Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 21:02 Ryan Keeping ætlar að setja heimsmet og stefnir á að hlaupa hringinn í kringum landið á innan við fimmtán dögum. Vísir/Lýður Valberg Ungur maður frá Kanada er kominn hingað til lands til að setja heimsmet. Hann leggur af stað frá Hallgrímskirkju á sunnudagsmorgun og ætlar að hlaupa hringinn í kringum landið. „Ég ætla að slá þetta met eða liggja dauður ella. Og þegar ég segi það þá meina ég það. 1.390 kílómetrar, allur hringvegurinn, hringinn um allt Ísland hraðar en nokkur maður hefur gert það.“ Þetta segir Ryan Keeping, 27 ára Kanadamaður, sem ætlar að hlaupa alla 1381 kílómetra hringvegarins á skemmstum tíma allra frá upphafi. Hans stærsta afrek til þessa sem hlaupari var þegar hann hljóp 7.342 kílómetra þvert yfir Kanada á 99 dögum. Nú leggur hann land undir fót á sunnudaginn. „Þvílíkt líf“ „Eftir Kanada leitaði ég að næsta verkefni. Þetta verður fyrsta heimsmetið mitt. Ég stefni að því að fara á innan við 16 dögum og 10 tímum. Og mér hefur alltaf þótt Ísland svo flott. Ég hef séð það í kvikmyndum og það er fallegt landslag svo mig langaði til að gera þetta. Ég ætla að slá metið um nokkra daga svo markmiðið er 110 kílómetrar á dag,“ sagði kappinn. Hann segist vera spenntur að kynnast Íslendingum og hvetur fólk til að heilsa sér og jafnvel hlaupa með sér ef svo ber undir. „Ég kom hingað og hitti allt þetta fólk. Ef ég væri ekki hlaupari hefði ég sennilega aldrei hitt þetta fólk. Þvílíkt líf. Ég eltist við ástríðu mína og vonandi gengur þetta allt upp.“ Hleypur sextán til átján tíma á dag Dagarnir fram undan verði nokkuð einsleitir. „Þegar ég er ekki að hlaupa verð ég að borða eða sofa. Ég mun hlaupa í sextán til átján tíma á dag eftir þjóðveginum. Á vissan hátt er þetta það leiðinlegasta sem maður gerir. En ég elska það. Mér leiðist að bíða. Þjálfunin er búin, allt er tilbúið. Ég vildi að það væri sunnudagur og ég gæti byrjað að hlaupa.“ Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka stutt hlaup með kappanum til að sjá hraða hans miðað við mann sem eru iðulega best geymdur við skrifborðið. En spretthlaupið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hlaup Íslandsvinir Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
„Ég ætla að slá þetta met eða liggja dauður ella. Og þegar ég segi það þá meina ég það. 1.390 kílómetrar, allur hringvegurinn, hringinn um allt Ísland hraðar en nokkur maður hefur gert það.“ Þetta segir Ryan Keeping, 27 ára Kanadamaður, sem ætlar að hlaupa alla 1381 kílómetra hringvegarins á skemmstum tíma allra frá upphafi. Hans stærsta afrek til þessa sem hlaupari var þegar hann hljóp 7.342 kílómetra þvert yfir Kanada á 99 dögum. Nú leggur hann land undir fót á sunnudaginn. „Þvílíkt líf“ „Eftir Kanada leitaði ég að næsta verkefni. Þetta verður fyrsta heimsmetið mitt. Ég stefni að því að fara á innan við 16 dögum og 10 tímum. Og mér hefur alltaf þótt Ísland svo flott. Ég hef séð það í kvikmyndum og það er fallegt landslag svo mig langaði til að gera þetta. Ég ætla að slá metið um nokkra daga svo markmiðið er 110 kílómetrar á dag,“ sagði kappinn. Hann segist vera spenntur að kynnast Íslendingum og hvetur fólk til að heilsa sér og jafnvel hlaupa með sér ef svo ber undir. „Ég kom hingað og hitti allt þetta fólk. Ef ég væri ekki hlaupari hefði ég sennilega aldrei hitt þetta fólk. Þvílíkt líf. Ég eltist við ástríðu mína og vonandi gengur þetta allt upp.“ Hleypur sextán til átján tíma á dag Dagarnir fram undan verði nokkuð einsleitir. „Þegar ég er ekki að hlaupa verð ég að borða eða sofa. Ég mun hlaupa í sextán til átján tíma á dag eftir þjóðveginum. Á vissan hátt er þetta það leiðinlegasta sem maður gerir. En ég elska það. Mér leiðist að bíða. Þjálfunin er búin, allt er tilbúið. Ég vildi að það væri sunnudagur og ég gæti byrjað að hlaupa.“ Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka stutt hlaup með kappanum til að sjá hraða hans miðað við mann sem eru iðulega best geymdur við skrifborðið. En spretthlaupið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Hlaup Íslandsvinir Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira