Suárez hrækti á þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 11:31 Gömlu Barcelona-stjörnurnar Luis Suárez og Sergio Busquets urðu sér báðir til skammar eftir úrslitaleikinn í Bandaríkjunum í gær. Samsett/Skjáskot Hinn 38 ára gamli Luis Suárez bætti skammarstriki á ferilskrá sína þegar hann sást hrækja á þjálfara úr teymi Seattle Sounders eftir 3-0 tap Inter Miami í úrslitaleik bandaríska deildabikarsins í fótbolta. Atvikið má sjá hér að neðan en það átti sér stað skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Luis Suárez appeared to spit on a Seattle staff member after the final whistle in the Leagues Cup Final 👀🎥: @MLS pic.twitter.com/gCMLdbwDlC— FOX Soccer (@FOXSoccer) September 1, 2025 Upp úr sauð eftir lokaflautið þegar Suárez greip um háls Obed Vargas, miðjumanns Seattle-liðsins, og sérstaklega eftir að Sergio Busquets sló til Mexíkóans. Like I said on the broadcast I saw a punch thrown at Vargas and it was Busquets according to this angle. pic.twitter.com/K6c6olAzFP— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) September 1, 2025 En Suárez var ekki hættur því skömmu síðar átti hann í útistöðum við þjálfara Sounders. Oscar Ustari, liðsfélagi Suárez, hélt aftur af honum en það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að Úrúgvæinn hrækti á þjálfarann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn sigursæli Suárez kemst í fréttirnar fyrir slæma hegðun. Árið 2011, þegar hann var leikmaður Liverpool, var hann dæmdur í átta leikja bann fyrir rasísk ummæli í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Þá hefur hann í þrígang verið dæmdur í bann fyrir að bíta mótherja, sem leikmaður Ajax, Liverpool og úrúgvæska landsliðsins. Eins og stjóri Seattle benti á eftir leik þá varpaði hegðun Suárez og félaga skugga á glæsta frammistöðu liðsins, þar sem þeir Osaze De Rosario, Alex Roldan og Paul Rothrock skoruðu mörkin í öruggum sigri. „Leikmennirnir þeirra voru pirraðir og það leiddi til atvika sem ættu ekki að sjást á fótboltavelli. Ég ætla ekki að ræða það meira því það ætti ekki að vera sagan eftir þennan leik. Saga leiksins er ekki um það sem gerðist eftir leik,“ sagði Brian Schmetzer, stjóri Seattle. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Atvikið má sjá hér að neðan en það átti sér stað skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Luis Suárez appeared to spit on a Seattle staff member after the final whistle in the Leagues Cup Final 👀🎥: @MLS pic.twitter.com/gCMLdbwDlC— FOX Soccer (@FOXSoccer) September 1, 2025 Upp úr sauð eftir lokaflautið þegar Suárez greip um háls Obed Vargas, miðjumanns Seattle-liðsins, og sérstaklega eftir að Sergio Busquets sló til Mexíkóans. Like I said on the broadcast I saw a punch thrown at Vargas and it was Busquets according to this angle. pic.twitter.com/K6c6olAzFP— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) September 1, 2025 En Suárez var ekki hættur því skömmu síðar átti hann í útistöðum við þjálfara Sounders. Oscar Ustari, liðsfélagi Suárez, hélt aftur af honum en það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að Úrúgvæinn hrækti á þjálfarann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn sigursæli Suárez kemst í fréttirnar fyrir slæma hegðun. Árið 2011, þegar hann var leikmaður Liverpool, var hann dæmdur í átta leikja bann fyrir rasísk ummæli í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Þá hefur hann í þrígang verið dæmdur í bann fyrir að bíta mótherja, sem leikmaður Ajax, Liverpool og úrúgvæska landsliðsins. Eins og stjóri Seattle benti á eftir leik þá varpaði hegðun Suárez og félaga skugga á glæsta frammistöðu liðsins, þar sem þeir Osaze De Rosario, Alex Roldan og Paul Rothrock skoruðu mörkin í öruggum sigri. „Leikmennirnir þeirra voru pirraðir og það leiddi til atvika sem ættu ekki að sjást á fótboltavelli. Ég ætla ekki að ræða það meira því það ætti ekki að vera sagan eftir þennan leik. Saga leiksins er ekki um það sem gerðist eftir leik,“ sagði Brian Schmetzer, stjóri Seattle.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira