Fótbolti

„Við getum ekkert verið litlir“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán Teitur verður í eldlínunni í kvöld.
Stefán Teitur verður í eldlínunni í kvöld.

„Það er mikill spenningur í hópnum og það er bara tilhlökkun að mæta svona heimsklassaleikmönnum. Þeir eru með bestu leikmenn heim í öllum stöðum,“ segir Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður fyrir leikinn í kvöld.

„Okkur hlakkar til að sýna hvað við getum gert sem lið. Það er alveg extra spenningur að máta sig við þá en við getum ekkert verið litlir og horfa á þá sem einhverja snillinga. Við þurfum líka að hafa trú á okkur og því sem við gerum og mæta þarna með kassann út.“

Hann ætlar ekki að bera sérstaka virðingu fyrir leikmönnum Frakka.

„Ef þú ætlar að mæta þarna og bara fara horfa á þá, þá munu þeir pakka okkur saman. Við þurfum að gera þetta saman sem lið og munum ekki vinna þá ef við ætlum að fara í einn og einn á þá út um allan völl.“

Klippa: „Við getum ekkert verið litlir“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×