Ætlar að vera á íslensku á TikTok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 08:30 Bergrós Björnsdóttir sést hér í auglýsingamyndatöku fyrir Nike Training á dögunum. @bergrosbjornsdottir Nýjasta íslenska alþjóðastjarnan í CrossFit ætlar ekki að tjá sig á ensku á TikTok heldur sýna Íslendingum frá lífi sínu sem ung afrekskona. Bergrós Björnsdóttir er framtíðarstjarna Íslands í CrossFit íþróttinni en þessi átján ára stelpa frá Selfossi var ekki langt frá því að tryggja sig inn á heimsleikana í ár. Ísland á því miður engan keppenda á heimsleikunum í CrossFit en Bergrós var ásamt Söru Sigmundsdóttur sú sem komst næst því að tryggja sig inn. Bergrós hefur tímann fyrir sér enda varð hún bara átján ára gömul í febrúar. Hún hefur komist inn á heimsleika í unglingaflokki síðustu ár og komst meira segja á verðlaunapallinn hjá táningum árið 2023. Íslensku dæturnar hafa alltaf notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum enda Anníe Mist Þórisdóttir (1,3 milljónir), Katrín Tanja Davíðsdóttir (1,6 milljónir) og Sara Sigmundsdóttir (1,6 milljónir) allar með meira en þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar sem fylgja þeim á Instagram. Allar hafa þær Anníe, Katrín og Sara tjáð sig á ensku á samfélagsmiðlum enda er stærsti hópur fylgjenda þeirra fyrir utan landsteinana. Bergrós hefur verið á Instagram en nú ætlar hún að stíga skrefið inn á TikTok. Bergós ákvað að stofna TikTok síðu til að leyfa sérstaklega Íslendingum að fylgjast betur með henni reyna að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit. Þarna getur fólk kynnst henni nákvæmlega eins og hún er en samkvæmt upplýsingum Vísis þá mun hún sýna bæði góðu og slæmu dagana. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir að Bergrós sé þegar farin að vekja athygli erlendis í CrossFit heiminum þá ætlar hún að hafa TikTok-ið sitt einungis á íslensku. Það gæti auðvitað breyst með enn betri árangri á alþjóðlegum vettvangi en til að byrja með verður fróðlegt að sjá hversu mikið verkefni er það er fyrir átján ára stelpu að komst í hóp þeirra bestu í heimi í sinni íþrótt. Hér fyrir neðan má sjá Bergrós fara yfir sögu sína og metnaðarfull markmið á TikTok. Hún ræðir þar meðal annars plön sína að komast inn á heimsleikana árið 2026. @bergrosb Stefnan er sett á CrossFit Games í fullorðinsflokki 2026, og mig langar að taka ykkur með í þetta ferðalag😁 Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun deila þessu með ykkur, en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna ykkur vegferðina og allt sem henni fylgir🙏🏼 ♬ original sound - bergrosb CrossFit Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
Bergrós Björnsdóttir er framtíðarstjarna Íslands í CrossFit íþróttinni en þessi átján ára stelpa frá Selfossi var ekki langt frá því að tryggja sig inn á heimsleikana í ár. Ísland á því miður engan keppenda á heimsleikunum í CrossFit en Bergrós var ásamt Söru Sigmundsdóttur sú sem komst næst því að tryggja sig inn. Bergrós hefur tímann fyrir sér enda varð hún bara átján ára gömul í febrúar. Hún hefur komist inn á heimsleika í unglingaflokki síðustu ár og komst meira segja á verðlaunapallinn hjá táningum árið 2023. Íslensku dæturnar hafa alltaf notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum enda Anníe Mist Þórisdóttir (1,3 milljónir), Katrín Tanja Davíðsdóttir (1,6 milljónir) og Sara Sigmundsdóttir (1,6 milljónir) allar með meira en þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar sem fylgja þeim á Instagram. Allar hafa þær Anníe, Katrín og Sara tjáð sig á ensku á samfélagsmiðlum enda er stærsti hópur fylgjenda þeirra fyrir utan landsteinana. Bergrós hefur verið á Instagram en nú ætlar hún að stíga skrefið inn á TikTok. Bergós ákvað að stofna TikTok síðu til að leyfa sérstaklega Íslendingum að fylgjast betur með henni reyna að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit. Þarna getur fólk kynnst henni nákvæmlega eins og hún er en samkvæmt upplýsingum Vísis þá mun hún sýna bæði góðu og slæmu dagana. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir að Bergrós sé þegar farin að vekja athygli erlendis í CrossFit heiminum þá ætlar hún að hafa TikTok-ið sitt einungis á íslensku. Það gæti auðvitað breyst með enn betri árangri á alþjóðlegum vettvangi en til að byrja með verður fróðlegt að sjá hversu mikið verkefni er það er fyrir átján ára stelpu að komst í hóp þeirra bestu í heimi í sinni íþrótt. Hér fyrir neðan má sjá Bergrós fara yfir sögu sína og metnaðarfull markmið á TikTok. Hún ræðir þar meðal annars plön sína að komast inn á heimsleikana árið 2026. @bergrosb Stefnan er sett á CrossFit Games í fullorðinsflokki 2026, og mig langar að taka ykkur með í þetta ferðalag😁 Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun deila þessu með ykkur, en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna ykkur vegferðina og allt sem henni fylgir🙏🏼 ♬ original sound - bergrosb
CrossFit Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira