu hans í miðborginni, til að komast að því hvað fékk hann til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri góð hugmynd. „Þetta byrjaði um jólin, fær vitrun, verður að vera ríkur, hafði verið í bissness en ekki pælt í peningum. Síðan lagði ég af stað í þetta ferðalag þar sem ég fattaði að ég vissi ekkert um peninga,“ segir Bergþór og hann ákvað því að sökkva sér í rannsóknarvinnu. „Ég er með þannig taugakerfi að ég fær mikil gleðihormón að læra eitthvað nýtt, sérstaklega þegar þetta er eitthvað róttækt á skjöni við hugmyndir samfélagsins. Ég fer af stað í þetta peningaferðlag og fatta hvernig þetta virkar og alls staðar kom fram Bitcoin. Ég er með svona kvenlegt innsæi og ég les orku hjá fólk og tek upplýsingarnar þaðan. Öllum sem komu nálægt Bitcoin leið vel og ég sogaðist að því.“ Peningakerfið byggt á lygum Bergþór segist í upphafi hafa haldið að Bitcoin væri of flókið fyrir sig. Hann hafi þó látið slag standa og kynnt sér málið betur og í upphafi hafi Bergþór keypt Bitcoin í smáum skömmtum. „Hægt og rólega fór ég að sjá hvað peningakerfið okkar er byggt á mikilli lygi. Núna með tilkomu gervigreindar get ég reiknað hvað sem er. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki góð fjárfesting að eiga íbúð.“ Bergþór tók því stökkið út af fasteignamarkaði og inn á leigumarkað, öfugt við það sem flestir myndu vilja gera. „Ég setti allt í Bitcoin,“ segir Bergþór. Tekur því ef hann tapar öllu Hann sér fyrir sér að ferðast um á einkaþotu, bjóða vinunum með, borða bestu steikurnar í Japan, gefa út bækur, miðla sínum listrænu hugmyndum til allra. Vera með sín eigin listamannalaun á Íslandi. Hann segist ekkert hafa efast um ákvörðun sína. Hann treysti sér. „Ég trúi á guð. Ég er búinn að gefa honum líf mitt. Hann leiðir mig áfram og verndar mig. Það er heilagur íslenskur andi,“ segir Bergþór. En ef allt fer á versta veg? „OK, ég tapa einhverjum milljónum. Hverjum er ekki sama. Lífið heldur bara áfram.“ Hann hafi engu að tapa. Allt gerist af því það eigi að gerast. „Ef ég er sendur af stað í þetta dæmi til að læra sturlaða lexíu og missa aleiguna, þá tek ég því. Svo bara held ég áfram og byggi upp á nýtt. Byrja á núlli.“ Hér að neðan má innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjármál heimilisins Rafmyntir Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira