Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 07:34 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur komið af krafti inn í lið Angel City. Getty/Ronald Martinez Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta sinn í sigurliði með bandaríska liðinu Angel City í nótt og það gegn sjálfum meisturum Orlando Pride. Langri leit liðsins að sigri er þar með lokið. Angel City hafði ekki unnið leik síðan 10. maí, eða löngu áður en Sveindís bættist í leikmannahópinn því hún byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa mánaðar. Með Sveindísi í liðinu hefur Angel City aðeins tapað einum leik af fjórum en liðið hafði samt alls spilað átta leiki í röð án sigurs þegar það vann 1-0 gegn Orlando Pride í nótt, með marki í lok leiks. Sveindís hafði einnig sjálf beðið lengi eftir sigri, eftir þrjú töp með Íslandi á Evrópumótinu í Sviss áður en hún fór til Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Hin tvítuga bandaríska landsliðskona Alyssa Thompson skoraði sigurmarkið í nótt með laglegum hætti, eftir að hafa farið illa með goðsögnina Mörtu sem er 39 ára fyrirliði Orlando Pride. Sveindís var þarna farin af velli en hún lék fyrstu 72 mínútur leiksins þar til Christen Press kom inn á í hennar stað. Sveindís hafði hins vegar verið áberandi í leiknum og skapað hættu. The footwork from Sveindís Jónsdóttir 🤌 pic.twitter.com/nHwMPj1yKa— National Women’s Soccer League (@NWSL) August 22, 2025 Hannah Seabert var að spila sinn annan leik í marki Angel City og varði stundum frábærlega í leiknum en hún hefur haldið hreinu í báðum leikjum sínum eftir komuna frá Sporting Lissabon. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Angel City er nú með 20 stig eftir 17 leiki, í 10. sæti af 14 liðum. Liðið er með jafnmörg stig og Gotham í 8. sæti en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina að loknum 26 umferðum og Sveindís og stöllur hennar hafa því níu leiki til að koma sér þangað. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Angel City hafði ekki unnið leik síðan 10. maí, eða löngu áður en Sveindís bættist í leikmannahópinn því hún byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa mánaðar. Með Sveindísi í liðinu hefur Angel City aðeins tapað einum leik af fjórum en liðið hafði samt alls spilað átta leiki í röð án sigurs þegar það vann 1-0 gegn Orlando Pride í nótt, með marki í lok leiks. Sveindís hafði einnig sjálf beðið lengi eftir sigri, eftir þrjú töp með Íslandi á Evrópumótinu í Sviss áður en hún fór til Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Hin tvítuga bandaríska landsliðskona Alyssa Thompson skoraði sigurmarkið í nótt með laglegum hætti, eftir að hafa farið illa með goðsögnina Mörtu sem er 39 ára fyrirliði Orlando Pride. Sveindís var þarna farin af velli en hún lék fyrstu 72 mínútur leiksins þar til Christen Press kom inn á í hennar stað. Sveindís hafði hins vegar verið áberandi í leiknum og skapað hættu. The footwork from Sveindís Jónsdóttir 🤌 pic.twitter.com/nHwMPj1yKa— National Women’s Soccer League (@NWSL) August 22, 2025 Hannah Seabert var að spila sinn annan leik í marki Angel City og varði stundum frábærlega í leiknum en hún hefur haldið hreinu í báðum leikjum sínum eftir komuna frá Sporting Lissabon. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Angel City er nú með 20 stig eftir 17 leiki, í 10. sæti af 14 liðum. Liðið er með jafnmörg stig og Gotham í 8. sæti en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina að loknum 26 umferðum og Sveindís og stöllur hennar hafa því níu leiki til að koma sér þangað.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira