Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane skoraði þrennu gegn RB Leipzig í kvöld.
Harry Kane skoraði þrennu gegn RB Leipzig í kvöld. epa/RONALD WITTEK

Bayern München hóf titilvörn sína með því að rúlla yfir RB Leipzig, 6-0, í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Harry Kane skoraði þrjú síðustu mörk Bayern í leiknum. Hann hefur skorað 65 mörk í 64 deildarleikjum síðan hann kom til liðsins frá Tottenham fyrir tveimur árum.

Kólumbíumaðurinn Luis Díaz, sem Bayern keypti frá Liverpool í sumar, skoraði eitt mark í leiknum á Allianz Arena í kvöld og lagði upp tvö. Michael Olise skoraði tvö mörk.

Bayern vann þýska meistaratitilinn á síðasta tímabili, því fyrsta undir stjórn Vincents Kompany, og Bæjarar verða að teljast líklegir til að endurtaka leikinn í vetur.

Leipzig endaði í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og ekki er hægt að segja að liðið fari vel af stað á þessu tímabili.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira