Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Stefán Árni Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 11:00 Of Monsters and Men hafa komið fram hjá öllum stærstu spjallþáttastjórnendum heimsins. Hljómsveitin Of Monsters and Men bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2010 þegar að meðlimir sveitarinnar voru um og yfir tvítugt. Boltinn rúllaði hratt og náði sveitin heimsathygli með útgáfu fyrstu plötunnar, My Head is an Animal ári síðar. Lítið hefur heyrst til sveitarinnar síðustu ár en síðasta plata þeirra, Fever Dream, kom út fyrir sex árum síðan. Nú er hins vegar ný plata væntanleg og tónleikaferðalag hefst í haust. Að því tilefni hittum við í Íslandi í dag þrjá af fimm meðlimum sveitarinnar í stúdíói þeirra í Garðabæ, Skarkala, og fórum yfir ferilinn. Meðlimir OMAM, eins og sveitin er oft kölluð, passa vel upp á hvort annað, sér í lagi þegar að hasarinn var mikill í árdaga sveitarinnar og heimsfrægðin bankaði að dyrum. Þá pössuðu þau upp á að halda jarðtengingu og gera enn en viðurkenna að vissulega hafi mörg súrrealísk móment einkennt þessi fyrstu ár. Til dæmis þegar að þau biðu eftir því að koma fram í spjallþætti Jay Leno og styttu stundirnar með að tala við fjölskyldur sínar á Facetime. Þá gerði spjallþáttastjórnandinn sér lítið fyrir og vinkaði familíunni. Milljarður í spilun Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, svo sem MTV Awards, Bilboard Music Awards og auðvitað Hlustendaverðlauna FM957, Bylgjunnar og X-ins. Lög sveitarinnar hafa heyrst í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum, svo sem The Secret Life of Walter Mitty, The Hunger Games, Sweet Tooth og Grey’s Anatomy. Það er óumdeilanlegt að fyrsti slagari sveitarinnar, Little Talks, er langvinsælasta lagið og braut nýverið þúsund milljóna múr Spotify. Já, það er búið að spila það rúmlega þúsund milljón sinnum. „Ég skil ekki alveg þessa tölu,“ segja meðlimir sveitarinnar í Íslandi í dag sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Ísland í dag Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Boltinn rúllaði hratt og náði sveitin heimsathygli með útgáfu fyrstu plötunnar, My Head is an Animal ári síðar. Lítið hefur heyrst til sveitarinnar síðustu ár en síðasta plata þeirra, Fever Dream, kom út fyrir sex árum síðan. Nú er hins vegar ný plata væntanleg og tónleikaferðalag hefst í haust. Að því tilefni hittum við í Íslandi í dag þrjá af fimm meðlimum sveitarinnar í stúdíói þeirra í Garðabæ, Skarkala, og fórum yfir ferilinn. Meðlimir OMAM, eins og sveitin er oft kölluð, passa vel upp á hvort annað, sér í lagi þegar að hasarinn var mikill í árdaga sveitarinnar og heimsfrægðin bankaði að dyrum. Þá pössuðu þau upp á að halda jarðtengingu og gera enn en viðurkenna að vissulega hafi mörg súrrealísk móment einkennt þessi fyrstu ár. Til dæmis þegar að þau biðu eftir því að koma fram í spjallþætti Jay Leno og styttu stundirnar með að tala við fjölskyldur sínar á Facetime. Þá gerði spjallþáttastjórnandinn sér lítið fyrir og vinkaði familíunni. Milljarður í spilun Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, svo sem MTV Awards, Bilboard Music Awards og auðvitað Hlustendaverðlauna FM957, Bylgjunnar og X-ins. Lög sveitarinnar hafa heyrst í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum, svo sem The Secret Life of Walter Mitty, The Hunger Games, Sweet Tooth og Grey’s Anatomy. Það er óumdeilanlegt að fyrsti slagari sveitarinnar, Little Talks, er langvinsælasta lagið og braut nýverið þúsund milljóna múr Spotify. Já, það er búið að spila það rúmlega þúsund milljón sinnum. „Ég skil ekki alveg þessa tölu,“ segja meðlimir sveitarinnar í Íslandi í dag sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.
Ísland í dag Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira