Er hægt að komast yfir framhjáhald? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. september 2025 09:59 Fólk sem heldur framhjá maka sínum gerir það vegna þess að því líður illa. Getty Framhjáhald er oft afleiðing vanlíðunar og skorts á nánd, segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði að flestir sem halda framhjá sjái eftir því og vilji laga sambandið sitt. Theodór segir að þrátt fyrir algenga fullyrðingu eins og „once a cheater, always a cheater“ eigi hún ekki alltaf við. „Flestir sem halda framhjá eru ekki endilega framhjáhaldarar í eðli sínu. Þeir eru einfaldlega að glíma við mikla vanlíðan og leita eftir nánum tengslum,“ segir hann. Er hægt að komast yfir framhjáhald? Stutta svarið já – en það tekur tíma. „Það sem skiptir mestu máli er að parið geti talað saman af hreinskilni og unnið sig í gegnum þann sársauka sem hefur orðið,“ segir Theodór. Mikilvægt sé að sá sem hélt framhjá axli fulla ábyrgð og geri sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna. „Það er munur á að vera framhjáhaldari og því að hafa haldið framhjá í ölæði. Ég er samt ekki að afsaka það,“ segir hann og bætir við: „Framhjáhaldari, eða þessi umræddi cheater, er sá sem axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust byggist á hreinskilni Theodór leggur áherslu á að framhjáhald sé áfall – bæði fyrir þann sem heldur framhjá og þann sem verður svikinn. „Of margar meðferðarnálganir í vestrænum heimi reyna að hjálpa fólki að komast framhjá áfallinu, í stað þess að fara inn í það og vinna sig í gegnum það,“ bætir hann við. Til að byggja upp traust á ný segir Theodór þrjú lykilatriði vera mikilvæg: Engin leyndarmál: Ekki má fela neitt fyrir makanum, allt á að vera upp á borðinu. Slíta óviðeigandi samskiptum. Hlusta og skilja: Tala saman af virðingu og reyna að skilja hvernig hinn upplifir stöðuna. Flestir vilja laga sambandið Theodór segir að í flestum tilfellum vilji fólk laga sambandið sitt eftir framhjáhald, hvort sem það er sá sem hélt framhjá eða sá sem var svikinn. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru í spilinu. „Það verður reiði í garð þess sem eyðilagði fjölskylduna, hvort sem það er mamma eða pabbi. Það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.“ Talið er að framhjáhald spili hlutverk í 15–40 prósent skilnaða á heimsvísu. Theodór telur að hér á landi sé hlutfallið nær 15–20 prósentum. „Flestir sem leita til mín vegna hjónabandsvanda eru þó að fást við fjárhagsleg vandamál eða önnur erfið mál, ekki endilega framhjáhald,“ segir hann. Fyrirgefning er ákvörðun Ef einstaklingur vill fyrirgefa, þarf hann að vinna í því. Í grunninn er fyrirgefning ákvörun. „Ef ég vil fyrirgefa, þá mun ég leita mér aðstoðar til að komast þangað og það er hægt að hjálpa fólki með það,“ segir Theodór. ðun. Bítið Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Theodór segir að þrátt fyrir algenga fullyrðingu eins og „once a cheater, always a cheater“ eigi hún ekki alltaf við. „Flestir sem halda framhjá eru ekki endilega framhjáhaldarar í eðli sínu. Þeir eru einfaldlega að glíma við mikla vanlíðan og leita eftir nánum tengslum,“ segir hann. Er hægt að komast yfir framhjáhald? Stutta svarið já – en það tekur tíma. „Það sem skiptir mestu máli er að parið geti talað saman af hreinskilni og unnið sig í gegnum þann sársauka sem hefur orðið,“ segir Theodór. Mikilvægt sé að sá sem hélt framhjá axli fulla ábyrgð og geri sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna. „Það er munur á að vera framhjáhaldari og því að hafa haldið framhjá í ölæði. Ég er samt ekki að afsaka það,“ segir hann og bætir við: „Framhjáhaldari, eða þessi umræddi cheater, er sá sem axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust byggist á hreinskilni Theodór leggur áherslu á að framhjáhald sé áfall – bæði fyrir þann sem heldur framhjá og þann sem verður svikinn. „Of margar meðferðarnálganir í vestrænum heimi reyna að hjálpa fólki að komast framhjá áfallinu, í stað þess að fara inn í það og vinna sig í gegnum það,“ bætir hann við. Til að byggja upp traust á ný segir Theodór þrjú lykilatriði vera mikilvæg: Engin leyndarmál: Ekki má fela neitt fyrir makanum, allt á að vera upp á borðinu. Slíta óviðeigandi samskiptum. Hlusta og skilja: Tala saman af virðingu og reyna að skilja hvernig hinn upplifir stöðuna. Flestir vilja laga sambandið Theodór segir að í flestum tilfellum vilji fólk laga sambandið sitt eftir framhjáhald, hvort sem það er sá sem hélt framhjá eða sá sem var svikinn. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru í spilinu. „Það verður reiði í garð þess sem eyðilagði fjölskylduna, hvort sem það er mamma eða pabbi. Það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.“ Talið er að framhjáhald spili hlutverk í 15–40 prósent skilnaða á heimsvísu. Theodór telur að hér á landi sé hlutfallið nær 15–20 prósentum. „Flestir sem leita til mín vegna hjónabandsvanda eru þó að fást við fjárhagsleg vandamál eða önnur erfið mál, ekki endilega framhjáhald,“ segir hann. Fyrirgefning er ákvörðun Ef einstaklingur vill fyrirgefa, þarf hann að vinna í því. Í grunninn er fyrirgefning ákvörun. „Ef ég vil fyrirgefa, þá mun ég leita mér aðstoðar til að komast þangað og það er hægt að hjálpa fólki með það,“ segir Theodór. ðun.
Bítið Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira