Körfubolti

„Verðum að geta skotið betur“

Sindri Sverrisson skrifar
Craig Pedersen á leiknum við Ísrael í dag, með Viðar Örn Hafsteinsson sér til aðstoðar.
Craig Pedersen á leiknum við Ísrael í dag, með Viðar Örn Hafsteinsson sér til aðstoðar. vísir/Hulda Margrét

„Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag.

Craig ræddi við Val Pál Eiríksson strax eftir leik og má sjá viðtalið hér að neðan.

Klippa: Craig eftir tapið gegn Ísrael

„Auðvitað líður mér ekkert frábærlega en mér fannst við spila fínan leik. Við bjuggum til mikið af góðum skotfærum en verðum að geta skotið betur. Líkamlegur styrkur þeirra hafði sitt að segja í leiknum. Stóru mennirnir þeirra tveir tóku svolítið yfir leikinn,“ sagði Craig en Ísrael vann leikinn 83-71.

„Við getum ekki alltaf búið til skot innan teigs svo þegar við fáum góð færi fyrir utan þriggja stiga línuna verðum við að nýta þau betur. Við áttum góðan leik en skutum ekki nógu vel,“ sagði Craig.

Aðeins munaði fjórum stigum í hálfleik, 36-32, en Ísrael stakk svo af í byrjun seinni hálfleiks:

„Þeir náðu nokkrum auðveldum körfum og bjuggu sér til þetta forskot. Það kostar mikla orku að vinna það upp, og svo náðu þeir aftur spretti. En núna er þetta byrjað. Taugatitringurinn farinn. Vonandi getum við áfram skapað svona skotfæri í hinum leikjunum.

Ísrael gerði vel í að koma boltanum þangað sem liðið vildi, nálægt körfunni, með sínum líkamlega styrk. Þeir eru ekki bara með einn stóran og sterkan mann heldur marga, og þeir nýttu það í byrjun þriðja leikhluta,“ sagði Craig en viðtalið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice

Um 1.500 Íslendingar eru saman komnir er í Katowice í Póllandi fyrir fyrsta leik liðsins á EM í körfubolta. Þeir íslensku tóku yfir miðborgina á morgni leikdags og stemningin einkar góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×