Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2025 09:12 Blaðamaður virðir fyrir sér leifar tjaldbúðanna þar sem Ísraelar myrtu hóp kollega hans í Gasaborg í gær. AP/Jehad Alshrafi Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. Tveir fréttaritarar al-Jazeera, fjórir aðrir blaðamenn og tveir aðrir féllu í loftárás Ísraelshers á tjaldbúðir við Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg þar sem mennirnir leituðu skjóls í gær. Ísraelar sögðust hafa gert árásina vegna þess að Anas al-Sharif, annar fréttaritaranna, væri liðsmaður Hamas-samtakanna. Al-Jazeera fordæmdi drápin sem fréttastofan lýsti sem „markvissum morðum“ og árás á frelsi fjölmiðla. „Skipunin um að myrða Anas al-Sharif, einn af hugrökkustu blaðamönnunum á Gasa, er örvæntingarfull tilraun til þess að þagga niður í röddum sem afhjúpa yfirvofandi eignanám og hernám Gasa,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðilsins. Al Jazeera Media Network condemns the targeted assassination of its correspondents Anas Al Sharif and Mohammeel Qraiqea, along with photographers Ibrahim Al Thaher, and Mohamed Nofal, by Israeli forces. #JournalismIsNotACrime[image or embed]— Al Jazeera English (@aljazeera.com) August 11, 2025 at 5:52 AM „Sannanir“ fyrir hryðjuverkastarfsemi sagðar ósannfærandi Ísraelar hafa haldið því fram undanfarið ár að al-Sharif hafi stýrt sellu Hamas-samtakanna en því höfðu al-Jazeera og blaðamaðurinn sjálfur staðfastlega hafnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Jeremy Bowen, ritstjóri erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu, segist hafa séð meintar sannanir Ísraela fyrir ásökunum sínum á hendur al-Sharif. „Þau eru ekki sannfærandi“ segir Bowen. Bandarísku samtökin Nefnd um vernd blaðamanna (CPJ) lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að Ísraelsmenn hefðu höfðað rógsherferð gegn al-Sharif. „Sú hegðun Ísraels að kalla blaðamenn vígamenn án þess að leggja fram trúverðugar sannanir vekur upp alvarlegar spurningar um tilætlanir þess og virðingu fyrir frelsi fjölmiðla,“ sagði Sara Qudah, svæðisstjórnandi samtakanna. Banna erlendum blaðamönnum að ferðast til Gasa Ísraelsk stjórnvöld hleypa fréttamönnum ekki inn á Gasaströndina. Þau bera fyrir sig að svæðið sé of hættulegt og að blaðamennirnir væru ógn við öryggi ísraelskra hermanna. Af þessum sökum hafa erlendir fjölmiðlar eins og BBC og aðrir þurft að reiða sig á fréttaritara á Gasa eins og al-Sharif. Blaðamannasamtökunum CPJ telst til að í það minnsta 186 blaðamenn hafi nú fallið á Gasa frá því að hernaður Ísraela hófst fyrir að verða tveimur árum. Átökunum hefur verið lýst sem þeim blóðugustu fyrir fjölmiðlamenn á síðari árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að vaxandi vísbendingar séu um að Ísraelsher drepi blaðamenn á Gasa á grundvelli órökstuddra ásakana um að þeir tilheyri Hamas. „Annars vegar neita Ísraelar að hleypa erlendum blaðamönnum inn á Gasa og hins vegar rægja þeir vægðarlaust, ógna, hindra og drepa þá fáu blaðamenn sem eru þar eftir sem einu augu heimsbyggðarinnar á þjóðarmorðinu sem heldur áfram,“ sagði Irene Khan, sérstakur sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Tveir fréttaritarar al-Jazeera, fjórir aðrir blaðamenn og tveir aðrir féllu í loftárás Ísraelshers á tjaldbúðir við Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg þar sem mennirnir leituðu skjóls í gær. Ísraelar sögðust hafa gert árásina vegna þess að Anas al-Sharif, annar fréttaritaranna, væri liðsmaður Hamas-samtakanna. Al-Jazeera fordæmdi drápin sem fréttastofan lýsti sem „markvissum morðum“ og árás á frelsi fjölmiðla. „Skipunin um að myrða Anas al-Sharif, einn af hugrökkustu blaðamönnunum á Gasa, er örvæntingarfull tilraun til þess að þagga niður í röddum sem afhjúpa yfirvofandi eignanám og hernám Gasa,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðilsins. Al Jazeera Media Network condemns the targeted assassination of its correspondents Anas Al Sharif and Mohammeel Qraiqea, along with photographers Ibrahim Al Thaher, and Mohamed Nofal, by Israeli forces. #JournalismIsNotACrime[image or embed]— Al Jazeera English (@aljazeera.com) August 11, 2025 at 5:52 AM „Sannanir“ fyrir hryðjuverkastarfsemi sagðar ósannfærandi Ísraelar hafa haldið því fram undanfarið ár að al-Sharif hafi stýrt sellu Hamas-samtakanna en því höfðu al-Jazeera og blaðamaðurinn sjálfur staðfastlega hafnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Jeremy Bowen, ritstjóri erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu, segist hafa séð meintar sannanir Ísraela fyrir ásökunum sínum á hendur al-Sharif. „Þau eru ekki sannfærandi“ segir Bowen. Bandarísku samtökin Nefnd um vernd blaðamanna (CPJ) lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að Ísraelsmenn hefðu höfðað rógsherferð gegn al-Sharif. „Sú hegðun Ísraels að kalla blaðamenn vígamenn án þess að leggja fram trúverðugar sannanir vekur upp alvarlegar spurningar um tilætlanir þess og virðingu fyrir frelsi fjölmiðla,“ sagði Sara Qudah, svæðisstjórnandi samtakanna. Banna erlendum blaðamönnum að ferðast til Gasa Ísraelsk stjórnvöld hleypa fréttamönnum ekki inn á Gasaströndina. Þau bera fyrir sig að svæðið sé of hættulegt og að blaðamennirnir væru ógn við öryggi ísraelskra hermanna. Af þessum sökum hafa erlendir fjölmiðlar eins og BBC og aðrir þurft að reiða sig á fréttaritara á Gasa eins og al-Sharif. Blaðamannasamtökunum CPJ telst til að í það minnsta 186 blaðamenn hafi nú fallið á Gasa frá því að hernaður Ísraela hófst fyrir að verða tveimur árum. Átökunum hefur verið lýst sem þeim blóðugustu fyrir fjölmiðlamenn á síðari árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að vaxandi vísbendingar séu um að Ísraelsher drepi blaðamenn á Gasa á grundvelli órökstuddra ásakana um að þeir tilheyri Hamas. „Annars vegar neita Ísraelar að hleypa erlendum blaðamönnum inn á Gasa og hins vegar rægja þeir vægðarlaust, ógna, hindra og drepa þá fáu blaðamenn sem eru þar eftir sem einu augu heimsbyggðarinnar á þjóðarmorðinu sem heldur áfram,“ sagði Irene Khan, sérstakur sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira