„Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 09:30 Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið keypt til þýska úrvalsdeildarfélagsins Freiburg frá Bröndby í Danmörku. Mynd: Freiburg Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Ingibjörg Sigurðardóttir er mætt aftur í þýsku úrvalsdeildina en nú í verkefni af öðrum toga en hún tókst á við áður. Eftir vonbrigði á EM með Íslandi vill Ingibjörg taka ábyrgð og skref út fyrir þægindarammann. Freiburg kaupir Ingibjörgu frá danska félaginu Bröndby þar sem að hún hafði, rétt eins og í íslenska landsliðinu verið fastamaður í byrjunarliði og staðið sig vel. Fengið traustið og það gerir skiptin erfið að einhverju leiti. „Það verður mikill söknuður og var erfitt þegar að maður fékk skilaboð á miðvikudeginum síðastliðnum að þetta væri komið í gegn,“ segir Ingibjörg í samtali við íþróttadeild. „Að liðin hefðu náð samkomulagi um kaupverð og síðan er ég farin þremur dögum seinna. Þetta gerðist líka tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild og var ákveðið sjokk fyrir mig og liðið.“ „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég held að það séu tíu dagar síðan að ég heyrði frá þeim fyrst. Það kom alveg einhver áhugi eftir EM og það var markmiðið að taka ár með Bröndby og reyna síðan að komast í stærri klúbb. Þetta var mjög fljótt að gerast en aftur á móti bara mjög skemmtilegt þegar að maður fær svona tækifæri. Þetta var langmest spennandi kosturinn. Það var alveg eitthvað búið að koma upp sem ég sagði bara strax nei við, var ekki alveg til í það en þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk, klúbbur sem mér leist mjög vel á.“ Veit að hún á mikið inni í þýska boltanum Með þessu snýr Ingibjörg aftur í þýska boltann en fer nú í lið sem berst í efri hluta deildarinnar en áður var hún á mála hjá Duisburg í sömu deild en þá í harðri fallbaráttu. „Þetta var allt annað verkefni sem ég fór í þá. Það var góð reynsla fyrir mig og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað á þeim tímapunkti. En ég vona að þetta verði aðeins öðruvísi núna og ég fann alveg á þeim tíma að ég á góða möguleika í deildinni. Ég var að matcha vel við leikmennina og vissi að ég átti alveg mikið inni. Ég bara vona að þetta gangi vel núna og hef trú á liðinu og hópnum í kringum þetta.“ Ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í leik með íslenska landsliðinu.Vísir / Anton Brink Kemur inn í hlutverk sem hún þekkir vel En hvað er það sem heillar við verkefnið með Freiburg? „Ótrúlega margt. Þær stóðu sig vel í fyrra, það er mikil uppbygging og margir ungir leikmenn sem eru hérna í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í. Ég get miðlað áfram reynslunni minni og hjálpað þeim yngri. Það var mjög heillandi fyrir mig og síðan er aðstaðan bara rosalega flott í kringum liðið, þjálfarateymi sem er hundrað prósent í því að hjálpa liðinu og mikill metnaður ríkjandi. Það heillaði mikið. Með þessu skrefi vill Ingibjörg stærri áskorun og taka ábyrgð, meðal annars á slæmu gengi Íslands á EM fyrr í sumar. „EM fór eins og það fór núna en það er fylgir því líka ákveðið spark í rassinn að lið eru svolítið að taka fram úr okkur og þá þýðir það líka að við leikmenn þurfum að taka ábyrgð, taka þetta skref og fara út fyrir þægindarammann. Það var líka alveg hugsun á bak við það að fara í stærri deild, takast á við stærri áskorun. Með því verð ég enn betri leikmaður og get hjálpað landsliðinu og í leiðinni hjálpað mínum ferli og náð því besta út úr mér.“ Þýski boltinn Íslendingar erlendis Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Freiburg kaupir Ingibjörgu frá danska félaginu Bröndby þar sem að hún hafði, rétt eins og í íslenska landsliðinu verið fastamaður í byrjunarliði og staðið sig vel. Fengið traustið og það gerir skiptin erfið að einhverju leiti. „Það verður mikill söknuður og var erfitt þegar að maður fékk skilaboð á miðvikudeginum síðastliðnum að þetta væri komið í gegn,“ segir Ingibjörg í samtali við íþróttadeild. „Að liðin hefðu náð samkomulagi um kaupverð og síðan er ég farin þremur dögum seinna. Þetta gerðist líka tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild og var ákveðið sjokk fyrir mig og liðið.“ „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég held að það séu tíu dagar síðan að ég heyrði frá þeim fyrst. Það kom alveg einhver áhugi eftir EM og það var markmiðið að taka ár með Bröndby og reyna síðan að komast í stærri klúbb. Þetta var mjög fljótt að gerast en aftur á móti bara mjög skemmtilegt þegar að maður fær svona tækifæri. Þetta var langmest spennandi kosturinn. Það var alveg eitthvað búið að koma upp sem ég sagði bara strax nei við, var ekki alveg til í það en þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk, klúbbur sem mér leist mjög vel á.“ Veit að hún á mikið inni í þýska boltanum Með þessu snýr Ingibjörg aftur í þýska boltann en fer nú í lið sem berst í efri hluta deildarinnar en áður var hún á mála hjá Duisburg í sömu deild en þá í harðri fallbaráttu. „Þetta var allt annað verkefni sem ég fór í þá. Það var góð reynsla fyrir mig og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað á þeim tímapunkti. En ég vona að þetta verði aðeins öðruvísi núna og ég fann alveg á þeim tíma að ég á góða möguleika í deildinni. Ég var að matcha vel við leikmennina og vissi að ég átti alveg mikið inni. Ég bara vona að þetta gangi vel núna og hef trú á liðinu og hópnum í kringum þetta.“ Ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í leik með íslenska landsliðinu.Vísir / Anton Brink Kemur inn í hlutverk sem hún þekkir vel En hvað er það sem heillar við verkefnið með Freiburg? „Ótrúlega margt. Þær stóðu sig vel í fyrra, það er mikil uppbygging og margir ungir leikmenn sem eru hérna í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í. Ég get miðlað áfram reynslunni minni og hjálpað þeim yngri. Það var mjög heillandi fyrir mig og síðan er aðstaðan bara rosalega flott í kringum liðið, þjálfarateymi sem er hundrað prósent í því að hjálpa liðinu og mikill metnaður ríkjandi. Það heillaði mikið. Með þessu skrefi vill Ingibjörg stærri áskorun og taka ábyrgð, meðal annars á slæmu gengi Íslands á EM fyrr í sumar. „EM fór eins og það fór núna en það er fylgir því líka ákveðið spark í rassinn að lið eru svolítið að taka fram úr okkur og þá þýðir það líka að við leikmenn þurfum að taka ábyrgð, taka þetta skref og fara út fyrir þægindarammann. Það var líka alveg hugsun á bak við það að fara í stærri deild, takast á við stærri áskorun. Með því verð ég enn betri leikmaður og get hjálpað landsliðinu og í leiðinni hjálpað mínum ferli og náð því besta út úr mér.“
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira