Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 12:59 María Eldey Kristínardóttir er Íslandsmeistari kvenna í frisbígolfi. Marika Salmi Heimsmeistaramótið í frisbígolfi stendur yfir í Finnlandi um helgina. Ísland á fulltrúa í bæði kvenna- og karlaflokki, sem spila meðal færustu frisbígolfara heims á mótinu. María Eldey Kristínardóttir tekur þátt á mótinu og hefur hingað til gengið prýðisvel. Hún stendur í 26. sæti af 88 keppendum. Með henni er Ellert Georgsson, sem varð ásamt Maríu Íslandsmeistari í frisbígolfi í fyrra. Einungis fimm ár eru síðan María prófaði frisbígolf í fyrsta skipti. Sex vikum síðar byrjaði hún að keppa í íþróttinni og hefur verið óstöðvandi síðan. Hún hefur áður keppt í frisbígolfi erlendis, meðal annars í Noregi og Eistlandi. Hún hefur lokið þremur umferðum af fimm á mótinu og var færð úr neðri deild yfir í þá efri eftir gott gengi í umferð gærdagsins, þar sem hún náði næstbestum árangri í deildinni. „Ég er að spila töluvert betur hér en venjulega. Miðað við þá reitingu, sem er svipað og forgjöf, sem ég er með, þá er ég að ná þriðja besta árangri á mótinu. Sem sagt þriðja mest yfir,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þá sé hún í þriðja sæti yfir flestar holur undir pari á mótinu. Daginn fyrir heimsmeistaramótið var haldin sérstök lengdarkeppni þar sem einfaldlega var keppt um hver gæti kastað lengst. María segir frá góðum árangri í þeirri keppni. „Í undanúrslitunum kastaði ég lengsta kastinu og í úrslitunum lenti ég í öðru sæti, þannig að ég rétt missti af því.“ Heimsmeistaramótið er í fyrsta sinn haldið utan Norður-Ameríku, og fer fram á Finnlandi að þessu sinni. Annars vegar er keppt á opnum velli þar sem refsistig eru auðkeypt og hins vegar á þéttum skógarvelli. María segir mikla stemningu meðal keppenda fyrir að íþróttin sé að teygja sig út fyrir Norður-Ameríku. Sem fyrr segir er einvalalið frisbígolfspilara á heimsmælikvarða þátt í mótinu. „Það er enginn í topp þrjátíu eða fjörutíu í heiminum sem vantar á þetta mót,“ segir María. Frisbígolf Noregur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
María Eldey Kristínardóttir tekur þátt á mótinu og hefur hingað til gengið prýðisvel. Hún stendur í 26. sæti af 88 keppendum. Með henni er Ellert Georgsson, sem varð ásamt Maríu Íslandsmeistari í frisbígolfi í fyrra. Einungis fimm ár eru síðan María prófaði frisbígolf í fyrsta skipti. Sex vikum síðar byrjaði hún að keppa í íþróttinni og hefur verið óstöðvandi síðan. Hún hefur áður keppt í frisbígolfi erlendis, meðal annars í Noregi og Eistlandi. Hún hefur lokið þremur umferðum af fimm á mótinu og var færð úr neðri deild yfir í þá efri eftir gott gengi í umferð gærdagsins, þar sem hún náði næstbestum árangri í deildinni. „Ég er að spila töluvert betur hér en venjulega. Miðað við þá reitingu, sem er svipað og forgjöf, sem ég er með, þá er ég að ná þriðja besta árangri á mótinu. Sem sagt þriðja mest yfir,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þá sé hún í þriðja sæti yfir flestar holur undir pari á mótinu. Daginn fyrir heimsmeistaramótið var haldin sérstök lengdarkeppni þar sem einfaldlega var keppt um hver gæti kastað lengst. María segir frá góðum árangri í þeirri keppni. „Í undanúrslitunum kastaði ég lengsta kastinu og í úrslitunum lenti ég í öðru sæti, þannig að ég rétt missti af því.“ Heimsmeistaramótið er í fyrsta sinn haldið utan Norður-Ameríku, og fer fram á Finnlandi að þessu sinni. Annars vegar er keppt á opnum velli þar sem refsistig eru auðkeypt og hins vegar á þéttum skógarvelli. María segir mikla stemningu meðal keppenda fyrir að íþróttin sé að teygja sig út fyrir Norður-Ameríku. Sem fyrr segir er einvalalið frisbígolfspilara á heimsmælikvarða þátt í mótinu. „Það er enginn í topp þrjátíu eða fjörutíu í heiminum sem vantar á þetta mót,“ segir María.
Frisbígolf Noregur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira