Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 12:30 John Stockton hefur sína skoðun á LeBron James og Michael Jordan en stoðsendingagoðsögnin er ekki í vafa hvor sé ofar hjá honum. Getty/Tim Nwachukwu/Jose Carlos Fajardo/Ken Levine John Stockton er stoðsendingahæsti leikmaður NBA frá upphafi og í hópi bestu leikmanna sögunnar. Hann er ekki í vafa um að Michael Jordan sé ofar en LeBron James þegar kemur að því að velja besta leikmann sögunnar. Stockton kynntist Jordan mjög vel á sínum ferli en þeir komu báðir inn í deildina á sama tíma. Stockton náði aldrei að verða NBA meistari en hann tapaði tvisvar með Utah Jazz í lokaúrslitum á móti Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan vann sinn fimmta og sjötta titil á móti Stokckton og félögum. Stockton var í viðtali hjá ClutchPoints og talist barst að Michael Jordan og LeBron James. „Ég vil hrósa Jordan og mér fannst við hjá Utah Jazz líka reyna að fara sömu leið og hann,“ sagði John Stockton. „Ég er hrifinn af því þegar menn bara girða sig í brók, herða beltið og segja: Við þurfum að leggja meira á okkur og verða betri. Við verðum bara að spila af meiri krafti og spila af meiri skynsemi. Menn eiga að gera það frekar en að horfa á það að grasið sé grænna einhvers staðar annars staðar og hugsa: Ég ætla að fara þangað til að vinna titilinn,“ sagði John Stockton. „Mér finnst það þegar menn fara í önnur lið gera lítið úr þessu öllu saman. Þeir eru ekki að klífa fjallið heldur taka þyrlu til að komast á toppinn,“ sagði Stockton. Ein helsta gagnrýnin á feril LeBron James er þegar hann fór til Miami Heat til að spila með Dwyane Wade og Chris Bosh. Þar vann hann sína fyrstu tvo titla en hefur seinna unnið titil með bæði Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. James er enn að spila fertugur og er enn að skila frábærum tölum. Hann er fyrir löngu orðin stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og er kominn ofarlega á flestum tölfræðilistum. Hann verður þó aldrei sá besti í sögunni í augum manna eins og Stockton. View this post on Instagram A post shared by CourtSideHeat (@courtsideheatnba) NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Stockton kynntist Jordan mjög vel á sínum ferli en þeir komu báðir inn í deildina á sama tíma. Stockton náði aldrei að verða NBA meistari en hann tapaði tvisvar með Utah Jazz í lokaúrslitum á móti Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan vann sinn fimmta og sjötta titil á móti Stokckton og félögum. Stockton var í viðtali hjá ClutchPoints og talist barst að Michael Jordan og LeBron James. „Ég vil hrósa Jordan og mér fannst við hjá Utah Jazz líka reyna að fara sömu leið og hann,“ sagði John Stockton. „Ég er hrifinn af því þegar menn bara girða sig í brók, herða beltið og segja: Við þurfum að leggja meira á okkur og verða betri. Við verðum bara að spila af meiri krafti og spila af meiri skynsemi. Menn eiga að gera það frekar en að horfa á það að grasið sé grænna einhvers staðar annars staðar og hugsa: Ég ætla að fara þangað til að vinna titilinn,“ sagði John Stockton. „Mér finnst það þegar menn fara í önnur lið gera lítið úr þessu öllu saman. Þeir eru ekki að klífa fjallið heldur taka þyrlu til að komast á toppinn,“ sagði Stockton. Ein helsta gagnrýnin á feril LeBron James er þegar hann fór til Miami Heat til að spila með Dwyane Wade og Chris Bosh. Þar vann hann sína fyrstu tvo titla en hefur seinna unnið titil með bæði Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. James er enn að spila fertugur og er enn að skila frábærum tölum. Hann er fyrir löngu orðin stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og er kominn ofarlega á flestum tölfræðilistum. Hann verður þó aldrei sá besti í sögunni í augum manna eins og Stockton. View this post on Instagram A post shared by CourtSideHeat (@courtsideheatnba)
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira