„Ég er alltaf í slagsmálum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2025 15:32 Ísraelar gengu harkalega fram gegn Tryggva í leik gærdagsins. Vísir/Hulda Margrét „Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun. „Það er enginn tími til þess að svekkja sig eða vera í leiðindum. Núna er bara að fletta blaðsíðunni og taka það næsta,“ segir Tryggvi sem segir gott að hafa stutt á milli leikja til að svara fyrir tapið í fyrsta leik. Klippa: Vanur slagsmálunum en þó þreyttur Fast var tekið á Tryggva í leiknum og skiptust Ísraelarnir á við að brjóta á honum, oft heldur harkalega. Í eitt skiptið líktist það frekar varnarleik í handbolta þar sem honum var hent í jörðina líkt og rætt var um í Besta sætinu. Tryggvi kveðst öllu vanur. Tekið utan um Tryggva í gær.Vísir/Hulda Margrét „Ég er alltaf í slagsmálum. Það er mitt djobb. Ég lýg því ekki að ég sé ekki smá þreyttur í dag en sem betur fer er enn smá í leikinn. Ég verð hress og klár í leikinn á morgun,“ segir Tryggvi. En verður þetta þá svona allt mótið, að hann verði tekinn svo föstum tökum? „Það má alveg reikna með því. Menn vita að ég er í þessum slagsmálum og þeir taka á móti mér þannig. Ég mun halda áfram að berjast á sama hátt og þetta verður svona áfram. Maður þarf bara að taka því,“ segir Tryggvi. Hér er slegið fast í höndina á honum.Vísir/Hulda Margrét Tryggvi fékk örlitla hvíld í gær, allt þar til í lok leiks þegar öllu byrjunarliðinu var skipt út í ruslatímanum er ljóst var að Ísrael ynni sigur. En treystir hann sér í að spila hátt í 40 mínútur í hverjum leik? „Ég mun spila það sem ég þarf að spila. Ef það er spurning um að ég spili 40 mínútur og við vinnum, þá geri ég það. Ef ég þarf að spila 15 mínútur og við vinnum geri ég það líka,“ segir Tryggvi. Hann er þá spenntur að komast aftur út á parketið og mæta Belgum á morgun. „Við höfum rennt ágætlega yfir belgíska liðið. Það var gott að við spiluðum snemma í gær, því höfum við haft tíma í að pæla í hinum. Við horfðum á leikinn þeirra og vitum hverjum við búumst við á móti þeim. Æfingin í dag var góð og það er strax komin góð tilfinning í liðið,“ segir Tryggvi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Belgíu klukkan 12:00 á morgun og verður leiknum lýst beint í textalýsingu á Vísi. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02 Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði Evrópumótið á tapi í gær og biðin eftir fyrsta sigrinum í úrslitakeppni EM lengist því enn. 29. ágúst 2025 07:02 Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. 28. ágúst 2025 16:45 EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
„Það er enginn tími til þess að svekkja sig eða vera í leiðindum. Núna er bara að fletta blaðsíðunni og taka það næsta,“ segir Tryggvi sem segir gott að hafa stutt á milli leikja til að svara fyrir tapið í fyrsta leik. Klippa: Vanur slagsmálunum en þó þreyttur Fast var tekið á Tryggva í leiknum og skiptust Ísraelarnir á við að brjóta á honum, oft heldur harkalega. Í eitt skiptið líktist það frekar varnarleik í handbolta þar sem honum var hent í jörðina líkt og rætt var um í Besta sætinu. Tryggvi kveðst öllu vanur. Tekið utan um Tryggva í gær.Vísir/Hulda Margrét „Ég er alltaf í slagsmálum. Það er mitt djobb. Ég lýg því ekki að ég sé ekki smá þreyttur í dag en sem betur fer er enn smá í leikinn. Ég verð hress og klár í leikinn á morgun,“ segir Tryggvi. En verður þetta þá svona allt mótið, að hann verði tekinn svo föstum tökum? „Það má alveg reikna með því. Menn vita að ég er í þessum slagsmálum og þeir taka á móti mér þannig. Ég mun halda áfram að berjast á sama hátt og þetta verður svona áfram. Maður þarf bara að taka því,“ segir Tryggvi. Hér er slegið fast í höndina á honum.Vísir/Hulda Margrét Tryggvi fékk örlitla hvíld í gær, allt þar til í lok leiks þegar öllu byrjunarliðinu var skipt út í ruslatímanum er ljóst var að Ísrael ynni sigur. En treystir hann sér í að spila hátt í 40 mínútur í hverjum leik? „Ég mun spila það sem ég þarf að spila. Ef það er spurning um að ég spili 40 mínútur og við vinnum, þá geri ég það. Ef ég þarf að spila 15 mínútur og við vinnum geri ég það líka,“ segir Tryggvi. Hann er þá spenntur að komast aftur út á parketið og mæta Belgum á morgun. „Við höfum rennt ágætlega yfir belgíska liðið. Það var gott að við spiluðum snemma í gær, því höfum við haft tíma í að pæla í hinum. Við horfðum á leikinn þeirra og vitum hverjum við búumst við á móti þeim. Æfingin í dag var góð og það er strax komin góð tilfinning í liðið,“ segir Tryggvi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Belgíu klukkan 12:00 á morgun og verður leiknum lýst beint í textalýsingu á Vísi.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02 Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði Evrópumótið á tapi í gær og biðin eftir fyrsta sigrinum í úrslitakeppni EM lengist því enn. 29. ágúst 2025 07:02 Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. 28. ágúst 2025 16:45 EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02
Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði Evrópumótið á tapi í gær og biðin eftir fyrsta sigrinum í úrslitakeppni EM lengist því enn. 29. ágúst 2025 07:02
Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. 28. ágúst 2025 16:45
EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22