Lífið

Slóvenar draga sig úr Euro­vision ef Ís­raelar verða með

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Klemen Slakonja var fulltrúi Slóveníu í Eurovision í maí.
Klemen Slakonja var fulltrúi Slóveníu í Eurovision í maí. Eurovision

Slóvenía hefur ákveðið að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttakenda. Slóvenar hafa gagnrýnt þátttöku Ísraela mánuðum saman og segja núna gríðarlega ólíklegt þeir verði með á næsta ári.

Á fundi evrópskra sjónvarpsstöðva í júlí lýsti RTVSLO, ríkissjónvarp Slóveníu, opinberlega yfir andstöðu sinni gegn því að Ísrael fái að vera með í næstu keppni.

Fulltrúi Slóveníu sagði á fundinum að ef land, sem að þeirra mati fremur þjóðarmorð, fær að vera með geti Slóvenar ekki tekið þátt.

RTVSLO lýsti yfir þeirri skoðun að ekki væri hægt að aðskilja þátttakendur í söngvakeppninni frá ríkinu sem þeir tilheyra.

RTVSLO hefur ekki tekið formlega og opinbera ákvörðun um að draga sig úr keppni, en búist er við því síðar á þessu ári þegar Eurovision hefur tekið opinbera afstöðu um þátttöku Ísraels. Verði Ísraelar með, segja Slóvenar að þeir muni draga sig úr keppni.

Eurovisionfun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.