Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2025 09:32 Uga Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (t.h.) segir Palestínufána í Gleðigöngunni um helgina hafa snúist um að styðja mannréttinda allra, óháð skoðunum. Vísir Palestínufánar í Gleðigöngunni um helgina drógu ekki athygli frá réttindabaráttu hinsegin fólks, að mati sérfræðings í málefnum hinsegin fólks. Samstaða með Palestínu í göngunni hafi snúist um að virða öll mannréttindi skilyrðislaust, óháð skoðunum fólks. Ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa gagnrýnt að fána Palestínu hafi verið veifað í Gleðigöngunni sem fór fram á laugardag. Vísar hún til bágrar stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, segist skilja að fólk skilji ef til vill ekki hvers vegna einhverjir hafi veifað palestínska fánanum í göngunni. Það hafi verið vegna mannréttindasjónarmiða. „Ég held að hinsegin fólk sé hópur sem veit hvernig það er að búa ekki við sömu réttindi og annað fólk og er fólk sem stendur í mannréttindabaráttu. Fyrir þeim snýst þetta auðvitað bara um grundvallarmannréttindi: fólk þurfi ekki að upplifa þjóðarmorð, fólk sé ekki sprengt á heimilum sínum, fólk sé ekki svelt og svo framvegis,“ sagði Ugla í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Palestínufánanir drógu ekki athygli frá baráttu hinsegin fólks sjálfs, að mati Uglu. „Ég held að mannréttindabarátta sé ekki neinni samkeppni um neina athygli eða neitt slíkt.“ Berjast fyrir mannréttindum allra Þó að ekki sé komið vel fram við hinsegin fólk í ýmsum heimshlutum þýði það ekki að fólk þar eigi það skilið að vera sprengt í tætlur eða svelt. Þá sagði Ugla að hinsegin fólk væri einnig í Palestínu og upplifði þjóðarmorð. „Fyrir mér snýst þetta einfaldlega um að við erum að berjast fyrir mannréttindum, við erum að berjast fyrir mannréttindum allra. Þetta tengist allt á einn og annan hátt. Ef það er vegið að mannréttindum eins fólks þýðir það að það sé í lagi að vega að mannréttindum annars fólks,“ sagði Ugla. Umræðan nú kom Uglu ekki á óvart. Hún sagði að þegar hún tjáði sig um málefni Palestínu á samfélagsmiðlum fengi hún oft athugasemdir um að hún ætti sjálf að fara til Gasa og sjá hvernig yrði komið fram við hana þar. „Ef ég væri á Gasa núna þá væri ég líklega búin að svelta úr hungri og það tengist því ekkert að ég sé hinsegin,“ sagði Ugla. Hinsegin Gleðigangan Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa gagnrýnt að fána Palestínu hafi verið veifað í Gleðigöngunni sem fór fram á laugardag. Vísar hún til bágrar stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, segist skilja að fólk skilji ef til vill ekki hvers vegna einhverjir hafi veifað palestínska fánanum í göngunni. Það hafi verið vegna mannréttindasjónarmiða. „Ég held að hinsegin fólk sé hópur sem veit hvernig það er að búa ekki við sömu réttindi og annað fólk og er fólk sem stendur í mannréttindabaráttu. Fyrir þeim snýst þetta auðvitað bara um grundvallarmannréttindi: fólk þurfi ekki að upplifa þjóðarmorð, fólk sé ekki sprengt á heimilum sínum, fólk sé ekki svelt og svo framvegis,“ sagði Ugla í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Palestínufánanir drógu ekki athygli frá baráttu hinsegin fólks sjálfs, að mati Uglu. „Ég held að mannréttindabarátta sé ekki neinni samkeppni um neina athygli eða neitt slíkt.“ Berjast fyrir mannréttindum allra Þó að ekki sé komið vel fram við hinsegin fólk í ýmsum heimshlutum þýði það ekki að fólk þar eigi það skilið að vera sprengt í tætlur eða svelt. Þá sagði Ugla að hinsegin fólk væri einnig í Palestínu og upplifði þjóðarmorð. „Fyrir mér snýst þetta einfaldlega um að við erum að berjast fyrir mannréttindum, við erum að berjast fyrir mannréttindum allra. Þetta tengist allt á einn og annan hátt. Ef það er vegið að mannréttindum eins fólks þýðir það að það sé í lagi að vega að mannréttindum annars fólks,“ sagði Ugla. Umræðan nú kom Uglu ekki á óvart. Hún sagði að þegar hún tjáði sig um málefni Palestínu á samfélagsmiðlum fengi hún oft athugasemdir um að hún ætti sjálf að fara til Gasa og sjá hvernig yrði komið fram við hana þar. „Ef ég væri á Gasa núna þá væri ég líklega búin að svelta úr hungri og það tengist því ekkert að ég sé hinsegin,“ sagði Ugla.
Hinsegin Gleðigangan Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira