Lífið

Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Það var gríðarleg stemming í Vestmannaeyjum um helgina.
Það var gríðarleg stemming í Vestmannaeyjum um helgina. Samsett/Viktor Freyr

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum.

Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari mætti á svæðið og greip myndir af helstu stuðboltum helgarinnar.

Fólk á öllum aldri mætti í dalinn, margir í pollagöllum og því tilbúnir til að tylla sér í brekkuna.Vísir/Viktor Freyr
„Ég er pollagallakall og mér verður ekki kalt,“ munu bræðurnir Jón og Friðrik Dór án efa raula þegar þeir sjá pollagallaklæddann hópinn.Vísir/Viktor Freyr
Herra Hnetusmjör tryllti lýðinn.Vísir/Viktor Freyr
Nú geta allir viðstaddir sagt að það hafi verið tekin mynd af þeim. Vísir/Viktor Freyr
Þessar stöllur virðast hafa skemmt sér ansi vel.Vísir/Viktor Freyr
Árlega flugeldasýningin var á sínum stað.Vísir/Viktor Freyr
Stuðlabandssöngvarinn Magnús Kjartan sá um brekkusönginn í ár.Vísir/Viktor Freyr
Vonandi var þessi, og aðrir gestir, í góðum skóm.Vísir/Viktor Freyr
GDRN fékk alla til að snúast eins og parísarhjól.Vísir/Viktor Freyr
Það náðu allir sínum tíu þúsund skrefum um helgina enda mikilvægt að rölta um eyjuna.Vísir/Viktor Freyr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.