Fylla í skörð reynslubolta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 13:57 Baldvin og Guðrún eru þegar tekin til starfa. Tækniskólinn Tækniskólinn hefur ráðið tvo nýja stjórnendur sem tekið hafa til starfa. Guðrún Ýrr Tómasdóttir tekur við starfi skólastjóra Raftækniskólans og Baldvin Freysteinsson stöðu fjármálastjóra Tækniskólans. Þau taka bæði við af lykilstarfsmönnum sem hafa gegnt þessum stöðum frá stofnun Tækniskólans. Guðrún Ýrr tekur við af Valdemar Gísla Valdemarssyni sem hefur leitt skólann frá stofnun Tækniskólans árið 2008. Guðrún Ýrr er rafeindavirkjameistari en hún lauk iðnmeistaranámi frá Tækniskólanum árið 2018 og í framhaldinu námi til kennsluréttinda við Háskóla Íslands. Frá árinu 2020 hefur hún gegnt starfi brautarstjóra í rafiðngreinum samhliða kennslu. Hún hefur auk þess starfað töluvert fyrir ýmis félagasamtök, situr í stjórn kennara í rafiðngreinum og er í sveinsprófsnefnd rafeindavirkja. Áður en Guðrún hóf störf hjá Tækniskólanum starfaði hún í yfir tvo áratugi hjá fjölskyldufyrirtækinu Nortek þar sem hún sinnti meðal annars rekstri, verkefnastjórnun og markaðsmálum. „Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að leiða áfram frábært starf Raftækniskólans. Ég vil byggja á því öfluga starfi sem Valdemar hefur leitt og halda áfram að þróa tæknimenntun sem mætir þörfum nemenda og atvinnulífsins,“ segir Guðrún Ýrr. Baldvin fyrir Björgu Baldvin Freysteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Tækniskólans og tekur við af Björgu Jónsdóttur sem lætur af störfum eftir 17 ára farsælt starf hjá skólanum. Baldvin er löggiltur endurskoðandi með cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem yfirmaður fjármála hjá Verne Global síðan 2017 og þar áður gegnt störfum hjá Actavis og LazyTown. Hann hefur umfangsmikla reynslu af alþjóðlegum fjármálum, reikningsskilum, fjárhagsáætlunargerð og innleiðingu fjármálahugbúnaðar. Hann hefur einnig starfað sem endurskoðandi hjá KPMG og sinnt innri endurskoðun fyrir ýmis fjármálafyrirtæki. „Það gleður mig að ganga til liðs við Tækniskólann og taka þátt í áframhaldandi vexti og þróun hans. Ég legg áherslu á ábyrga og gagnsæja fjármálastjórn sem styður við markmið skólans til framtíðar,“ segir Baldvin.“ Tækniskólinn þakkar Valdemar Gísla og Björgu Jónsdóttur kærlega fyrir gott samstarf og vel unnin störf í þágu skólans. Vistaskipti Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Guðrún Ýrr tekur við af Valdemar Gísla Valdemarssyni sem hefur leitt skólann frá stofnun Tækniskólans árið 2008. Guðrún Ýrr er rafeindavirkjameistari en hún lauk iðnmeistaranámi frá Tækniskólanum árið 2018 og í framhaldinu námi til kennsluréttinda við Háskóla Íslands. Frá árinu 2020 hefur hún gegnt starfi brautarstjóra í rafiðngreinum samhliða kennslu. Hún hefur auk þess starfað töluvert fyrir ýmis félagasamtök, situr í stjórn kennara í rafiðngreinum og er í sveinsprófsnefnd rafeindavirkja. Áður en Guðrún hóf störf hjá Tækniskólanum starfaði hún í yfir tvo áratugi hjá fjölskyldufyrirtækinu Nortek þar sem hún sinnti meðal annars rekstri, verkefnastjórnun og markaðsmálum. „Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að leiða áfram frábært starf Raftækniskólans. Ég vil byggja á því öfluga starfi sem Valdemar hefur leitt og halda áfram að þróa tæknimenntun sem mætir þörfum nemenda og atvinnulífsins,“ segir Guðrún Ýrr. Baldvin fyrir Björgu Baldvin Freysteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Tækniskólans og tekur við af Björgu Jónsdóttur sem lætur af störfum eftir 17 ára farsælt starf hjá skólanum. Baldvin er löggiltur endurskoðandi með cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem yfirmaður fjármála hjá Verne Global síðan 2017 og þar áður gegnt störfum hjá Actavis og LazyTown. Hann hefur umfangsmikla reynslu af alþjóðlegum fjármálum, reikningsskilum, fjárhagsáætlunargerð og innleiðingu fjármálahugbúnaðar. Hann hefur einnig starfað sem endurskoðandi hjá KPMG og sinnt innri endurskoðun fyrir ýmis fjármálafyrirtæki. „Það gleður mig að ganga til liðs við Tækniskólann og taka þátt í áframhaldandi vexti og þróun hans. Ég legg áherslu á ábyrga og gagnsæja fjármálastjórn sem styður við markmið skólans til framtíðar,“ segir Baldvin.“ Tækniskólinn þakkar Valdemar Gísla og Björgu Jónsdóttur kærlega fyrir gott samstarf og vel unnin störf í þágu skólans.
Vistaskipti Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira