Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 07:02 Klappstýrurnar Shiek og Conn virðast hafa stuðað marga stuðningsmenn Minnesota Vikings. Minnesota Vikings NFL félagið Minnesota Vikings bauð upp á tvær karlkyns klappstýrur í síðasta heimaleik og það má með sanni segja að það hafi kallað á hörð viðbrögð hjá sumum. Vikings stendur fast í fæturna þrátt fyrir mikla gagnrýni og segist ætla að standa með öllum sínum klappstýrum sama af hvaða kyni þær séu. „Við styðjum allar okkar klappstýrur,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem karlmenn koma fram sem klappstýrur en þeir Shiek og Conn vöktu talsverða athygli að þessu sinni. New York Post segir að fjölmargir stuðningsmenn Minnesota Vikings hafi brugðist illa við. Sumir hafa látið heyra í sér og aðrir hafa hótað því hreinlega að sniðganga heimaleiki liðsins á meðan karlarnir tveir dansa með konunum. „Þótt að sumir stuðningsmenn séu að sjá karlkyns klappstýrur í fyrsta sinn á Víkingsleik þá hafa karlkyns klappstýrur verið hluti að klappstýruliði Víkinganna áður. Karlar hafa líka oft komið við sögu hjá klappstýruliðum í bæði háskólaboltanum og í atvinnumannaboltanum,“ sagði í yfirlýsingu frá Minnesota Vikings. Þar kemur líka fram að einn þriðji af liðunum í NFL séu með karlkyns klappstýrur. „Allir sem koma að okkar klappstýruliði hafa mikla reynslu af dönsum og hafa öll gengið í gegnum sömu áheyrnarpróf. Einstaklingarnir eru metnir út frá hæfileikum sínum, ástríðu fyrir dansi og skuldbindingu við að bæta upplifun áhorfenda. Við styðjum allar okkar klappstýrur og erum stolt af því hvernig þau vinna sem sendiherrar okkar félags,“ sagði í yfirlýsingunni frá Víkingunum. View this post on Instagram A post shared by CelebWatch (@thecelebwatch) NFL Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sjá meira
Vikings stendur fast í fæturna þrátt fyrir mikla gagnrýni og segist ætla að standa með öllum sínum klappstýrum sama af hvaða kyni þær séu. „Við styðjum allar okkar klappstýrur,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem karlmenn koma fram sem klappstýrur en þeir Shiek og Conn vöktu talsverða athygli að þessu sinni. New York Post segir að fjölmargir stuðningsmenn Minnesota Vikings hafi brugðist illa við. Sumir hafa látið heyra í sér og aðrir hafa hótað því hreinlega að sniðganga heimaleiki liðsins á meðan karlarnir tveir dansa með konunum. „Þótt að sumir stuðningsmenn séu að sjá karlkyns klappstýrur í fyrsta sinn á Víkingsleik þá hafa karlkyns klappstýrur verið hluti að klappstýruliði Víkinganna áður. Karlar hafa líka oft komið við sögu hjá klappstýruliðum í bæði háskólaboltanum og í atvinnumannaboltanum,“ sagði í yfirlýsingu frá Minnesota Vikings. Þar kemur líka fram að einn þriðji af liðunum í NFL séu með karlkyns klappstýrur. „Allir sem koma að okkar klappstýruliði hafa mikla reynslu af dönsum og hafa öll gengið í gegnum sömu áheyrnarpróf. Einstaklingarnir eru metnir út frá hæfileikum sínum, ástríðu fyrir dansi og skuldbindingu við að bæta upplifun áhorfenda. Við styðjum allar okkar klappstýrur og erum stolt af því hvernig þau vinna sem sendiherrar okkar félags,“ sagði í yfirlýsingunni frá Víkingunum. View this post on Instagram A post shared by CelebWatch (@thecelebwatch)
NFL Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sjá meira