Ísland frumstætt samanborið við Noreg Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. ágúst 2025 22:00 Skilyrðin til laxaleitar voru ansi góð. Vísir/Anton Brink Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari.Vísir/Sigurjón „Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ segir Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari sem fór í Haukadalsá í dag. „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“ Þannig við þurfum að hlaupa hratt? „Þið þurfið að hlaupa hraðar, held ég.“ Kafararnir fundu nokkra fiska sem þeir telja eldislax.Vísir/Anton Brink Kafari við Haukadalsá.Vísir/Anton Brink Landeigendur þurfi að girða fyrir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir gott að leit dagsins hafi farið fram í frábærum skilyrðum en leiðinlegt að eldislaxar hafi fundist í ánni. Þá segir hann einnig jákvætt að þeir laxar sem fundust geti farið í greiningu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón Í fyrstu fréttum var talað um að þetta væru hundrað eldislaxar, þeir eru fjórir núna. Þetta hlýtur samt að vera léttir eða hvað? „Við erum í raun og veru bara í fyrstu skrefunum af þessu. Við sáum til dæmis í gær að það veiddist eldislax í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Þannig að fiskurinn er í hafinu og er að byrja að ganga inn þannig að við erum bara að taka fyrstu skrefin í þessu. Við þurfum að fylgjast vel með og veiðimenn líka að bera kennsl á eldislax,“ segir Ingimundur. „Á meðan það er svona óstjórn í þessu þá þurfa landeigendur hreinlega bara að girða fyrir þær ár sem hægt er að girða fyrir og aðgangsstýra fiski.“ Hér er grunaður eldislax.Vísir/Sigurjón Sólmundur Gísli Bergsveinsson, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu, segir að fiskurinn sem var fangaður í dag muni fara í DNA-greiningu og að vonandi muni niðurstöður þaðan berast sem fyrst. Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari.Vísir/Sigurjón „Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ segir Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari sem fór í Haukadalsá í dag. „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“ Þannig við þurfum að hlaupa hratt? „Þið þurfið að hlaupa hraðar, held ég.“ Kafararnir fundu nokkra fiska sem þeir telja eldislax.Vísir/Anton Brink Kafari við Haukadalsá.Vísir/Anton Brink Landeigendur þurfi að girða fyrir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir gott að leit dagsins hafi farið fram í frábærum skilyrðum en leiðinlegt að eldislaxar hafi fundist í ánni. Þá segir hann einnig jákvætt að þeir laxar sem fundust geti farið í greiningu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón Í fyrstu fréttum var talað um að þetta væru hundrað eldislaxar, þeir eru fjórir núna. Þetta hlýtur samt að vera léttir eða hvað? „Við erum í raun og veru bara í fyrstu skrefunum af þessu. Við sáum til dæmis í gær að það veiddist eldislax í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Þannig að fiskurinn er í hafinu og er að byrja að ganga inn þannig að við erum bara að taka fyrstu skrefin í þessu. Við þurfum að fylgjast vel með og veiðimenn líka að bera kennsl á eldislax,“ segir Ingimundur. „Á meðan það er svona óstjórn í þessu þá þurfa landeigendur hreinlega bara að girða fyrir þær ár sem hægt er að girða fyrir og aðgangsstýra fiski.“ Hér er grunaður eldislax.Vísir/Sigurjón Sólmundur Gísli Bergsveinsson, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu, segir að fiskurinn sem var fangaður í dag muni fara í DNA-greiningu og að vonandi muni niðurstöður þaðan berast sem fyrst.
Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira