Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2025 07:30 Jalen Carter hrækir á Dak Prescott þegar aðeins sex mínútur voru liðnar af leiknum. X NFL-tímabilið hófst í nótt þegar NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu 24-20 sigur á Dallas Cowboys. Leikurinn byrjaði þó skelfilega fyrir meistarana. Eagles missti nefnilega einn sinn besta varnarmann af velli eftir aðeins sex sekúndna leik. Eagles hafði þá sparkað frá sér boltanum og leikmenn Dallas Cowboys voru að undirbúa sig fyrir að hefja fyrstu sókn tímabilsins. Jalen Carter er frábær varnarmaður og einn sá besti í sinni stöðu í NFL deildinni en hann missti algjörlega hausinn í einhverjum sálfræðileik. Here is Jalen Carter spitting on Dak Prescott: pic.twitter.com/4F5BjEDLHf— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 5, 2025 Hann gekk upp að þyrpingu Dallas manna og að leikstjórnandanum Dak Prescott. Þegar þeir stóðu á móti hvorum öðrum þá féllu nokkur orð en svo tók Carter allt í einu upp á því að hrækja á Prescott. Því miður fyrir Carter þá stóð dómari við hlið þeirra og sá hrákuna vel. Hann var fljótur að henda upp gula flagginu. Dómararnir töluðu síðan saman og tilkynntu að Carter væri fyrir þetta útilokaður frá leiknum. Þarna voru aðeins sex sekúndur liðnar af leiknum. Á þessum sex sekúndum hafði Eagles leikmaðurinn Ben VanSumeren einnig meitt sig illa þannig að hann var keyrður af velli á hnjaskvagninum. Dallas liðið skoraði strax í fyrstu sókn sinni en Eagles svaraði strax. Eagles var einu stigi yfir í hálfleik, 21-20, eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik en það var síðan bara skorað eitt vallarmark í seinni hálfleiknum. Eagles menn skoruðu það og unnu 24-20 en gera þurfti 65 mínútna hlé á leiknum í seinni hálfleik vegna eldingahættu. Leikurinn var stöðvaður þegar 4:44 mínútur voru eftir af þriðja og staðan var 24-20. Ekkert var skorað eftir að leikurinn hófst á ný. Leikstjórnandinn Jalen Hurts skoraði tvö snertimörk fyrir Eagles og Saquon Barkley eitt. Hlauparinn Javonte Williams skoraði tvö snertimörk fyrir Dallas og sparkarinn Brandon Aubrey skoraði tvö snertimörk. THE PLOT THICKENS. More angles and context have surfaced about Jalen Carter's ejection.📺 NBC and Peacock pic.twitter.com/2eFceHs14V— Sunday Night Football on NBC (@SNFonNBC) September 5, 2025 NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
Eagles missti nefnilega einn sinn besta varnarmann af velli eftir aðeins sex sekúndna leik. Eagles hafði þá sparkað frá sér boltanum og leikmenn Dallas Cowboys voru að undirbúa sig fyrir að hefja fyrstu sókn tímabilsins. Jalen Carter er frábær varnarmaður og einn sá besti í sinni stöðu í NFL deildinni en hann missti algjörlega hausinn í einhverjum sálfræðileik. Here is Jalen Carter spitting on Dak Prescott: pic.twitter.com/4F5BjEDLHf— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 5, 2025 Hann gekk upp að þyrpingu Dallas manna og að leikstjórnandanum Dak Prescott. Þegar þeir stóðu á móti hvorum öðrum þá féllu nokkur orð en svo tók Carter allt í einu upp á því að hrækja á Prescott. Því miður fyrir Carter þá stóð dómari við hlið þeirra og sá hrákuna vel. Hann var fljótur að henda upp gula flagginu. Dómararnir töluðu síðan saman og tilkynntu að Carter væri fyrir þetta útilokaður frá leiknum. Þarna voru aðeins sex sekúndur liðnar af leiknum. Á þessum sex sekúndum hafði Eagles leikmaðurinn Ben VanSumeren einnig meitt sig illa þannig að hann var keyrður af velli á hnjaskvagninum. Dallas liðið skoraði strax í fyrstu sókn sinni en Eagles svaraði strax. Eagles var einu stigi yfir í hálfleik, 21-20, eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik en það var síðan bara skorað eitt vallarmark í seinni hálfleiknum. Eagles menn skoruðu það og unnu 24-20 en gera þurfti 65 mínútna hlé á leiknum í seinni hálfleik vegna eldingahættu. Leikurinn var stöðvaður þegar 4:44 mínútur voru eftir af þriðja og staðan var 24-20. Ekkert var skorað eftir að leikurinn hófst á ný. Leikstjórnandinn Jalen Hurts skoraði tvö snertimörk fyrir Eagles og Saquon Barkley eitt. Hlauparinn Javonte Williams skoraði tvö snertimörk fyrir Dallas og sparkarinn Brandon Aubrey skoraði tvö snertimörk. THE PLOT THICKENS. More angles and context have surfaced about Jalen Carter's ejection.📺 NBC and Peacock pic.twitter.com/2eFceHs14V— Sunday Night Football on NBC (@SNFonNBC) September 5, 2025
NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira