Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2025 09:09 Reikistefna fulltrúa á fundi Sameinuðu þjóðanna um plastmengun í Genf í Sviss sem lauk án samkomulags í dag. AP/Martial Trezzini/Keystone Fjölþjóðlegum viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bregðast við plastmengun á jörðinni fóru út um þúfur í dag. Viðræðunum lauk án samkomulags. Olíuríki settu sig upp á móti hugmyndum um takmörk á plastframleiðslu. Viðræðurnar í Genf í Sviss höfðu staðið yfir í ellefu daga þegar þeim var slitið án samkomulags í dag. Markmið þeirra var að leggja lokahönd á fyrsta lagalega bindandi samkomulagið um aðgerðir gegn plastmengun. Þegar viðuræðunum var slitið lágu fyrir tvenn drög að samkomulagi. Ríkin 184 sem tóku þátt í viðræðunum komu sér saman um hvorug þeirra sem grundvöll áframhaldandi viðræðna. Fyrri viðræður í Suður-Kóreu í fyrra báru heldur ekki árangur. Ágreiningur ríkja heims snýst um hvort að reyna eigi að koma böndum á veldisvöxt í plastframleiðslu í heiminum og setja lagalega bindandi takmörk á notkun eiturefna við framleiðsluna, að sögn AP-fréttastofunnar. Slíkar hugmyndir hugnast olíuríkjum og plastiðnaðinum illa. Þau vilja að aþjóðlegt samkomulag um plastmengun snúist frekar um aukna endurvinnslu og bætta meðferð á úrgangi. Viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ekki sjálfbær Fulltrúar fjölda ríkja, þar á meðal Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada, lýstu miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þau drög sem hefðu verið rissuð upp væru ekki viðunandi grundvöllur samkomulags. Í drögunum voru ekki lögð til takmörk á plastframleiðslu en hins vegar viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ósjálfbær. Fyrri hugmyndir um að banna ákveðnar plastvörur voru útvatnaðar og tillögur um aðgerðir gegn eiturefnum voru fjarlægðar, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Um fjögur hundruð milljónir tonna af plasti eru framleiddar í heiminum á hverju ári um þessar mundir. Áætlað er að framleiðslan gæti aukist um sjötíu prósent fyrir árið 2040 ef ekki verður gripið í taumana. Plastmengun er stórt umhverfisvandamál en örplast, agnarsmáar leifar af plastvörum, finnast nú í dýrum og umhverfi um alla jörð. Vísbendingar hafa komið fram um að plastagnirnar geti valdið sjúkdómum í mönnum. Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Viðræðurnar í Genf í Sviss höfðu staðið yfir í ellefu daga þegar þeim var slitið án samkomulags í dag. Markmið þeirra var að leggja lokahönd á fyrsta lagalega bindandi samkomulagið um aðgerðir gegn plastmengun. Þegar viðuræðunum var slitið lágu fyrir tvenn drög að samkomulagi. Ríkin 184 sem tóku þátt í viðræðunum komu sér saman um hvorug þeirra sem grundvöll áframhaldandi viðræðna. Fyrri viðræður í Suður-Kóreu í fyrra báru heldur ekki árangur. Ágreiningur ríkja heims snýst um hvort að reyna eigi að koma böndum á veldisvöxt í plastframleiðslu í heiminum og setja lagalega bindandi takmörk á notkun eiturefna við framleiðsluna, að sögn AP-fréttastofunnar. Slíkar hugmyndir hugnast olíuríkjum og plastiðnaðinum illa. Þau vilja að aþjóðlegt samkomulag um plastmengun snúist frekar um aukna endurvinnslu og bætta meðferð á úrgangi. Viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ekki sjálfbær Fulltrúar fjölda ríkja, þar á meðal Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada, lýstu miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þau drög sem hefðu verið rissuð upp væru ekki viðunandi grundvöllur samkomulags. Í drögunum voru ekki lögð til takmörk á plastframleiðslu en hins vegar viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ósjálfbær. Fyrri hugmyndir um að banna ákveðnar plastvörur voru útvatnaðar og tillögur um aðgerðir gegn eiturefnum voru fjarlægðar, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Um fjögur hundruð milljónir tonna af plasti eru framleiddar í heiminum á hverju ári um þessar mundir. Áætlað er að framleiðslan gæti aukist um sjötíu prósent fyrir árið 2040 ef ekki verður gripið í taumana. Plastmengun er stórt umhverfisvandamál en örplast, agnarsmáar leifar af plastvörum, finnast nú í dýrum og umhverfi um alla jörð. Vísbendingar hafa komið fram um að plastagnirnar geti valdið sjúkdómum í mönnum.
Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira