Fótbolti

Sjáðu Breiða­blik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tobias Thomsen gulltryggði Blikasigurinn í gærkvöldi.
Tobias Thomsen gulltryggði Blikasigurinn í gærkvöldi. vísir / diego

Breiðablik tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni með 3-1 sigri í gær og 5-2 samanlögðum sigri í umspilseinvígi gegn Virtus frá San Marínó. Mörkin úr leik gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Leikurinn fór hægt af stað en varð fjörugur eftir rúmar fimmtán mínútur.

Davíð Ingvarsson átti þá frábært skot sem markvörður Virtus varði, en Kristófer Ingi Kristinsson kom þá eins og gammur og setti boltann í netið.

Virtus tókst að jafna metin á 41. mínútu með laglegum skalla. 

Blikar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleiknum og héldu boltanum innan liðsins. Á 58. mínútu skilaði það sér þegar Davíð Ingvarsson skoraði. Tobias Thomsen gerði svo út um leikinn á 77. mínútu þegar hann bætti við þriðja marki Blika.

Klippa: Virtus - Breiðablik 1-3

Mörkin úr seinni leiknum, sem fór fram í gær, má sjá í spilaranum að ofan. 

Mörkin úr fyrri leiknum, sem fór fram á Kópavogsvelli fyrir viku, má finna hér fyrir neðan.

Klippa: Breiðablik - Virtus 2-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×