Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 17:42 Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025. gsimyndir.is Íslandsmótinu í golfi lauk í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Dagbjartur Sigurbrandsso er Íslandsmeistari árið 2025 eftir æsispennandi lokahring og lokaholu. Dagbjartur lauk leik á fimm undir pari. Axel Bóasson hafði leitt fyrir daginn í dag en hafði tapað þeirri forystu í hendurnar á Dagbjarti Sigurbrandssyni þegar upphafshöggið á 18 holu var slegið. Axel var á fjórum höggum undir pari en Dagbjartur á fimm höggum undir pari á þeim tímapunkti. Axel sló frábært upphafshögg á 18. holunni, u.þ.b. 350 metra og kom sér í góða stöðu en Dagbjartur náði ekki alveg jafn góðu höggi og lenti í karganum. Dagbjartur átti þó frábært annað högg og kom sér í fuglafæri en náði ekki að setja það niður þó það hafi minnstu munað. Axel Bóason var einnig í fuglafæri eftir annað höggið en hann náði ekki að nýta tækifærið til að koma sér í umspil um Íslandsmeistaratitilinn. Hann náði pari á lokaholunni eins og Dagbjartur Sigurbrandsson sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Dagbjartur lék á pari í dag og lauk leik á fimm höggum undir pari. Dagbjartur er úr Golfklúbbi Reykjavíkur og er 23 ára gamall og er einn af okkar efnilegri kylfingum. Axel Bóasson lauk leik á fjórum undir pari og lenti í öðru sæti. Aron Snær Júlíusson lenti síðan í þriðja sæti en hann lauk leik á tveimur höggum undir pari. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Axel Bóasson hafði leitt fyrir daginn í dag en hafði tapað þeirri forystu í hendurnar á Dagbjarti Sigurbrandssyni þegar upphafshöggið á 18 holu var slegið. Axel var á fjórum höggum undir pari en Dagbjartur á fimm höggum undir pari á þeim tímapunkti. Axel sló frábært upphafshögg á 18. holunni, u.þ.b. 350 metra og kom sér í góða stöðu en Dagbjartur náði ekki alveg jafn góðu höggi og lenti í karganum. Dagbjartur átti þó frábært annað högg og kom sér í fuglafæri en náði ekki að setja það niður þó það hafi minnstu munað. Axel Bóason var einnig í fuglafæri eftir annað höggið en hann náði ekki að nýta tækifærið til að koma sér í umspil um Íslandsmeistaratitilinn. Hann náði pari á lokaholunni eins og Dagbjartur Sigurbrandsson sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Dagbjartur lék á pari í dag og lauk leik á fimm höggum undir pari. Dagbjartur er úr Golfklúbbi Reykjavíkur og er 23 ára gamall og er einn af okkar efnilegri kylfingum. Axel Bóasson lauk leik á fjórum undir pari og lenti í öðru sæti. Aron Snær Júlíusson lenti síðan í þriðja sæti en hann lauk leik á tveimur höggum undir pari.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira