Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 13:24 Eemeli Peltonen var á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður finnskra jafnaðarmanna þegar hann lést skyndilega. Af vefsíðu Emeeli Peltonen Þingmaður Jafnaðarmannaflokksins lést í finnska þinghúsinu í Helsinki í dag. Finnskir fjölmiðlar segja að þingmaðurinn hafi svipt sig lífi. Forsætisráðherrann segir fréttirnar sláandi. Eemeli Peltonen, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, var þrítugur þegar hann lést. Finnska ríkisútvarpið segir að lögregla hafi verið kölluð til klukkan 11:06 að staðartíma, klukkan 8:06 að íslenskum tíma. Lögregla segir dauðsfallið til rannsóknar en ekki leiki grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Götublaðið Iltalehti fullyrðir að Peltonen hafi svipt sig lífi í þinghúsinu. Aaro Toivonen, yfirmaður öryggismála finnska þingsins, segir ríkisútvarpinu að hann neiti þeim fréttum ekki. Þingið er í sumarfríi eins og stendur. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Petteri Orpo, forsætisráðherra, staðfesti andlát Peltoen þegar hann ræddi við blaðamenn í Kajaani í miðju Finnlandi þar sem þinghópur hans er saman kominn til árlega fundarhalda. „Fyrir nokkru fengum við virkilega sláandi fréttir af þingi, sameiginlegum vinnustað okkar. Einn starfsbræðra okkar lést í húsakynnum þingsins. Þetta eru mjög sorglegar fréttir,“ sagði Orpo sem sendi fjölskyldu Peltonen og starfsfélögum samúðarkveðjur. Peltonen er sagður hafa glímt við veikindi og verið í veikindaleyfi frá því í lok vors. Hann sagði sjálfur frá því á samfélagsmiðli í júní að hann væri nýrnaveikur. Sanna Marin, fyrrverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra, vottaði Peltonen virðingu sína á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég man etir þér fyrir mörgum árum frá því að við vorum saman í ungliðahreyfingunni og flokknum. Ég vildi að þú værir enn með okkur. Líf þitt endaði of fljótt,“ skrifaði Marin til Peltonen. Finnland Andlát Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Eemeli Peltonen, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, var þrítugur þegar hann lést. Finnska ríkisútvarpið segir að lögregla hafi verið kölluð til klukkan 11:06 að staðartíma, klukkan 8:06 að íslenskum tíma. Lögregla segir dauðsfallið til rannsóknar en ekki leiki grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Götublaðið Iltalehti fullyrðir að Peltonen hafi svipt sig lífi í þinghúsinu. Aaro Toivonen, yfirmaður öryggismála finnska þingsins, segir ríkisútvarpinu að hann neiti þeim fréttum ekki. Þingið er í sumarfríi eins og stendur. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Petteri Orpo, forsætisráðherra, staðfesti andlát Peltoen þegar hann ræddi við blaðamenn í Kajaani í miðju Finnlandi þar sem þinghópur hans er saman kominn til árlega fundarhalda. „Fyrir nokkru fengum við virkilega sláandi fréttir af þingi, sameiginlegum vinnustað okkar. Einn starfsbræðra okkar lést í húsakynnum þingsins. Þetta eru mjög sorglegar fréttir,“ sagði Orpo sem sendi fjölskyldu Peltonen og starfsfélögum samúðarkveðjur. Peltonen er sagður hafa glímt við veikindi og verið í veikindaleyfi frá því í lok vors. Hann sagði sjálfur frá því á samfélagsmiðli í júní að hann væri nýrnaveikur. Sanna Marin, fyrrverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra, vottaði Peltonen virðingu sína á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég man etir þér fyrir mörgum árum frá því að við vorum saman í ungliðahreyfingunni og flokknum. Ég vildi að þú værir enn með okkur. Líf þitt endaði of fljótt,“ skrifaði Marin til Peltonen.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Finnland Andlát Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira