Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Smári Jökull Jónsson skrifar 11. ágúst 2025 20:31 Guðmundur Tómas Sigurðsson er flugrekstrarstjóri Icelandair Vísir/Sigurjón Um 5000 tilfelli alvarlegrar ókyrrðar í flugferðum eru tilkynnt árlega á heimsvísu og talið er að fjöldinn gæti meira en tvöfaldast á næstu áratugum vegna loftslagsbreytinga. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir ókyrrð ekki hættulega og slys á fólki eða áhöfn afar fátíð. Samkvæmt rannsóknum bandaríska jarðeðlisfræðisambandsins er líklegt að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar muni tvö- eða jafnvel þrefaldast á næstu 30-50 árum meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Bæði gætu þær orsakað fleiri og kraftmeiri þrumuveður og einnig fjölgað tilvikum í heiðkviku, sem er nafnið yfir ókyrrð á kyrrlátum og heiðum himni, þar sem munur á lofthita og norður- og suðurhveli jarðar er að aukast. Vísir Vefsíðan Turbli tók saman tölfræði sem sýnir flugleiðirnar þar sem mestrar ókyrrðar er vart en þar má meðal annars sjá evrópsku borgirnar Genf, Zurich og Mílanó sem allar eru hluti af leiðarkerfi Icelandair sem og vinsæla ferðamannastaði í Frakklandi og á Ítalíu. Þá eru ferðir til og frá borginni Denver í Bandaríkjunum einnig ofarlega á lista en þangað flýgur Icelandair líka. Borgirnar á kortinu eru á lista yfir þær flugleiðir þar sem einnar mestrar ókyrrðar er vart.Vísir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair segir að vel sé fylgst með þessum málum hjá fyrirtækinu, tölfræði sé skoðuð og flugfélög deili upplýsingum með hverju öðru. Hann segir aðstæður hér á landi gera að verkum að menn séu vel að sér og að Icelandair hafi ekki séð aukningu ókyrrðar í ferðum flugfélagsins. Í síðustu viku þurfti að flytja tuttugu og fimm á sjúkrahús eftir flugferð Delta frá Salt Lake City til Amsterdam þar sem vélin lenti í mikill ókyrrð. Guðmundur segir slys á farþegum og áhafnarmeðlimum mjög fátíð. „Ókyrrð í sjálfu sér er ekki hættuleg og flugvélin er hönnuð til að taka á sig ókyrrð og í jafnvel miklu meiri ókyrrð en sýnt er í fréttum. Fréttir sem hafa sýnt að það hafa orðið slys á fólki en þar hafa aldrei orðið skemmdir á flugvél eða eitthvað því um líkt. Það sem er hættulegt við ókyrrð ef fólk situr ekki með beltin spennt.“ Myndin er tekin í einum af flughermum Icelandair.Vísir/Sigurjón „Þetta er ákveðin kisja þegar áhafnirnar um borð segja að nauðsynlegt sé að vera með beltin á sér þó slökkt sé á sætisbeltasljósum. Það er fyrst og fremst vegna þess að ókyrrð getur komið skyndilega. Þá er þetta langstærsti öryggisventillinn að sitja með beltin spennt, segir Guðmundur Tómas. Prófa sig áfram með gervigreind sem spáir fyrir um ókyrrð Hann segir hefðbundið flug vera marga klukkutíma í undirbúningi og sérstök deild vinni að því að finna bestu flugleiðina með tilliti til veðurs á leiðinni og ókyrrðar. Ef von sé á ókyrrð er flugleiðum breytt. Mikið sé lagt upp úr þjálfun og að upplýsa starfsfólk og farþega. „Hefðbundið flug sem farþegi fer í er búið að vera marga klukkutíma í undirbúningi. Við erum með sérstaka deild sem finnur flugleið að fljúga og skoðar með tilliti til hvernig veðuraðstæður eru á leiðinni. Á flugi er flugmaður með mjög mikið af upplýsingum í veðurkorti og öðru.“ Frá húsnæði Icelandair í Hafnarfirði.Vísir/Sigurjón „Icelandair er til dæmis núna að prófa notkun á gervigreind um borð, við erum með forrit sem geta sagt okkur fyrirfram hvort við getum búist við ókyrrð. Þetta eru gríðarlega nákvæm forrit og eftir þeim er flogið mjög mikið.“ Þá nefnir hann að flugsvæðið sem Icelandair fljúgi mest til sé heppilegra en önnur þar sem ókyrrðarsvæði eru oft á tíðum frekar fyrirsjáanleg. „Við fljúgum oft á tíðum í krefjandi veðurskilyrðum þó þau séu öll innan þeirra veðurtakmarkana sem eru sett. Við erum flugþjóð og þekkjum svona ókyrrð að mörgu leyhti. Við þurfum sem betur fer ekki að eiga við ókyrrð sem stafar af óveðurskýjum, þrumuveðurskýjum og þess háttar en við sjáum það svo sannarlega í okkar leiðarkerfi þó raunin sé að við finnum ekki mikið fyrir því hérna á Íslandi.“ Samgöngur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Samkvæmt rannsóknum bandaríska jarðeðlisfræðisambandsins er líklegt að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar muni tvö- eða jafnvel þrefaldast á næstu 30-50 árum meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Bæði gætu þær orsakað fleiri og kraftmeiri þrumuveður og einnig fjölgað tilvikum í heiðkviku, sem er nafnið yfir ókyrrð á kyrrlátum og heiðum himni, þar sem munur á lofthita og norður- og suðurhveli jarðar er að aukast. Vísir Vefsíðan Turbli tók saman tölfræði sem sýnir flugleiðirnar þar sem mestrar ókyrrðar er vart en þar má meðal annars sjá evrópsku borgirnar Genf, Zurich og Mílanó sem allar eru hluti af leiðarkerfi Icelandair sem og vinsæla ferðamannastaði í Frakklandi og á Ítalíu. Þá eru ferðir til og frá borginni Denver í Bandaríkjunum einnig ofarlega á lista en þangað flýgur Icelandair líka. Borgirnar á kortinu eru á lista yfir þær flugleiðir þar sem einnar mestrar ókyrrðar er vart.Vísir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair segir að vel sé fylgst með þessum málum hjá fyrirtækinu, tölfræði sé skoðuð og flugfélög deili upplýsingum með hverju öðru. Hann segir aðstæður hér á landi gera að verkum að menn séu vel að sér og að Icelandair hafi ekki séð aukningu ókyrrðar í ferðum flugfélagsins. Í síðustu viku þurfti að flytja tuttugu og fimm á sjúkrahús eftir flugferð Delta frá Salt Lake City til Amsterdam þar sem vélin lenti í mikill ókyrrð. Guðmundur segir slys á farþegum og áhafnarmeðlimum mjög fátíð. „Ókyrrð í sjálfu sér er ekki hættuleg og flugvélin er hönnuð til að taka á sig ókyrrð og í jafnvel miklu meiri ókyrrð en sýnt er í fréttum. Fréttir sem hafa sýnt að það hafa orðið slys á fólki en þar hafa aldrei orðið skemmdir á flugvél eða eitthvað því um líkt. Það sem er hættulegt við ókyrrð ef fólk situr ekki með beltin spennt.“ Myndin er tekin í einum af flughermum Icelandair.Vísir/Sigurjón „Þetta er ákveðin kisja þegar áhafnirnar um borð segja að nauðsynlegt sé að vera með beltin á sér þó slökkt sé á sætisbeltasljósum. Það er fyrst og fremst vegna þess að ókyrrð getur komið skyndilega. Þá er þetta langstærsti öryggisventillinn að sitja með beltin spennt, segir Guðmundur Tómas. Prófa sig áfram með gervigreind sem spáir fyrir um ókyrrð Hann segir hefðbundið flug vera marga klukkutíma í undirbúningi og sérstök deild vinni að því að finna bestu flugleiðina með tilliti til veðurs á leiðinni og ókyrrðar. Ef von sé á ókyrrð er flugleiðum breytt. Mikið sé lagt upp úr þjálfun og að upplýsa starfsfólk og farþega. „Hefðbundið flug sem farþegi fer í er búið að vera marga klukkutíma í undirbúningi. Við erum með sérstaka deild sem finnur flugleið að fljúga og skoðar með tilliti til hvernig veðuraðstæður eru á leiðinni. Á flugi er flugmaður með mjög mikið af upplýsingum í veðurkorti og öðru.“ Frá húsnæði Icelandair í Hafnarfirði.Vísir/Sigurjón „Icelandair er til dæmis núna að prófa notkun á gervigreind um borð, við erum með forrit sem geta sagt okkur fyrirfram hvort við getum búist við ókyrrð. Þetta eru gríðarlega nákvæm forrit og eftir þeim er flogið mjög mikið.“ Þá nefnir hann að flugsvæðið sem Icelandair fljúgi mest til sé heppilegra en önnur þar sem ókyrrðarsvæði eru oft á tíðum frekar fyrirsjáanleg. „Við fljúgum oft á tíðum í krefjandi veðurskilyrðum þó þau séu öll innan þeirra veðurtakmarkana sem eru sett. Við erum flugþjóð og þekkjum svona ókyrrð að mörgu leyhti. Við þurfum sem betur fer ekki að eiga við ókyrrð sem stafar af óveðurskýjum, þrumuveðurskýjum og þess háttar en við sjáum það svo sannarlega í okkar leiðarkerfi þó raunin sé að við finnum ekki mikið fyrir því hérna á Íslandi.“
Samgöngur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira