Fótbolti

Hall­dór: Gæðalítill leikur

Árni Jóhannsson skrifar
Halldór Árnason gat litið um öxl og svekkt sig á lélegum fyrri hálfleik.
Halldór Árnason gat litið um öxl og svekkt sig á lélegum fyrri hálfleik. Vísir / Ernir Eyjólfsson

Breiðablik er dottið úr Evrópudeildinn en eygir möguleika á því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Halldór Árnason þurfti að viðurkenna að að fyrri hálfelikur hafi verið lélegur í kvöld. Leiknum lauk með ósigri 1-2 og Blikar þurfa að drífa sig að jafna sig.

Breiðablik getur svekkt sig heldur betur á báðum mörkunum sem þeir fengu á sig. Voru mörkin Breiðablik fékk á sig ekki það sem er blóðugast við leikinn í kvöld?

„Jú jú. Ég held að boltinn hrökkvi bara af manninum þarna í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikur var samt lélegur. Bæði lið áttu slakan fyrri hálfleik. Við ætluðum að koma kraftmiklir út í seinni hálfleik sem við gerum en djöfulli súrt að fá á sig mark eftir 50 sekúndur. Sjálfsmark eftir hornspyrnu og það auðvitað gerði þetta erfitt. Við gerðum vel að minnka muninn og mér leið alltaf eins og við værum að fara að jafna þetta. Við fengum einhver færi en ég hefði viljað fá fleiri færi úr stöðunum sem við fengum.“

Var eitthvað sérstakt sem Blikar hefðu getað gert betur?

„Bara pottþétt. Sérstaklega eftir á og allt það. Að fá þessi mörk á okkur. Annars skapa þeir sér engin færi hérna og það á heimavelli á alveg að vera nóg til að klára leikinn. Ég held fyrst og fremst að bæði mörkin hafi verið algjör óheppni og það getur alltaf gerst í fótbolta en fyrri hálfleikur var ekki nógu góður. Gæðalítill fótboltaleikur hjá báðum liðum, kannski aðallega það. Við hefðum getað byrjað leikinn betur.“

Það er allavega eitt einvígi eftir í Evrópu hjá Breiðablik og miklir möguleikar þar. Breiðablik þarf því væntanlega að koma sér í gang aftur fljótlega og ekki dvelja við þennan leik.

„Við getum það ekki. Það eru náttúrlega miklar tilfinningar í þessu og það er sárt að tapa en það er rétt að við megum ekki dvelja of lengi við þetta. Það er leikur eftir tvo daga og svo Evrópukeppni í næstu viku þannig að við höldum áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×