„Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 09:30 Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið keypt til þýska úrvalsdeildarfélagsins Freiburg frá Bröndby í Danmörku. Mynd: Freiburg Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Ingibjörg Sigurðardóttir er mætt aftur í þýsku úrvalsdeildina en nú í verkefni af öðrum toga en hún tókst á við áður. Eftir vonbrigði á EM með Íslandi vill Ingibjörg taka ábyrgð og skref út fyrir þægindarammann. Freiburg kaupir Ingibjörgu frá danska félaginu Bröndby þar sem að hún hafði, rétt eins og í íslenska landsliðinu verið fastamaður í byrjunarliði og staðið sig vel. Fengið traustið og það gerir skiptin erfið að einhverju leiti. „Það verður mikill söknuður og var erfitt þegar að maður fékk skilaboð á miðvikudeginum síðastliðnum að þetta væri komið í gegn,“ segir Ingibjörg í samtali við íþróttadeild. „Að liðin hefðu náð samkomulagi um kaupverð og síðan er ég farin þremur dögum seinna. Þetta gerðist líka tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild og var ákveðið sjokk fyrir mig og liðið.“ „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég held að það séu tíu dagar síðan að ég heyrði frá þeim fyrst. Það kom alveg einhver áhugi eftir EM og það var markmiðið að taka ár með Bröndby og reyna síðan að komast í stærri klúbb. Þetta var mjög fljótt að gerast en aftur á móti bara mjög skemmtilegt þegar að maður fær svona tækifæri. Þetta var langmest spennandi kosturinn. Það var alveg eitthvað búið að koma upp sem ég sagði bara strax nei við, var ekki alveg til í það en þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk, klúbbur sem mér leist mjög vel á.“ Veit að hún á mikið inni í þýska boltanum Með þessu snýr Ingibjörg aftur í þýska boltann en fer nú í lið sem berst í efri hluta deildarinnar en áður var hún á mála hjá Duisburg í sömu deild en þá í harðri fallbaráttu. „Þetta var allt annað verkefni sem ég fór í þá. Það var góð reynsla fyrir mig og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað á þeim tímapunkti. En ég vona að þetta verði aðeins öðruvísi núna og ég fann alveg á þeim tíma að ég á góða möguleika í deildinni. Ég var að matcha vel við leikmennina og vissi að ég átti alveg mikið inni. Ég bara vona að þetta gangi vel núna og hef trú á liðinu og hópnum í kringum þetta.“ Ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í leik með íslenska landsliðinu.Vísir / Anton Brink Kemur inn í hlutverk sem hún þekkir vel En hvað er það sem heillar við verkefnið með Freiburg? „Ótrúlega margt. Þær stóðu sig vel í fyrra, það er mikil uppbygging og margir ungir leikmenn sem eru hérna í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í. Ég get miðlað áfram reynslunni minni og hjálpað þeim yngri. Það var mjög heillandi fyrir mig og síðan er aðstaðan bara rosalega flott í kringum liðið, þjálfarateymi sem er hundrað prósent í því að hjálpa liðinu og mikill metnaður ríkjandi. Það heillaði mikið. Með þessu skrefi vill Ingibjörg stærri áskorun og taka ábyrgð, meðal annars á slæmu gengi Íslands á EM fyrr í sumar. „EM fór eins og það fór núna en það er fylgir því líka ákveðið spark í rassinn að lið eru svolítið að taka fram úr okkur og þá þýðir það líka að við leikmenn þurfum að taka ábyrgð, taka þetta skref og fara út fyrir þægindarammann. Það var líka alveg hugsun á bak við það að fara í stærri deild, takast á við stærri áskorun. Með því verð ég enn betri leikmaður og get hjálpað landsliðinu og í leiðinni hjálpað mínum ferli og náð því besta út úr mér.“ Þýski boltinn Íslendingar erlendis Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Freiburg kaupir Ingibjörgu frá danska félaginu Bröndby þar sem að hún hafði, rétt eins og í íslenska landsliðinu verið fastamaður í byrjunarliði og staðið sig vel. Fengið traustið og það gerir skiptin erfið að einhverju leiti. „Það verður mikill söknuður og var erfitt þegar að maður fékk skilaboð á miðvikudeginum síðastliðnum að þetta væri komið í gegn,“ segir Ingibjörg í samtali við íþróttadeild. „Að liðin hefðu náð samkomulagi um kaupverð og síðan er ég farin þremur dögum seinna. Þetta gerðist líka tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild og var ákveðið sjokk fyrir mig og liðið.“ „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég held að það séu tíu dagar síðan að ég heyrði frá þeim fyrst. Það kom alveg einhver áhugi eftir EM og það var markmiðið að taka ár með Bröndby og reyna síðan að komast í stærri klúbb. Þetta var mjög fljótt að gerast en aftur á móti bara mjög skemmtilegt þegar að maður fær svona tækifæri. Þetta var langmest spennandi kosturinn. Það var alveg eitthvað búið að koma upp sem ég sagði bara strax nei við, var ekki alveg til í það en þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk, klúbbur sem mér leist mjög vel á.“ Veit að hún á mikið inni í þýska boltanum Með þessu snýr Ingibjörg aftur í þýska boltann en fer nú í lið sem berst í efri hluta deildarinnar en áður var hún á mála hjá Duisburg í sömu deild en þá í harðri fallbaráttu. „Þetta var allt annað verkefni sem ég fór í þá. Það var góð reynsla fyrir mig og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað á þeim tímapunkti. En ég vona að þetta verði aðeins öðruvísi núna og ég fann alveg á þeim tíma að ég á góða möguleika í deildinni. Ég var að matcha vel við leikmennina og vissi að ég átti alveg mikið inni. Ég bara vona að þetta gangi vel núna og hef trú á liðinu og hópnum í kringum þetta.“ Ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í leik með íslenska landsliðinu.Vísir / Anton Brink Kemur inn í hlutverk sem hún þekkir vel En hvað er það sem heillar við verkefnið með Freiburg? „Ótrúlega margt. Þær stóðu sig vel í fyrra, það er mikil uppbygging og margir ungir leikmenn sem eru hérna í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í. Ég get miðlað áfram reynslunni minni og hjálpað þeim yngri. Það var mjög heillandi fyrir mig og síðan er aðstaðan bara rosalega flott í kringum liðið, þjálfarateymi sem er hundrað prósent í því að hjálpa liðinu og mikill metnaður ríkjandi. Það heillaði mikið. Með þessu skrefi vill Ingibjörg stærri áskorun og taka ábyrgð, meðal annars á slæmu gengi Íslands á EM fyrr í sumar. „EM fór eins og það fór núna en það er fylgir því líka ákveðið spark í rassinn að lið eru svolítið að taka fram úr okkur og þá þýðir það líka að við leikmenn þurfum að taka ábyrgð, taka þetta skref og fara út fyrir þægindarammann. Það var líka alveg hugsun á bak við það að fara í stærri deild, takast á við stærri áskorun. Með því verð ég enn betri leikmaður og get hjálpað landsliðinu og í leiðinni hjálpað mínum ferli og náð því besta út úr mér.“
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira