Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2025 08:11 Ef vel er að gáð má sjá öryggismyndavél ofarlega til hægri á myndinni af svefnherbergi Epstein. Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. Húsið í New York var eitt af fimm heimilum Epstein og þar safnaði hann í kringum sig þekktum og áhrifamiklum einstaklingum; stjórnmálamönnum, listamönnum og vísindamönnum. Hann hélt matarboð þar sem ólíklegustu einstaklingar komu saman og umkringdi sig með myndum af sjálfum sér og valdamiklum vinum sínum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun New York Times, sem hefur komist yfir myndir af heimili Epstein í New York og bréfum sem þekktir einstaklingar skrifuðu í tilefni 63 ára afmælis kynferðisbrotamannsins. „Forvitni þinni eru engin takmörk sett,“ sagði í bréfi frá Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, þar sem hann vísar til fjölbreytts kunningjahóps Epstein. „Fyrir mörgum þeirra ert þú sem lokuð bók en þú veist allt um alla.“ Leikstjórinn Woody Allen sagði matarboð á heimilinu minna á kasta Drakúla, „þar sem Lugosi heldur þrjár ungar kvenkyns vampírur til að sjá um staðinn“. New photos and documents reveal inside of Jeffrey Epstein's NY mansion and how he interacted with elites.• Prominently displayed photos of him hanging out with Trump & Clinton• Surveillance cameras in the bedroom• And much more🎁🔗 https://t.co/CFZVPIQh0r— David Enrich (@davidenrich) August 5, 2025 Heimili Epstein í New York var á sjö hæðum og taldi 1.950 fermetra. Á myndum sem New York Times hefur undir höndum má sjá hvernig brúður hangir á reipi í fordyrinu, uppstoppað tígrisdýr á skrifstofu húsráðanda og öryggismyndavélar í svefnherbergi hans. Á skrifstofunni var einnig að finna fyrstu útgáfu af Lolitu eftir Vladimir Nabokov, um fullorðinn mann sem þróar með sér þráhyggju gagnvart 12 ára gamalli stúlku sem hann nauðgar ítrekað. Í sérstöku nuddherbergi var að finna myndir af nöktum konum og fjölda flaska af sleipiefni. Fjöldi þolenda Epstein hefur greint frá því að myndvélar hafi verið að finna víðar um húsið og hafa lýst því hvernig auðjöfurinn greiddi þeim fyrir að nudda sig, áður en hann fróaði sér fyrir framan þær, misnotaði og jafnvel nauðgaði. Miklar deilur ríkja nú í Bandaríkjunum, bæði í umræðunni og innan kerfisins, um birtingu gagna í tengslum við hinar ýmsu rannsóknir á Epstein. New York Times hefur fyrir sitt leyti ekki gefið upp hvaðan myndirnar sem miðillinn birti koma. Athygli manna hvílir nú ekki síst á Ghislaine Maxwell, fyrrverandi samstarfskonu og kærustu Epstein, sem afplánar 20 ára dóm fyrir misnotkun og kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Hún var á dögunum færð úr alríkisfangelsi í lágmarks-gæslu fangelsi í Flórída, eftir að hafa rætt tvívegis við starfsmann dómsmálaráðuneytisins, sem einnig er fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta. Maxwell er talin geta varpað ljósi á það sem fram fór á heimilum Epstein en hún hefur sett fram ýmsar kröfur gegn því að bera vitni fyrir þingnefnd og mótmælt birtingu vitnisburða sem fóru fram fyrir ákærukviðdómi áður en Epstein lést í fangelsi. Ghislaine Maxwell, Jeffrey Epstein’s longtime companion who is in prison for sexually exploiting and abusing teenage girls, asked a judge on Tuesday to deny the government’s request to unseal grand jury transcripts from its investigation of the two. https://t.co/GG7kFKztxO— The New York Times (@nytimes) August 5, 2025 Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Húsið í New York var eitt af fimm heimilum Epstein og þar safnaði hann í kringum sig þekktum og áhrifamiklum einstaklingum; stjórnmálamönnum, listamönnum og vísindamönnum. Hann hélt matarboð þar sem ólíklegustu einstaklingar komu saman og umkringdi sig með myndum af sjálfum sér og valdamiklum vinum sínum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun New York Times, sem hefur komist yfir myndir af heimili Epstein í New York og bréfum sem þekktir einstaklingar skrifuðu í tilefni 63 ára afmælis kynferðisbrotamannsins. „Forvitni þinni eru engin takmörk sett,“ sagði í bréfi frá Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, þar sem hann vísar til fjölbreytts kunningjahóps Epstein. „Fyrir mörgum þeirra ert þú sem lokuð bók en þú veist allt um alla.“ Leikstjórinn Woody Allen sagði matarboð á heimilinu minna á kasta Drakúla, „þar sem Lugosi heldur þrjár ungar kvenkyns vampírur til að sjá um staðinn“. New photos and documents reveal inside of Jeffrey Epstein's NY mansion and how he interacted with elites.• Prominently displayed photos of him hanging out with Trump & Clinton• Surveillance cameras in the bedroom• And much more🎁🔗 https://t.co/CFZVPIQh0r— David Enrich (@davidenrich) August 5, 2025 Heimili Epstein í New York var á sjö hæðum og taldi 1.950 fermetra. Á myndum sem New York Times hefur undir höndum má sjá hvernig brúður hangir á reipi í fordyrinu, uppstoppað tígrisdýr á skrifstofu húsráðanda og öryggismyndavélar í svefnherbergi hans. Á skrifstofunni var einnig að finna fyrstu útgáfu af Lolitu eftir Vladimir Nabokov, um fullorðinn mann sem þróar með sér þráhyggju gagnvart 12 ára gamalli stúlku sem hann nauðgar ítrekað. Í sérstöku nuddherbergi var að finna myndir af nöktum konum og fjölda flaska af sleipiefni. Fjöldi þolenda Epstein hefur greint frá því að myndvélar hafi verið að finna víðar um húsið og hafa lýst því hvernig auðjöfurinn greiddi þeim fyrir að nudda sig, áður en hann fróaði sér fyrir framan þær, misnotaði og jafnvel nauðgaði. Miklar deilur ríkja nú í Bandaríkjunum, bæði í umræðunni og innan kerfisins, um birtingu gagna í tengslum við hinar ýmsu rannsóknir á Epstein. New York Times hefur fyrir sitt leyti ekki gefið upp hvaðan myndirnar sem miðillinn birti koma. Athygli manna hvílir nú ekki síst á Ghislaine Maxwell, fyrrverandi samstarfskonu og kærustu Epstein, sem afplánar 20 ára dóm fyrir misnotkun og kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Hún var á dögunum færð úr alríkisfangelsi í lágmarks-gæslu fangelsi í Flórída, eftir að hafa rætt tvívegis við starfsmann dómsmálaráðuneytisins, sem einnig er fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta. Maxwell er talin geta varpað ljósi á það sem fram fór á heimilum Epstein en hún hefur sett fram ýmsar kröfur gegn því að bera vitni fyrir þingnefnd og mótmælt birtingu vitnisburða sem fóru fram fyrir ákærukviðdómi áður en Epstein lést í fangelsi. Ghislaine Maxwell, Jeffrey Epstein’s longtime companion who is in prison for sexually exploiting and abusing teenage girls, asked a judge on Tuesday to deny the government’s request to unseal grand jury transcripts from its investigation of the two. https://t.co/GG7kFKztxO— The New York Times (@nytimes) August 5, 2025
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira