Hárprúður Eiður heillar Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 16:05 Svona má sjá þróun Eiðs Smára frá hægri til vinstri. Árið 2022 sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, í febrúar 2025 sem álitsgjafi á Vellinum og nú í lok ágústmánaðar hjá Dr. Football. Youtube/Síminn/Vísir/Vilhelm Þykkt hár Eiðs Smára Guðjohnsen í nýrri auglýsingu fyrir veðmálasíðuna Epicbet hefur vakið athygli. Stutt er síðan hár hans var farið að þynnast ansi mikið. Eiður hefur ekki tjáð sig um það sjálfur en virðist hafa farið í hárígræðslu. Umræða um meinta hárígræðslu Eiðs Smára fór af stað í lok febrúar þegar hann mætti í Völlinn, umræðuþátt um enska boltann, á Sjónvarpi Símans hálfpartinn snoðaður en með rauða punkta á kollinum eins og sjá má gjarnan á mönnum sem fara í hárígræðslur. Svona leit Eiður út í lok febrúar.Síminn Hárígræðsluaðgerðir eru framkvæmdar víða um heim en Tyrkland hefur orðið að sérstaklega vinsælum áfangastað sökum fjölda lækna sem framkvæma aðgerðirnar og verðsins. Hárígræðslur á Tyrklandi eru orðnar svo vinsælar að gárungarnir tala bara um Turkish Hairlines í stað Turkish Airlines. Sjá einnig: Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Eftir komu Eiðs í Völlinn í febrúar voru hárígræðslur einmitt til tals í hlaðvarpinu Dr. Football, sem Hjörvar Hafliðason stýrir, sérstaklega hárígræðsla sem Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hafði farið í. „Gæti verið að þetta nýja hár hafi veitt honum svona mikið sjálfstraust? Hann lítur svo miklu betur út, hann er miklu huggulegri,“ sagði Hjörvar um Salah og beindi svo sjónum að Fróni. „Við sáum svona á Íslandi. Eiður Smári, hann var ekkert í felum með þetta: ,Gjörið svo vel sjáið þetta'. Í dag er þetta ekkert issjú, menn gera þetta bara.“ Þykkt og dökkt hár í stað þess þunna Eiður hélt áfram að mæta sem álitsgjafi á Völlinn það sem eftir lifði tímabilsins í vor en hefur skiljanlega lítið sést á skjánum í sumar. Það var ekki fyrr en 15. ágúst síðastliðinn sem Eiður birtist fótboltaáhugamönnum aftur, þá í auglýsingu veðmálasíðunnar Epicbet í samstarfi við fyrrnefndan Dr. Football. Þar var tilkynnt að Eiður yrði gestur Hjörvars í hlaðvarpinu tvisvar í mánuði til að ræða um fótbolta. Má Eiður koma út að leika? (2004) pic.twitter.com/DtqQ4Vy7Os— Popptíví kynslóðin (@IslenskN) July 9, 2024 Auglýsingin er eins konar endurgerð á Coca Cola-auglýsingu frá 2004 þar sem Haukur Baldvinsson, þá aðeins fjórtán ára og ekki enn orðinn fótboltamaður, bankar upp á Guðjohnsen-fjölskyldunni og spyr hvort Eiður megi að koma út að leika. Arnór Guðjohnsen kemur til dyra en Eiður fer út að spila fótbolta með Hauki. Nýja auglýsingin byrjar líka á því að Haukur, nú fyrrverandi fótboltamaður, bankar upp á og spyr hvort Eiður megi koma út að leika. „Heyrðu, Eiður fór til læknis,“ svarar Arnór Guðjohnsen þá. Eiður Smári Gudjohnsen er EpicHere we go! pic.twitter.com/DI2UuRI3dm— Epicbet (@epicbetisland) August 15, 2025 Næsta sem við sjáum er að Eiður er kominn til fótboltalæknisins Hjörvars Hafliðasonar sem færir honum tvennar fréttir. Þær vondu eru að Eiður geti ekki lengur spilað fótbolta en þær góðu eru að hann muni koma í hlaðvarpið Dr. Football tvisvar í mánuði. „Þá gerum við það,“ svarar Eiður og þeir handsala það með handabandi. Skjáskot úr nýrri auglýsingu veðmálasíðunnar Epicbet sem þrátt fyrir nafnið er íslensk. Margir ráku upp stór augu við að sjá auglýsinguna þar sem Eiður var skyndilega ekki lengur með há kollvik og þunnan topp heldur þykkt dökkt hár á kollinum. Eiður kom síðan í fyrsta sinn til Hjörvars í Dr. Football síðasta föstudag og sást þá enn betur hvað knattspyrnumaðurinn fyrrverandi er kominn með góðan hárvöxt. Enski boltinn Hlaðvörp Fótbolti Hár og förðun Tyrkland Tengdar fréttir Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Athafnamaðurinn Einar Bárðarson og hárgreiðslumeistarinn Baldur Rafn Gylfason fóru í hárígræðslu og Vala Matt kíkti hvernig tókst til í Ísland í dag. 29. ágúst 2025 13:01 Einar fékk meira hár en Baldur Einar Bárðarson, umboðsmaður, lagahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, og Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi BPro, fóru í byrjun maímánaðar saman í hárígræðslu í Istanbúl í Tyrklandi. Baldur segir miklar framfarir hafa orðið í faginu á liðnum árum en fyrir rúmum áratug voru slíkar aðgerðir lífshættulegar. 30. júní 2025 19:16 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Umræða um meinta hárígræðslu Eiðs Smára fór af stað í lok febrúar þegar hann mætti í Völlinn, umræðuþátt um enska boltann, á Sjónvarpi Símans hálfpartinn snoðaður en með rauða punkta á kollinum eins og sjá má gjarnan á mönnum sem fara í hárígræðslur. Svona leit Eiður út í lok febrúar.Síminn Hárígræðsluaðgerðir eru framkvæmdar víða um heim en Tyrkland hefur orðið að sérstaklega vinsælum áfangastað sökum fjölda lækna sem framkvæma aðgerðirnar og verðsins. Hárígræðslur á Tyrklandi eru orðnar svo vinsælar að gárungarnir tala bara um Turkish Hairlines í stað Turkish Airlines. Sjá einnig: Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Eftir komu Eiðs í Völlinn í febrúar voru hárígræðslur einmitt til tals í hlaðvarpinu Dr. Football, sem Hjörvar Hafliðason stýrir, sérstaklega hárígræðsla sem Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hafði farið í. „Gæti verið að þetta nýja hár hafi veitt honum svona mikið sjálfstraust? Hann lítur svo miklu betur út, hann er miklu huggulegri,“ sagði Hjörvar um Salah og beindi svo sjónum að Fróni. „Við sáum svona á Íslandi. Eiður Smári, hann var ekkert í felum með þetta: ,Gjörið svo vel sjáið þetta'. Í dag er þetta ekkert issjú, menn gera þetta bara.“ Þykkt og dökkt hár í stað þess þunna Eiður hélt áfram að mæta sem álitsgjafi á Völlinn það sem eftir lifði tímabilsins í vor en hefur skiljanlega lítið sést á skjánum í sumar. Það var ekki fyrr en 15. ágúst síðastliðinn sem Eiður birtist fótboltaáhugamönnum aftur, þá í auglýsingu veðmálasíðunnar Epicbet í samstarfi við fyrrnefndan Dr. Football. Þar var tilkynnt að Eiður yrði gestur Hjörvars í hlaðvarpinu tvisvar í mánuði til að ræða um fótbolta. Má Eiður koma út að leika? (2004) pic.twitter.com/DtqQ4Vy7Os— Popptíví kynslóðin (@IslenskN) July 9, 2024 Auglýsingin er eins konar endurgerð á Coca Cola-auglýsingu frá 2004 þar sem Haukur Baldvinsson, þá aðeins fjórtán ára og ekki enn orðinn fótboltamaður, bankar upp á Guðjohnsen-fjölskyldunni og spyr hvort Eiður megi að koma út að leika. Arnór Guðjohnsen kemur til dyra en Eiður fer út að spila fótbolta með Hauki. Nýja auglýsingin byrjar líka á því að Haukur, nú fyrrverandi fótboltamaður, bankar upp á og spyr hvort Eiður megi koma út að leika. „Heyrðu, Eiður fór til læknis,“ svarar Arnór Guðjohnsen þá. Eiður Smári Gudjohnsen er EpicHere we go! pic.twitter.com/DI2UuRI3dm— Epicbet (@epicbetisland) August 15, 2025 Næsta sem við sjáum er að Eiður er kominn til fótboltalæknisins Hjörvars Hafliðasonar sem færir honum tvennar fréttir. Þær vondu eru að Eiður geti ekki lengur spilað fótbolta en þær góðu eru að hann muni koma í hlaðvarpið Dr. Football tvisvar í mánuði. „Þá gerum við það,“ svarar Eiður og þeir handsala það með handabandi. Skjáskot úr nýrri auglýsingu veðmálasíðunnar Epicbet sem þrátt fyrir nafnið er íslensk. Margir ráku upp stór augu við að sjá auglýsinguna þar sem Eiður var skyndilega ekki lengur með há kollvik og þunnan topp heldur þykkt dökkt hár á kollinum. Eiður kom síðan í fyrsta sinn til Hjörvars í Dr. Football síðasta föstudag og sást þá enn betur hvað knattspyrnumaðurinn fyrrverandi er kominn með góðan hárvöxt.
Enski boltinn Hlaðvörp Fótbolti Hár og förðun Tyrkland Tengdar fréttir Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Athafnamaðurinn Einar Bárðarson og hárgreiðslumeistarinn Baldur Rafn Gylfason fóru í hárígræðslu og Vala Matt kíkti hvernig tókst til í Ísland í dag. 29. ágúst 2025 13:01 Einar fékk meira hár en Baldur Einar Bárðarson, umboðsmaður, lagahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, og Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi BPro, fóru í byrjun maímánaðar saman í hárígræðslu í Istanbúl í Tyrklandi. Baldur segir miklar framfarir hafa orðið í faginu á liðnum árum en fyrir rúmum áratug voru slíkar aðgerðir lífshættulegar. 30. júní 2025 19:16 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Athafnamaðurinn Einar Bárðarson og hárgreiðslumeistarinn Baldur Rafn Gylfason fóru í hárígræðslu og Vala Matt kíkti hvernig tókst til í Ísland í dag. 29. ágúst 2025 13:01
Einar fékk meira hár en Baldur Einar Bárðarson, umboðsmaður, lagahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, og Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi BPro, fóru í byrjun maímánaðar saman í hárígræðslu í Istanbúl í Tyrklandi. Baldur segir miklar framfarir hafa orðið í faginu á liðnum árum en fyrir rúmum áratug voru slíkar aðgerðir lífshættulegar. 30. júní 2025 19:16