Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2025 07:03 Treyjan sem um er ræðir. Mike Ehrmann/Getty Images Fyrrum öryggisvörður körfuboltaliðsins Miami Heat hefur verið ákærður fyrir að stela treyju LeBron James sem seldist á nærri hálfan milljarð íslenskra króna á uppboði árið 2023. Öryggisvörðurinn er sagður hafa stolið samtals mörg hundruð munum úr hirslum félagsins. Hinn 62 ára gamli Marcos Thomas Perez starfaði lengi vel fyrir lögregluna á Miami. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann ákvað hann að leggja byssuna og skjöldinn á hilluna. Hann vildi rólegra líf og var í kjölfarið ráðinn inn í öryggisteymi Miami Heat. Þar var hann frá 2016 til 2021. Ári réð NBA-deildin sjálf hann til að sinna öryggisgæslu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stela fjölda hluta tengdum sögu Heat. Þar á meðal er treyjan sem LeBron klæddist í sjöunda leik NBA-úrslitanna vorið 2013. Treyjan seldist á 3.7 milljónir Bandaríkjadala – 455 milljónir íslenskra króna – áratug síðar þegar hún var boðin upp. Perez var mikils metinn og hafði því aðgang sem ekki margir höfðu. Hann komst inn í allskyns geymslur og hirslur á leikvangi Heat-liðsins. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og stal - næstum - öllu steini léttara. Félagið geymdi hina ýmsu muni með það á bak við eyrað að einn daginn væri hægt að bjóða þá upp eða setja á sérstakt Miami Heat-safn. The Athletic greinir frá að alls hafi Perez stolið yfir 400 notuðum treyjum. Slíkar treyjur geta verið gulls ígildi en öryggisvörðurinn seldi þær oftast nær langt undir markaðsvirði á hinum ýmsu vefsíðum. Þegar hann var handtekinn í apríl á þessu ári fundust alls 300 munir heima hjá honum. Heat staðfesti að öllum hefði verið stolið af félaginu. „Á þriggja ára tímabili stal Parez yfir 100 munum sem voru verðmetnir á samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 246 milljónir íslenskra króna. Seldi hann munina oft langt undir markaðsvirði,“ segir í yfirlýsingu saksóknaraembættis Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna treyju LeBron en Perez seldi hana á skitna 100 þúsund Bandaríkjadali. Sama treyja var svo seld á tæpar 3.7 milljónir Bandaríkjadala í uppboði árið 2023. Á þeim tíma höfðu aðeins tvær íþróttatreyjur verið seldar dýrari dómi. „Last dance“ treyja Michael Jordan í 1. leik lokaúrslita NBA-deildarinnar árið 1998 var talsvert dýrari. Þá var treyjan sem Diego Maradona klæddist þegar hann skoraði hið fræga „hönd Guðs“ mark árið 1986 dýrasta treyja allra tíma þegar treyjan hans LeBron var boðin upp. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu langan dóm Perez gæti fengið. Körfubolti NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira
Hinn 62 ára gamli Marcos Thomas Perez starfaði lengi vel fyrir lögregluna á Miami. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann ákvað hann að leggja byssuna og skjöldinn á hilluna. Hann vildi rólegra líf og var í kjölfarið ráðinn inn í öryggisteymi Miami Heat. Þar var hann frá 2016 til 2021. Ári réð NBA-deildin sjálf hann til að sinna öryggisgæslu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stela fjölda hluta tengdum sögu Heat. Þar á meðal er treyjan sem LeBron klæddist í sjöunda leik NBA-úrslitanna vorið 2013. Treyjan seldist á 3.7 milljónir Bandaríkjadala – 455 milljónir íslenskra króna – áratug síðar þegar hún var boðin upp. Perez var mikils metinn og hafði því aðgang sem ekki margir höfðu. Hann komst inn í allskyns geymslur og hirslur á leikvangi Heat-liðsins. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og stal - næstum - öllu steini léttara. Félagið geymdi hina ýmsu muni með það á bak við eyrað að einn daginn væri hægt að bjóða þá upp eða setja á sérstakt Miami Heat-safn. The Athletic greinir frá að alls hafi Perez stolið yfir 400 notuðum treyjum. Slíkar treyjur geta verið gulls ígildi en öryggisvörðurinn seldi þær oftast nær langt undir markaðsvirði á hinum ýmsu vefsíðum. Þegar hann var handtekinn í apríl á þessu ári fundust alls 300 munir heima hjá honum. Heat staðfesti að öllum hefði verið stolið af félaginu. „Á þriggja ára tímabili stal Parez yfir 100 munum sem voru verðmetnir á samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 246 milljónir íslenskra króna. Seldi hann munina oft langt undir markaðsvirði,“ segir í yfirlýsingu saksóknaraembættis Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna treyju LeBron en Perez seldi hana á skitna 100 þúsund Bandaríkjadali. Sama treyja var svo seld á tæpar 3.7 milljónir Bandaríkjadala í uppboði árið 2023. Á þeim tíma höfðu aðeins tvær íþróttatreyjur verið seldar dýrari dómi. „Last dance“ treyja Michael Jordan í 1. leik lokaúrslita NBA-deildarinnar árið 1998 var talsvert dýrari. Þá var treyjan sem Diego Maradona klæddist þegar hann skoraði hið fræga „hönd Guðs“ mark árið 1986 dýrasta treyja allra tíma þegar treyjan hans LeBron var boðin upp. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu langan dóm Perez gæti fengið.
Körfubolti NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira