Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Árni Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2025 22:45 Luka Doncic í baráttunni Isaac Bonga í kvöld. Jurij Kodrun/Getty Liðin sem eru á leiðinni á Eurobasket sem hefst í lok ágústmánaðar eru á fullu að undirbúa sig fyrir móti. Andstæðingar Íslendinga í D riðli Eurobasket, Slóvenar, Frakkar og Belgar voru í eldlínunni í kvöld og gekk misjafnlega hjá þeim. Áhugaverðasta viðureign kvöldsins var án efa leikur Slóvena og Þýskalands í Ljubljana höfuðborg Slóveníu. Fólk hefur viljað sjá hvernig Luka Doncic kemur undan sumri en mikið hefur verið ritað og rætt um líkamlegt atgervi hans. Þjóðverjar eru svo ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta og er líklega við miklu búist af þeim á Eurobasket. Þjóðverjar unnu leikinn 89-103 en Luka Doncic skoraði 19 stig, tók 3 fráköst og sendi 5 stoðsendingar á rúmum 24 mínútum. Hjá gestunum voru það David Kramer, leikmaður Tenerife, og Franz Wagner, leikmaður Orlando Magic, sem voru stigahæstir með 18 stig hver. Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þýskalandi. Frakkar tóku á móti móti Stóra Bretlandi og unnu nokkuð sannfærandi sigur þó hann hafi ekki verið stór. Leikurinn endaði 74-67 en eftir jafna byrjun tóku Frakkarnir völdin og sigldu leiknum heim. Victor Wembanyama mun ekki taka þátt í mótinu en hann þurfti að hætta leik síðasta vetur eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina. Hann mun væntanlega einbeita sér að því að undirbúa sig fyrir átökin í NBA deildinni næsta vetur frekar en að hjálpa þjóð sinni að verða Evrópumeistari. Wemby hefur t.d. hitt Shaolin munka og Kevin Garnett í sumar til að viða að sér þekkingu. Wemby shaved his head at a Shaolin TempleSafe to say he’s having quite the offseason 😂🔥(via @SpursGDP, @SpursSixthMan) pic.twitter.com/RZQ0TvToeO— Bleacher Report (@BleacherReport) June 8, 2025 Þá fóru Belgar í heimsókn til Finna og höfðu ekki erindi sem erfiði. Finnland rúllaði yfir leikinn 105-62 og fór Laur Markkanen, leikmaður Utah Jazz, var ekki að grínast og skoraði 48 stig og fór á kostum. Finnar verða á heimavelli á Eurobasket og gefur þetta góð fyrirheit fyrir þá. Ísland mun hefja leik á mótinu gegn Ísrael þann 28. ágúst næstkomandi en liðið fer næst til Portúgal til að spila við heimamenn og Svía. Þann 22. ágúst mun liðið svo spila við Litháen í lokaleiknum áður en alvaran hefst. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Feðgarnir slógust eftir leik Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sjá meira
Áhugaverðasta viðureign kvöldsins var án efa leikur Slóvena og Þýskalands í Ljubljana höfuðborg Slóveníu. Fólk hefur viljað sjá hvernig Luka Doncic kemur undan sumri en mikið hefur verið ritað og rætt um líkamlegt atgervi hans. Þjóðverjar eru svo ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta og er líklega við miklu búist af þeim á Eurobasket. Þjóðverjar unnu leikinn 89-103 en Luka Doncic skoraði 19 stig, tók 3 fráköst og sendi 5 stoðsendingar á rúmum 24 mínútum. Hjá gestunum voru það David Kramer, leikmaður Tenerife, og Franz Wagner, leikmaður Orlando Magic, sem voru stigahæstir með 18 stig hver. Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þýskalandi. Frakkar tóku á móti móti Stóra Bretlandi og unnu nokkuð sannfærandi sigur þó hann hafi ekki verið stór. Leikurinn endaði 74-67 en eftir jafna byrjun tóku Frakkarnir völdin og sigldu leiknum heim. Victor Wembanyama mun ekki taka þátt í mótinu en hann þurfti að hætta leik síðasta vetur eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina. Hann mun væntanlega einbeita sér að því að undirbúa sig fyrir átökin í NBA deildinni næsta vetur frekar en að hjálpa þjóð sinni að verða Evrópumeistari. Wemby hefur t.d. hitt Shaolin munka og Kevin Garnett í sumar til að viða að sér þekkingu. Wemby shaved his head at a Shaolin TempleSafe to say he’s having quite the offseason 😂🔥(via @SpursGDP, @SpursSixthMan) pic.twitter.com/RZQ0TvToeO— Bleacher Report (@BleacherReport) June 8, 2025 Þá fóru Belgar í heimsókn til Finna og höfðu ekki erindi sem erfiði. Finnland rúllaði yfir leikinn 105-62 og fór Laur Markkanen, leikmaður Utah Jazz, var ekki að grínast og skoraði 48 stig og fór á kostum. Finnar verða á heimavelli á Eurobasket og gefur þetta góð fyrirheit fyrir þá. Ísland mun hefja leik á mótinu gegn Ísrael þann 28. ágúst næstkomandi en liðið fer næst til Portúgal til að spila við heimamenn og Svía. Þann 22. ágúst mun liðið svo spila við Litháen í lokaleiknum áður en alvaran hefst.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Feðgarnir slógust eftir leik Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sjá meira