„Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 09:30 Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið keypt til þýska úrvalsdeildarfélagsins Freiburg frá Bröndby í Danmörku. Mynd: Freiburg Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Ingibjörg Sigurðardóttir er mætt aftur í þýsku úrvalsdeildina en nú í verkefni af öðrum toga en hún tókst á við áður. Eftir vonbrigði á EM með Íslandi vill Ingibjörg taka ábyrgð og skref út fyrir þægindarammann. Freiburg kaupir Ingibjörgu frá danska félaginu Bröndby þar sem að hún hafði, rétt eins og í íslenska landsliðinu verið fastamaður í byrjunarliði og staðið sig vel. Fengið traustið og það gerir skiptin erfið að einhverju leiti. „Það verður mikill söknuður og var erfitt þegar að maður fékk skilaboð á miðvikudeginum síðastliðnum að þetta væri komið í gegn,“ segir Ingibjörg í samtali við íþróttadeild. „Að liðin hefðu náð samkomulagi um kaupverð og síðan er ég farin þremur dögum seinna. Þetta gerðist líka tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild og var ákveðið sjokk fyrir mig og liðið.“ „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég held að það séu tíu dagar síðan að ég heyrði frá þeim fyrst. Það kom alveg einhver áhugi eftir EM og það var markmiðið að taka ár með Bröndby og reyna síðan að komast í stærri klúbb. Þetta var mjög fljótt að gerast en aftur á móti bara mjög skemmtilegt þegar að maður fær svona tækifæri. Þetta var langmest spennandi kosturinn. Það var alveg eitthvað búið að koma upp sem ég sagði bara strax nei við, var ekki alveg til í það en þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk, klúbbur sem mér leist mjög vel á.“ Veit að hún á mikið inni í þýska boltanum Með þessu snýr Ingibjörg aftur í þýska boltann en fer nú í lið sem berst í efri hluta deildarinnar en áður var hún á mála hjá Duisburg í sömu deild en þá í harðri fallbaráttu. „Þetta var allt annað verkefni sem ég fór í þá. Það var góð reynsla fyrir mig og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað á þeim tímapunkti. En ég vona að þetta verði aðeins öðruvísi núna og ég fann alveg á þeim tíma að ég á góða möguleika í deildinni. Ég var að matcha vel við leikmennina og vissi að ég átti alveg mikið inni. Ég bara vona að þetta gangi vel núna og hef trú á liðinu og hópnum í kringum þetta.“ Ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í leik með íslenska landsliðinu.Vísir / Anton Brink Kemur inn í hlutverk sem hún þekkir vel En hvað er það sem heillar við verkefnið með Freiburg? „Ótrúlega margt. Þær stóðu sig vel í fyrra, það er mikil uppbygging og margir ungir leikmenn sem eru hérna í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í. Ég get miðlað áfram reynslunni minni og hjálpað þeim yngri. Það var mjög heillandi fyrir mig og síðan er aðstaðan bara rosalega flott í kringum liðið, þjálfarateymi sem er hundrað prósent í því að hjálpa liðinu og mikill metnaður ríkjandi. Það heillaði mikið. Með þessu skrefi vill Ingibjörg stærri áskorun og taka ábyrgð, meðal annars á slæmu gengi Íslands á EM fyrr í sumar. „EM fór eins og það fór núna en það er fylgir því líka ákveðið spark í rassinn að lið eru svolítið að taka fram úr okkur og þá þýðir það líka að við leikmenn þurfum að taka ábyrgð, taka þetta skref og fara út fyrir þægindarammann. Það var líka alveg hugsun á bak við það að fara í stærri deild, takast á við stærri áskorun. Með því verð ég enn betri leikmaður og get hjálpað landsliðinu og í leiðinni hjálpað mínum ferli og náð því besta út úr mér.“ Þýski boltinn Íslendingar erlendis Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Sjá meira
Freiburg kaupir Ingibjörgu frá danska félaginu Bröndby þar sem að hún hafði, rétt eins og í íslenska landsliðinu verið fastamaður í byrjunarliði og staðið sig vel. Fengið traustið og það gerir skiptin erfið að einhverju leiti. „Það verður mikill söknuður og var erfitt þegar að maður fékk skilaboð á miðvikudeginum síðastliðnum að þetta væri komið í gegn,“ segir Ingibjörg í samtali við íþróttadeild. „Að liðin hefðu náð samkomulagi um kaupverð og síðan er ég farin þremur dögum seinna. Þetta gerðist líka tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild og var ákveðið sjokk fyrir mig og liðið.“ „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég held að það séu tíu dagar síðan að ég heyrði frá þeim fyrst. Það kom alveg einhver áhugi eftir EM og það var markmiðið að taka ár með Bröndby og reyna síðan að komast í stærri klúbb. Þetta var mjög fljótt að gerast en aftur á móti bara mjög skemmtilegt þegar að maður fær svona tækifæri. Þetta var langmest spennandi kosturinn. Það var alveg eitthvað búið að koma upp sem ég sagði bara strax nei við, var ekki alveg til í það en þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk, klúbbur sem mér leist mjög vel á.“ Veit að hún á mikið inni í þýska boltanum Með þessu snýr Ingibjörg aftur í þýska boltann en fer nú í lið sem berst í efri hluta deildarinnar en áður var hún á mála hjá Duisburg í sömu deild en þá í harðri fallbaráttu. „Þetta var allt annað verkefni sem ég fór í þá. Það var góð reynsla fyrir mig og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað á þeim tímapunkti. En ég vona að þetta verði aðeins öðruvísi núna og ég fann alveg á þeim tíma að ég á góða möguleika í deildinni. Ég var að matcha vel við leikmennina og vissi að ég átti alveg mikið inni. Ég bara vona að þetta gangi vel núna og hef trú á liðinu og hópnum í kringum þetta.“ Ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í leik með íslenska landsliðinu.Vísir / Anton Brink Kemur inn í hlutverk sem hún þekkir vel En hvað er það sem heillar við verkefnið með Freiburg? „Ótrúlega margt. Þær stóðu sig vel í fyrra, það er mikil uppbygging og margir ungir leikmenn sem eru hérna í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í. Ég get miðlað áfram reynslunni minni og hjálpað þeim yngri. Það var mjög heillandi fyrir mig og síðan er aðstaðan bara rosalega flott í kringum liðið, þjálfarateymi sem er hundrað prósent í því að hjálpa liðinu og mikill metnaður ríkjandi. Það heillaði mikið. Með þessu skrefi vill Ingibjörg stærri áskorun og taka ábyrgð, meðal annars á slæmu gengi Íslands á EM fyrr í sumar. „EM fór eins og það fór núna en það er fylgir því líka ákveðið spark í rassinn að lið eru svolítið að taka fram úr okkur og þá þýðir það líka að við leikmenn þurfum að taka ábyrgð, taka þetta skref og fara út fyrir þægindarammann. Það var líka alveg hugsun á bak við það að fara í stærri deild, takast á við stærri áskorun. Með því verð ég enn betri leikmaður og get hjálpað landsliðinu og í leiðinni hjálpað mínum ferli og náð því besta út úr mér.“
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Sjá meira