Opnun Samverks á Hellu fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2025 21:04 Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, sem er verksmiðjustjóri Samverks á Hellu en hann bentir hér á skiltið, sem er komið aftur upp mörgum til mikillar ánægju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hellu og næsta nágrenni ráða sér vart yfir kæti þessa dagana því glerverksmiðjan Samverk er að opna aftur eftir að hafa verið lokuð síðust mánuði. Um fimmtán til tuttugu manns munu fá vinnu í verksmiðjunni, sem tekur til starfa á ný í byrjun ágúst. Samverk er í um átta þúsund fermetra húsnæði á Hellu en fyrirtækið var stofnað á staðnum fyrir 56 árum, eða 1969. Fyrirtækið var komið inn í Kambar byggingarvörur en það fyrirtæki fór í gjaldþrot í vor og var verksmiðjunni á Hellu lokað í kjölfarið, eða 1. apríl. Svo gerðist það í byrjun júlí að Finnbogi Geirsson, forstjóri og stofnandi Stjörnublikks í Kópavogi keypti Samverk úr Þrotabúi Kamba. Vélar verksmiðjunnar hafa því verið stopp í nokkra mánuði en nú fara hlutirnir að gerast. Samverks skiltið er aftur komið á húsnæðið við Eyjasand 2 og það styttist óðum að starfsfólk mæti til vinnu. „Þetta eru miklar gleðifréttir og bara mörgum Hellubúum og Sunnlendingum öllum hlýnaði þegar Samverksskiltið kom upp aftur hérna á húsið. Fyrirtækið hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið því í ekki stærra samfélagi, sem við búum í þá skipta auðvitað öll störf máli,“ Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, verksmiðjustjóri Samverks á Hellu. Eiríkur Vilhelm segir mjög einmanalegt að ganga um verksmiðjuhús glerverksmiðjunnar þegar engar vélar eru í gangi og engir starfsmenn að vinna en nú sé það allt að fara að breytast. Samverk er í um átta þúsund fermetra húsnæði á Hellu en fyrirtækið var stofnað á staðnum fyrir 56 árum, eða 1969.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eruð þið að undirbúa núna opnunina og gera allt klárt? „Já, nú erum við að undirbúa það, undirbúa vélar og búin að vera frá því að þessi kaup áttu sér stað í byrjun júlí. Við erum líka búin að vera að undirbúa birgðahald og annað. Þannig að þetta lítur bara allt vel út og við hlökkum til að geta farið af stað aftur þriðjudaginn 5. ágúst“, segir Eiríkur kampakátur. Um fimmtán til tuttugu manns munu fá vinnu í verksmiðjunni, sem tekur til starfa á ný 5. ágústMagnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Samverk er í um átta þúsund fermetra húsnæði á Hellu en fyrirtækið var stofnað á staðnum fyrir 56 árum, eða 1969. Fyrirtækið var komið inn í Kambar byggingarvörur en það fyrirtæki fór í gjaldþrot í vor og var verksmiðjunni á Hellu lokað í kjölfarið, eða 1. apríl. Svo gerðist það í byrjun júlí að Finnbogi Geirsson, forstjóri og stofnandi Stjörnublikks í Kópavogi keypti Samverk úr Þrotabúi Kamba. Vélar verksmiðjunnar hafa því verið stopp í nokkra mánuði en nú fara hlutirnir að gerast. Samverks skiltið er aftur komið á húsnæðið við Eyjasand 2 og það styttist óðum að starfsfólk mæti til vinnu. „Þetta eru miklar gleðifréttir og bara mörgum Hellubúum og Sunnlendingum öllum hlýnaði þegar Samverksskiltið kom upp aftur hérna á húsið. Fyrirtækið hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið því í ekki stærra samfélagi, sem við búum í þá skipta auðvitað öll störf máli,“ Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, verksmiðjustjóri Samverks á Hellu. Eiríkur Vilhelm segir mjög einmanalegt að ganga um verksmiðjuhús glerverksmiðjunnar þegar engar vélar eru í gangi og engir starfsmenn að vinna en nú sé það allt að fara að breytast. Samverk er í um átta þúsund fermetra húsnæði á Hellu en fyrirtækið var stofnað á staðnum fyrir 56 árum, eða 1969.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eruð þið að undirbúa núna opnunina og gera allt klárt? „Já, nú erum við að undirbúa það, undirbúa vélar og búin að vera frá því að þessi kaup áttu sér stað í byrjun júlí. Við erum líka búin að vera að undirbúa birgðahald og annað. Þannig að þetta lítur bara allt vel út og við hlökkum til að geta farið af stað aftur þriðjudaginn 5. ágúst“, segir Eiríkur kampakátur. Um fimmtán til tuttugu manns munu fá vinnu í verksmiðjunni, sem tekur til starfa á ný 5. ágústMagnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira