Innlent

Gosmóða mældist í Hval­firði og á Vík í Mýr­dal

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Eldgos hófst um miðjan júlí.
Eldgos hófst um miðjan júlí. Björn Steinbekk

Gasmengun og gosmóða mældist í litlu mæli í Hvalfirði í gær og í nótt. Nokkur gosmóða mældist þá í Vík í Mýrdal. Enn er hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraun eldgossins við Sundhnúksgíga.

Í tilkynningu frá náttúruvávakt Veðurstofu Íslands segir að nú í morgunsárið sé suðlæg átt og gasmengun verist því í átt að Vogunum. Eftir hádegi snýst áttin og berst gasmengunin því yfir Suðurlandið og á haf út. 

Virkni gossins er enn stöðug en hraun rennur enn til austurs og dreifr sér til norðurs og suðurs. Hraunjaðrarnir breytast þó lítið.

Eldgos hófst þann 16. júlí síðastliðinn en um er að ræða níunda eldgosið við Sundhnúksgígaröðina frá árinu 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×