Lífið

Sex bestu veitinga­staðirnir í Skandinavíu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Veitingastaðurinn Alchemist er í efsta sæti á meðal veitingastaða í Skandinavíu.
Veitingastaðurinn Alchemist er í efsta sæti á meðal veitingastaða í Skandinavíu. Alchemist

Á hverju ári er birtur listi yfir 50 bestu veitingastaði heims. Listinn fyrir árið 2025 var kynntur fyrr í sumar í Tórínó á Ítalíu, þar sem veitingastaðurinn Maido í Perú bar sigur úr býtum. Á listanum í ár eru sex skandinavískir staðir meðal efstu 100, þar af fjórir í Kaupmannahöfn.

Skandinavía hefur lengi haft fast sæti á lista yfir bestu veitingastaði heims. Danir hafa þar verið í fararbroddi, með hinn víðfræga veitingastað Noma í Kaupmannahöfn, sem hefur hlotið efsta sætið fimm sinnum. Þá sigraði veitingastaðurinn Geranium árið 2022 en hann hlaut sína þriðju Michelin-stjörnu árið 2016.

Veitingastaðurinn Alchemist trónir á toppnum meðal skandinavískra staða í ár. 

Á Alchemist eru engir hefðbundnir réttir. Matreiðslumaðurinn Rasmus Munk leiðir gestir í gegnum 50 áhrifarík skref þar sem staðsetning, listaverk, hljóð og frumleg framsetning rétta skapa einstaka matarupplifun.

Listasnn í heild sinni má finna hér.

Sex bestu Skandinavíska veitingastaðir ársins 2025

Alchemist, Danmörk

Frantzén, Svíþjóð 

Kadeau, Danmörk

Vyn - Svíþjóð

Jordnaer, Danmörk

Koan, Danmörk






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.