Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2025 17:54 Payton Gendron, skaut tíu manns til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York í Bandaríkjunum. AP/Derek Gee Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Lögmenn Payton Gendron segja að þeldökkt fólk og fólk úr minnihlutahópum hefðu þurft að vera í ákærudómstólnum. Gendron, sem er hvítur á hörund, stendur frammi fyrir mögulegri dauðarefsingu. Árið 2022 keyrði Gendron í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki, þar sem hann skaut tíu manns sem allir voru þeldökkir. Skömmu fyrir árásina birti hann langt skjal á netinu þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Á einum tímapunkti í árásinni króaði Gendron mann af í versluninni og beindi að honum byssu. Sá maður var hvítur en Gendron þyrmdi honum, bað hann afsökunar og hélt skothríðinni áfram. Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Skaut sérstaklega þeldökkt fólk Í nóvember 2022 gekkst Gendron við fjölda ákæra á ríkjastiginu og þar á meðal ákærum fyrir morð. Hann afplánar lífstíðarfangelsi vegna þessa. Gendron var þó einnig ákærður á alríkisstiginu fyrir hryðjuverk og hatursglæpi og gæti hann verið dæmdur til dauða í þeim réttarhöldum, sem eiga að hefjast á næsta ári. AP fréttaveitan segir lögmenn hans hafa lagt fram kröfu á dögunum að ekki hafi verið nægilega margt þeldökkt fólk eða fólk af latneskum uppruna í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Þannig hafi verið brotið á rétti hans til sanngjarnar málsmeðferðar. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Lögmennirnir hafa einnig lagt fram kröfu um að ekki sé réttmætt að dæma Gendron mögulega til dauða þar sem hann hafi eingöngu verið átján ára þegar hann myrti fólkið. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir enn. Dómari mun hlusta á frekari rök lögmannanna í dómsal í kvöld en saksóknarar eru, eins og eðlilegt þykir, alfarið mótfallnir kröfunni og segja hana ekki halda vatni. Þeir benda á að hann sé ákærður fyrir að hafa myrt tíu þeldökkar manneskjur og særa þrjár til viðbótar á grunni rasisma. Nú sé hann að kvarta yfir skorti á fólki úr minnihlutahópum í ákærudómstólnum. Þeir segja kröfuna hvorki rétta samkvæmt lögum né almennum rökum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Lögmenn Payton Gendron segja að þeldökkt fólk og fólk úr minnihlutahópum hefðu þurft að vera í ákærudómstólnum. Gendron, sem er hvítur á hörund, stendur frammi fyrir mögulegri dauðarefsingu. Árið 2022 keyrði Gendron í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki, þar sem hann skaut tíu manns sem allir voru þeldökkir. Skömmu fyrir árásina birti hann langt skjal á netinu þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Á einum tímapunkti í árásinni króaði Gendron mann af í versluninni og beindi að honum byssu. Sá maður var hvítur en Gendron þyrmdi honum, bað hann afsökunar og hélt skothríðinni áfram. Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Skaut sérstaklega þeldökkt fólk Í nóvember 2022 gekkst Gendron við fjölda ákæra á ríkjastiginu og þar á meðal ákærum fyrir morð. Hann afplánar lífstíðarfangelsi vegna þessa. Gendron var þó einnig ákærður á alríkisstiginu fyrir hryðjuverk og hatursglæpi og gæti hann verið dæmdur til dauða í þeim réttarhöldum, sem eiga að hefjast á næsta ári. AP fréttaveitan segir lögmenn hans hafa lagt fram kröfu á dögunum að ekki hafi verið nægilega margt þeldökkt fólk eða fólk af latneskum uppruna í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Þannig hafi verið brotið á rétti hans til sanngjarnar málsmeðferðar. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Lögmennirnir hafa einnig lagt fram kröfu um að ekki sé réttmætt að dæma Gendron mögulega til dauða þar sem hann hafi eingöngu verið átján ára þegar hann myrti fólkið. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir enn. Dómari mun hlusta á frekari rök lögmannanna í dómsal í kvöld en saksóknarar eru, eins og eðlilegt þykir, alfarið mótfallnir kröfunni og segja hana ekki halda vatni. Þeir benda á að hann sé ákærður fyrir að hafa myrt tíu þeldökkar manneskjur og særa þrjár til viðbótar á grunni rasisma. Nú sé hann að kvarta yfir skorti á fólki úr minnihlutahópum í ákærudómstólnum. Þeir segja kröfuna hvorki rétta samkvæmt lögum né almennum rökum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent