Innlent

Hraðbankinn ó­fundinn, hungur­sneyð og skólar hefjast

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Karlmaður á fimmtugsaldri og kona á fertugsaldri voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr í vikunni. Héraðsdómur hafði áður hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum, en Landsréttur snéri þeim úrskurði við í dag. Maðurinn, sem er fjörutíu og eins árs, er sagður góðkunningi lögreglunnar. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Óttast er að hungursneyð muni breiðast út víðar um Gasa ef Ísraelar hætta ekki árásum og hleypi neyðaraðstoð inn á svæðið. Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ísraelsstjórnar að hætta að nota hungur sem vopn í stríði.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar þegar kemur að efnahagsmálunum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum, sem meðal annars beinist að leigumarkaði.

Skólasetningar fóru fram víða um land í dag sem er til marks um að haustið sé á næsta leyti. Í fréttatímanum verður einnig rætt við nokkra hressa krakka sem mættu aftur í skólann í dag eftir sumarfrí sem hlakka til vetrarins.

Valur og Vestri mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í kvöld. Vestri hefur aldrei komist í bikarúrslitaleikinn áður og á erfitt verk fyrir höndum gegn toppliði Bestu deildarinnar sem stefnir á að vinna tvöfalt.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×