Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2025 16:00 Bergþór Másson segir að það sé ekki góð fjárfesting að kaupa sér íbúð. Íslenskur karlmaður sem nýlega seldi íbúð sína og setti allan peninginn í rafmynt segist hafa fengið vitrun um að hann ætti að læra á peninga og verða ríkun. Gangi planið ekki eftir þá læri hann dýrmæta lexíu og haldi áfram. Hann hafi engu að tapa. Í júlí birtist frétt af því að Bergþór Másson, viðskipta- og umboðsmaður, hefði selt íbúð sína á Hverfisgötu. Hér var þó ekki um að ræða venjulegan fréttamola um að þekkt persóna hefði selt íbúð sína og keypt aðra, þar sem Bergþór ákvað að segja skilið við fasteignamarkaðinn og leigja sér íbúð. Fjármununum sem hann fékk við sölu á íbúðinni varði Bergþór svo í að kaupa rafmyntina Bitcoin. Vésteinn Örn Pétursson hitti Bergþór í Íslandi í dag á skrifstofu hans í miðborginni, til að komast að því hvað fékk hann til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri góð hugmynd. „Þetta byrjaði um jólin, fær vitrun, verður að vera ríkur, hafði verið í bissness en ekki pælt í peningum. Síðan lagði ég af stað í þetta ferðalag þar sem ég fattaði að ég vissi ekkert um peninga,“ segir Bergþór og hann ákvað því að sökkva sér í rannsóknarvinnu. „Ég er með þannig taugakerfi að ég fær mikil gleðihormón að læra eitthvað nýtt, sérstaklega þegar þetta er eitthvað róttækt á skjöni við hugmyndir samfélagsins. Ég fer af stað í þetta peningaferðlag og fatta hvernig þetta virkar og alls staðar kom fram Bitcoin. Ég er með svona kvenlegt innsæi og ég les orku hjá fólk og tek upplýsingarnar þaðan. Öllum sem komu nálægt Bitcoin leið vel og ég sogaðist að því.“ Peningakerfið byggt á lygum Bergþór segist í upphafi hafa haldið að Bitcoin væri of flókið fyrir sig. Hann hafi þó látið slag standa og kynnt sér málið betur og í upphafi hafi Bergþór keypt Bitcoin í smáum skömmtum. „Hægt og rólega fór ég að sjá hvað peningakerfið okkar er byggt á mikilli lygi. Núna með tilkomu gervigreindar get ég reiknað hvað sem er. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki góð fjárfesting að eiga íbúð.“ Bergþór tók því stökkið út af fasteignamarkaði og inn á leigumarkað, öfugt við það sem flestir myndu vilja gera. „Ég setti allt í Bitcoin,“ segir Bergþór. Tekur því ef hann tapar öllu Hann sér fyrir sér að ferðast um á einkaþotu, bjóða vinunum með, borða bestu steikurnar í Japan, gefa út bækur, miðla sínum listrænu hugmyndum til allra. Vera með sín eigin listamannalaun á Íslandi. Hann segist ekkert hafa efast um ákvörðun sína. Hann treysti sér. „Ég trúi á guð. Ég er búinn að gefa honum líf mitt. Hann leiðir mig áfram og verndar mig. Það er heilagur íslenskur andi,“ segir Bergþór. En ef allt fer á versta veg? „OK, ég tapa einhverjum milljónum. Hverjum er ekki sama. Lífið heldur bara áfram.“ Hann hafi engu að tapa. Allt gerist af því það eigi að gerast. „Ef ég er sendur af stað í þetta dæmi til að læra sturlaða lexíu og missa aleiguna, þá tek ég því. Svo bara held ég áfram og byggi upp á nýtt. Byrja á núlli.“ Hér að neðan má innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjármál heimilisins Rafmyntir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Í júlí birtist frétt af því að Bergþór Másson, viðskipta- og umboðsmaður, hefði selt íbúð sína á Hverfisgötu. Hér var þó ekki um að ræða venjulegan fréttamola um að þekkt persóna hefði selt íbúð sína og keypt aðra, þar sem Bergþór ákvað að segja skilið við fasteignamarkaðinn og leigja sér íbúð. Fjármununum sem hann fékk við sölu á íbúðinni varði Bergþór svo í að kaupa rafmyntina Bitcoin. Vésteinn Örn Pétursson hitti Bergþór í Íslandi í dag á skrifstofu hans í miðborginni, til að komast að því hvað fékk hann til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri góð hugmynd. „Þetta byrjaði um jólin, fær vitrun, verður að vera ríkur, hafði verið í bissness en ekki pælt í peningum. Síðan lagði ég af stað í þetta ferðalag þar sem ég fattaði að ég vissi ekkert um peninga,“ segir Bergþór og hann ákvað því að sökkva sér í rannsóknarvinnu. „Ég er með þannig taugakerfi að ég fær mikil gleðihormón að læra eitthvað nýtt, sérstaklega þegar þetta er eitthvað róttækt á skjöni við hugmyndir samfélagsins. Ég fer af stað í þetta peningaferðlag og fatta hvernig þetta virkar og alls staðar kom fram Bitcoin. Ég er með svona kvenlegt innsæi og ég les orku hjá fólk og tek upplýsingarnar þaðan. Öllum sem komu nálægt Bitcoin leið vel og ég sogaðist að því.“ Peningakerfið byggt á lygum Bergþór segist í upphafi hafa haldið að Bitcoin væri of flókið fyrir sig. Hann hafi þó látið slag standa og kynnt sér málið betur og í upphafi hafi Bergþór keypt Bitcoin í smáum skömmtum. „Hægt og rólega fór ég að sjá hvað peningakerfið okkar er byggt á mikilli lygi. Núna með tilkomu gervigreindar get ég reiknað hvað sem er. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki góð fjárfesting að eiga íbúð.“ Bergþór tók því stökkið út af fasteignamarkaði og inn á leigumarkað, öfugt við það sem flestir myndu vilja gera. „Ég setti allt í Bitcoin,“ segir Bergþór. Tekur því ef hann tapar öllu Hann sér fyrir sér að ferðast um á einkaþotu, bjóða vinunum með, borða bestu steikurnar í Japan, gefa út bækur, miðla sínum listrænu hugmyndum til allra. Vera með sín eigin listamannalaun á Íslandi. Hann segist ekkert hafa efast um ákvörðun sína. Hann treysti sér. „Ég trúi á guð. Ég er búinn að gefa honum líf mitt. Hann leiðir mig áfram og verndar mig. Það er heilagur íslenskur andi,“ segir Bergþór. En ef allt fer á versta veg? „OK, ég tapa einhverjum milljónum. Hverjum er ekki sama. Lífið heldur bara áfram.“ Hann hafi engu að tapa. Allt gerist af því það eigi að gerast. „Ef ég er sendur af stað í þetta dæmi til að læra sturlaða lexíu og missa aleiguna, þá tek ég því. Svo bara held ég áfram og byggi upp á nýtt. Byrja á núlli.“ Hér að neðan má innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjármál heimilisins Rafmyntir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“