Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 08:30 Kjartan Henry Finnbogason fór aðeins yfir vítamál FH-liðisns í nýjasta þættinum af Big Ben. Sýn Sport Aron Pálmarsson var gestur í síðasta þætti Big Ben og hann fékk Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfara karlaliðs FH í fótbolta, til að viðurkenna eitt í þættinum. Aron er mikill FH-ingur eins og flestir vita og góður vinur Björns Daníels Sverrissonar, fyrirliði fótboltaliðs FH. Aron hefur því góða innsýn í hvað er að gerast á bak við tjöldin hjá liðinu. Aron fór að ræða um leikinn á móti Skagamönnum á dögunum þegar FH-ingar klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Fékk spurningar í hálfleik „Við lentum nú í því í Krikanum á dögunum að okkar allra sterkasti, Kjartan Kári [Halldórsson], hann klikkaði. Ég fékk nú heldur betur spurningarnar í hálfleik þar sem ég og Björn Daníel [Sverrisson] erum nú æskuvinir,“ sagði Aron. Klippa: Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann „Hvað af hverju fer ekki Björná punktinn? Ég er alveg sammála þér sagði ég. Hvað gerist? Við fáum víti í seinni hálfleik. Hann [Björn Daníel] fer á punktinn og það gekk ekki alveg það sem minn maður ætlaði að gera ,“ sagði Aron og brosti. „Hann fékk frábæra hugmynd,“ skaut Kjartan inn í. „Hann fékk frábæra hugmynd en framkvæmdin var ekki alveg nógu góð. Svo hitti ég þig eftir leik. Þá segir þú það við mig og Björn að þú sért að sjá um vítaskytturnar,“ sagði Aron. „Jú, ég ákveð hver tekur vítin,“ sagði Kjartan Henry. Finnst að níurnar eigi að fara á punktinn „Ég hef alltaf verið þannig. Nú er ég enginn sérfræðingur í fótbolta en mér finnst alltaf að níurnar eigi að fara á punktinn,“ sagði Aron. Kjartan sagði þá frá fyrirkomulaginu með vítin og því að leikmenn FH hlusta greinilega ekkert á hann. „Ég sagði við þig og Björn: Af hverju gerir þig ekki það sem stendur á blaðinu? Björn ákvað þetta eftir að Kjartan var búinn að klúðra víti fyrr á tímabilinu. Hann ætlað að koma honum yfir það að hafa klúðrað,“ sagði Kjartan. „Það fór illa og svo ákvað Bjössi að taka svona fyrirliðatýpuna. Hann vippaði og markvörðurinn stóð. Vandræðalegt en við unnum leikinn,“ sagði Kjartan. Hvernig var listinn? „Það sem er ekki fyndið er að strákarnir taka ekki meira mark á mér en það að þeir taka bara sínar eigin ákvarðanir þarna inn á vellinum,“ sagði Kjartan. „Hvernig var listinn,“ spurði Aron. „Siggi var fyrstur sem er nían,“ sagði Kjartan og var þar að tala um Sigurð Bjart Hallsson. „Þú ræður ekkert við þá,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir sem var líka gestur í þættinum. „Það er það sem ég tók út úr þessu. Alveg sama hvað ég segir því þeir gera bara eitthvað annað. Við unnum leikinn og allt það en ég held að það muni ekki koma neinum á óvart hver tekur næsta víti,“ sagði Kjartan. Það má horfa á þetta skemmtilega spjall hér fyrir ofan. Það má einnig sjá svipmyndir frá umræddum leik. Gummi Ben stýrir Big Ben, spjallþætti þar sem rauð spjöld og rauðvín eru jafn líkleg umræðuefni. Þátturinn er á fimmtudögum klukkan 22.10. Guðmundur fær til sín áhugaverða gesti sem ræða stundum um fótbolta… og stundum bara um lífið sjálft. Hjálmar Örn kíkir reglulega við og hristir aðeins upp í hlutunum, eins og honum einum er lagið. Besta deild karla FH Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Aron er mikill FH-ingur eins og flestir vita og góður vinur Björns Daníels Sverrissonar, fyrirliði fótboltaliðs FH. Aron hefur því góða innsýn í hvað er að gerast á bak við tjöldin hjá liðinu. Aron fór að ræða um leikinn á móti Skagamönnum á dögunum þegar FH-ingar klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Fékk spurningar í hálfleik „Við lentum nú í því í Krikanum á dögunum að okkar allra sterkasti, Kjartan Kári [Halldórsson], hann klikkaði. Ég fékk nú heldur betur spurningarnar í hálfleik þar sem ég og Björn Daníel [Sverrisson] erum nú æskuvinir,“ sagði Aron. Klippa: Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann „Hvað af hverju fer ekki Björná punktinn? Ég er alveg sammála þér sagði ég. Hvað gerist? Við fáum víti í seinni hálfleik. Hann [Björn Daníel] fer á punktinn og það gekk ekki alveg það sem minn maður ætlaði að gera ,“ sagði Aron og brosti. „Hann fékk frábæra hugmynd,“ skaut Kjartan inn í. „Hann fékk frábæra hugmynd en framkvæmdin var ekki alveg nógu góð. Svo hitti ég þig eftir leik. Þá segir þú það við mig og Björn að þú sért að sjá um vítaskytturnar,“ sagði Aron. „Jú, ég ákveð hver tekur vítin,“ sagði Kjartan Henry. Finnst að níurnar eigi að fara á punktinn „Ég hef alltaf verið þannig. Nú er ég enginn sérfræðingur í fótbolta en mér finnst alltaf að níurnar eigi að fara á punktinn,“ sagði Aron. Kjartan sagði þá frá fyrirkomulaginu með vítin og því að leikmenn FH hlusta greinilega ekkert á hann. „Ég sagði við þig og Björn: Af hverju gerir þig ekki það sem stendur á blaðinu? Björn ákvað þetta eftir að Kjartan var búinn að klúðra víti fyrr á tímabilinu. Hann ætlað að koma honum yfir það að hafa klúðrað,“ sagði Kjartan. „Það fór illa og svo ákvað Bjössi að taka svona fyrirliðatýpuna. Hann vippaði og markvörðurinn stóð. Vandræðalegt en við unnum leikinn,“ sagði Kjartan. Hvernig var listinn? „Það sem er ekki fyndið er að strákarnir taka ekki meira mark á mér en það að þeir taka bara sínar eigin ákvarðanir þarna inn á vellinum,“ sagði Kjartan. „Hvernig var listinn,“ spurði Aron. „Siggi var fyrstur sem er nían,“ sagði Kjartan og var þar að tala um Sigurð Bjart Hallsson. „Þú ræður ekkert við þá,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir sem var líka gestur í þættinum. „Það er það sem ég tók út úr þessu. Alveg sama hvað ég segir því þeir gera bara eitthvað annað. Við unnum leikinn og allt það en ég held að það muni ekki koma neinum á óvart hver tekur næsta víti,“ sagði Kjartan. Það má horfa á þetta skemmtilega spjall hér fyrir ofan. Það má einnig sjá svipmyndir frá umræddum leik. Gummi Ben stýrir Big Ben, spjallþætti þar sem rauð spjöld og rauðvín eru jafn líkleg umræðuefni. Þátturinn er á fimmtudögum klukkan 22.10. Guðmundur fær til sín áhugaverða gesti sem ræða stundum um fótbolta… og stundum bara um lífið sjálft. Hjálmar Örn kíkir reglulega við og hristir aðeins upp í hlutunum, eins og honum einum er lagið.
Besta deild karla FH Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira