Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. ágúst 2025 17:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hefur verið settur í eins leiks bann. Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson og Dean Martin fá báðir eins leiks bann fyrir að stinga saman nefjum í leik FH og ÍA í gærkvöldi. Afturelding mun síðan missa þrjá lykilleikmenn út í næsta leik, vegna þess að aganefndin kemur aðeins saman á þriðjudögum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venjan er á þriðjudögum, og úrskurðaði leikmenn og þjálfara í bann. „Leikþáttur“ hjá Heimi Heimi og Dean lenti saman á hliðarlínunni í leik gærkvöldsins þegar Heimir arkaði yfir á varamannabekk ÍA og urðaði yfir Dean, sem svaraði jafnóðum fyrir sig. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, sagði þetta „leikþátt“ hjá Heimi og fannst algjör óþarfi að gefa honum rautt spjald. En úr því að hann fékk rautt spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun sagði Lárus að aganefndin ætti að skoða atvikið og dæma Heimi í þriggja leikja bann. Honum varð ekki að ósk sinni. ÍA mun einnig spila án Viktors Jónssonar og Jóns Gísla Eyland í næsta leik, vegna þess að þeir fengu gult spjald á móti Val síðasta þriðjudag. Afturelding missir lykilleikmenn Vegna þess að aganefnd kemur bara saman á þriðjudögum mun Afturelding missa þrjá lykilleikmenn út í næsta leik. Hrannar Snær Magnússon og Bjartur Bjarmi Barkarson fengu gul spjöld í leik gegn Vestra síðasta miðvikudag en máttu spila leikinn gegn KR í gær. Elmar Kári Enesson Cogic fékk svo að líta gult spjald í leiknum gegn KR í gær. Þeir þrír voru allir úrskurðaðir í bann á fundi aganefndar í dag. Afturelding verður því án helsta hægri- og vinstri vængmanns liðsins, ásamt því að missa miðjumann sem hefur spilað alla leiki hingað til í sumar, þegar liðið heimsækir KA í næstu umferð. Fjórir fá bann hjá Stjörnunni Fjórir leikmenn Stjörnunnar eru á leið í eins leiks bann. Þorri Mar Þórisson fékk beint rautt spjald gegn Víkingum í gær, Örvar Eggertsson fékk sitt sjöunda spjald en Guðmundur Baldvin Nökkvason og Benedikt Warén fengu sitt fjórða gula spjald. Fram án Kennie Fram missir Kennie Chopart í eins leiks bann, eftir að hann fékk sitt fjórða gula spjald gegn Vestra síðasta sunnudag. Besta deild karla Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venjan er á þriðjudögum, og úrskurðaði leikmenn og þjálfara í bann. „Leikþáttur“ hjá Heimi Heimi og Dean lenti saman á hliðarlínunni í leik gærkvöldsins þegar Heimir arkaði yfir á varamannabekk ÍA og urðaði yfir Dean, sem svaraði jafnóðum fyrir sig. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, sagði þetta „leikþátt“ hjá Heimi og fannst algjör óþarfi að gefa honum rautt spjald. En úr því að hann fékk rautt spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun sagði Lárus að aganefndin ætti að skoða atvikið og dæma Heimi í þriggja leikja bann. Honum varð ekki að ósk sinni. ÍA mun einnig spila án Viktors Jónssonar og Jóns Gísla Eyland í næsta leik, vegna þess að þeir fengu gult spjald á móti Val síðasta þriðjudag. Afturelding missir lykilleikmenn Vegna þess að aganefnd kemur bara saman á þriðjudögum mun Afturelding missa þrjá lykilleikmenn út í næsta leik. Hrannar Snær Magnússon og Bjartur Bjarmi Barkarson fengu gul spjöld í leik gegn Vestra síðasta miðvikudag en máttu spila leikinn gegn KR í gær. Elmar Kári Enesson Cogic fékk svo að líta gult spjald í leiknum gegn KR í gær. Þeir þrír voru allir úrskurðaðir í bann á fundi aganefndar í dag. Afturelding verður því án helsta hægri- og vinstri vængmanns liðsins, ásamt því að missa miðjumann sem hefur spilað alla leiki hingað til í sumar, þegar liðið heimsækir KA í næstu umferð. Fjórir fá bann hjá Stjörnunni Fjórir leikmenn Stjörnunnar eru á leið í eins leiks bann. Þorri Mar Þórisson fékk beint rautt spjald gegn Víkingum í gær, Örvar Eggertsson fékk sitt sjöunda spjald en Guðmundur Baldvin Nökkvason og Benedikt Warén fengu sitt fjórða gula spjald. Fram án Kennie Fram missir Kennie Chopart í eins leiks bann, eftir að hann fékk sitt fjórða gula spjald gegn Vestra síðasta sunnudag.
Besta deild karla Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki