Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 17:06 Davíð Smári Lamude var ánægður með liðið sitt í dag. Vísir/Diego Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik. „Ótrúlega skemmtilegur leikur og ennþá skemmtilegra þegar það dettur okkar megin. Ég er ótrúlega ánægður með frammistöðu liðsins, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér leið einhvern veginn þannig fyrir leik að það lið sem hefði meira orkustig myndi líklega taka öll stigin hér í dag“, sagði Davíð skömmu eftir leik. „Ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það að við höfum haft meiri orku en Fram en allavega þá skilum við okkur gríðarlega vel í boxið og alveg undir lok leiks. Mikið um færi hér í dag á báða enda, Guy heldur inni í þessu á þeim tíma þegar við erum ekki í takti og hrikalega góður sprettur hjá Fatah undir lokin sem býr til þetta mark sem snýst auðvitað um orkustig og bara vilja. Ótrúlega stoltur af strákunum í dag.“ Aðspurður um mörk Fram og þegar þeir komast yfir tvisvar sinnum í leiknum: „Fram er gríðarlega sterkt varnarlið og auðvitað fer um mann þegar þeir skora því maður veit að það er erfitt að koma marki á þá en einhvern veginn var trúin þannig að þetta gæti orðið okkar dagur og það endaði þannig. Auðvitað fann maður það á köflum í leiknum að það var ofboðslega mikið undir og það vantaði kannski pínu upp á ró og yfirvegun á boltann en heilt yfir datt þetta okkar megin og það gerir þetta auðvitað alveg ofboðslega sætt.“ Það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri Fram undan er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins og það er ansi bjart yfir öllu núna hjá Vestra. „Já, það er ansi bjart yfir öllu og mikil ánægja hjá öllum sem standa að þessu að geta gefið Vestfirðinum svona móment sem eru auðvitað ógleymanleg og auðvitað fer um mann af gleði að við getum fengið að upplifa þetta öll saman. Ég vona bara að það verði ákveðin general prufa gegn Stjörnunni í næsta leik í deildinni því hvert einasta stig í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Það er ekkert komið í þessu, fyrir leikinn í dag vorum við í sjötta sæti en samt með annan fótinn í fallbaráttu. Þetta er ofboðslega þétt. En enn og aftur, við þurfum bara að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og fá alla okkar stuðningsmenn þangað til að undirbúa okkur fyrir það sem koma skal á Laugardalsvelli 22. ágúst og við erum auðvitað bara gríðarlega stoltir að geta boðið Vestfirðingum og stuðningsmönnum Vestra upp á þetta ævintýri sem við erum að upplifa og það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri. Við þurfum að nýta það og njóta þess á meðan er“, sagði Davíð Smári að lokum. Vestri Besta deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira
„Ótrúlega skemmtilegur leikur og ennþá skemmtilegra þegar það dettur okkar megin. Ég er ótrúlega ánægður með frammistöðu liðsins, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér leið einhvern veginn þannig fyrir leik að það lið sem hefði meira orkustig myndi líklega taka öll stigin hér í dag“, sagði Davíð skömmu eftir leik. „Ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það að við höfum haft meiri orku en Fram en allavega þá skilum við okkur gríðarlega vel í boxið og alveg undir lok leiks. Mikið um færi hér í dag á báða enda, Guy heldur inni í þessu á þeim tíma þegar við erum ekki í takti og hrikalega góður sprettur hjá Fatah undir lokin sem býr til þetta mark sem snýst auðvitað um orkustig og bara vilja. Ótrúlega stoltur af strákunum í dag.“ Aðspurður um mörk Fram og þegar þeir komast yfir tvisvar sinnum í leiknum: „Fram er gríðarlega sterkt varnarlið og auðvitað fer um mann þegar þeir skora því maður veit að það er erfitt að koma marki á þá en einhvern veginn var trúin þannig að þetta gæti orðið okkar dagur og það endaði þannig. Auðvitað fann maður það á köflum í leiknum að það var ofboðslega mikið undir og það vantaði kannski pínu upp á ró og yfirvegun á boltann en heilt yfir datt þetta okkar megin og það gerir þetta auðvitað alveg ofboðslega sætt.“ Það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri Fram undan er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins og það er ansi bjart yfir öllu núna hjá Vestra. „Já, það er ansi bjart yfir öllu og mikil ánægja hjá öllum sem standa að þessu að geta gefið Vestfirðinum svona móment sem eru auðvitað ógleymanleg og auðvitað fer um mann af gleði að við getum fengið að upplifa þetta öll saman. Ég vona bara að það verði ákveðin general prufa gegn Stjörnunni í næsta leik í deildinni því hvert einasta stig í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Það er ekkert komið í þessu, fyrir leikinn í dag vorum við í sjötta sæti en samt með annan fótinn í fallbaráttu. Þetta er ofboðslega þétt. En enn og aftur, við þurfum bara að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og fá alla okkar stuðningsmenn þangað til að undirbúa okkur fyrir það sem koma skal á Laugardalsvelli 22. ágúst og við erum auðvitað bara gríðarlega stoltir að geta boðið Vestfirðingum og stuðningsmönnum Vestra upp á þetta ævintýri sem við erum að upplifa og það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri. Við þurfum að nýta það og njóta þess á meðan er“, sagði Davíð Smári að lokum.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira