Lífið

Full­kominn kókos og chiagrautur að hætti Elísa­betar Mettu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elísabet Metta segist vera búin að finna uppskriftina að hinum fullkomna kókós og chiagraut.
Elísabet Metta segist vera búin að finna uppskriftina að hinum fullkomna kókós og chiagraut.

Elísabet Metta Svan, eigandi Maikai, segist hafa fundið uppskrift að hinum fullkomna kókos-chia graut. Hún útbýr graut fyrir heila viku í einu og útkoman er afar ljúffeng.

Ómótstæðilegur Kókos og chiagrautur 

Hráefni:

  • 1 bolli chiafræ 
  • 2 msk. hampfræ
  • 500 ml kókosmjólk 
  • 500 ml auka mjólk (t.d. möndlu- eða haframjólk)
  • 500 ml grísk jógúrt
  • 0,5 dl síróp (t.d. agavesíróp eða hlynsíróp)
  • Fersk ber, hnetur, súkkulaði til skrauts.

Aðferð:

  1. Blandið saman chiafræjum og hampfræjum í skál.
  2. Setjið kókosmjólk, auka mjólk og síróp yfir fræin.
  3. Blandið öllu vel saman.
  4. Setjið í ísskáp yfir nótt svo blandan þykkni.
  5. Þegar grauturinn er tilbúinn, skammtið í skálar fyrir hverja máltíð.
  6. Skreytið svo grautinn með því sem ykkur langar í, t.d. með ferskum ávöxtum, dökku súkkulaði og hnetusmjöri.

Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan:

@elisabmetta Ég er hooked 🤭🤭 #fyrirþig #íslenskt #íslensktiktok #chia #fyp @Krónan ♬ Noite de Verão - ya-su





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.