„Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2025 16:50 Sex létust af völdum slyssins. Allt ungt fólk í blóma lífsins og var þjóðin gjörsamlega slegin. Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga. Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson minnast þess að senn verða 25 ár liðin frá slysinu hörmulega í Skerjafirðinum við lok Verslunarmannahelgarinnar. Lítil eins hreyfils flugvél með sex innanborðs hrapaði í sjóinn á leið heim af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Margir Íslendingar tengja þessa helgi við gleði og útivist, fjölskyldu og vináttu. Í slysinu létust sex manneskjur, þar á meðal 17 ára sonur okkar. Engin orð geta lýst því tómi sem varð eftir, eða þeirri staðreynd að líf okkar allra breyttist um leið og vélin fór í sjóinn,“ segja þau í aðsendri grein á Vísi sem ber titilinn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“. „Minningin um þetta augnablik, og þær afleiðingar sem það hafði, hafa aldrei yfirgefið okkur. Slysið breytti ekki aðeins okkar fjölskyldu heldur einnig sýn á lífið, tímann og hvað raunverulega skiptir máli.“ Senn fari tugþúsundir landsmanna í ferðalög um landið. „Það gleður að fólk hafi gaman og njóti lífsins með vinum og ættingjum. En þegar líða fer að Verslunarmannahelgi vaknar ávallt þessi innri rödd sem biður okkur um að minna á ábyrgðina. Að aka ekki örmagna. Að setjast ekki undir stýri eftir vín. Að gæta sín á vatni, í lofti og á vegum. Að muna að hvert líf hefur áhrif og örin sem verða eftir á sálinni þegar við missum ástvini hverfa aldrei.“ Stundum þurfi ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist. „Þetta er ekki skrifað til að vekja angist, heldur til að hvetja til ígrundunar og varkárni. Við berum öll ábyrgð, ekki bara á eigin öryggi, heldur líka þeirra sem við elskum og þeirra sem við mætum á leiðinni. Lífið er viðkvæmt. Það er líka dýrmætt. Megum við öll muna það þessa helgi og alla daga.“ Flugslys í Skerjafirði 2000 Þjóðhátíð í Eyjum Fréttir af flugi Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson minnast þess að senn verða 25 ár liðin frá slysinu hörmulega í Skerjafirðinum við lok Verslunarmannahelgarinnar. Lítil eins hreyfils flugvél með sex innanborðs hrapaði í sjóinn á leið heim af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Margir Íslendingar tengja þessa helgi við gleði og útivist, fjölskyldu og vináttu. Í slysinu létust sex manneskjur, þar á meðal 17 ára sonur okkar. Engin orð geta lýst því tómi sem varð eftir, eða þeirri staðreynd að líf okkar allra breyttist um leið og vélin fór í sjóinn,“ segja þau í aðsendri grein á Vísi sem ber titilinn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“. „Minningin um þetta augnablik, og þær afleiðingar sem það hafði, hafa aldrei yfirgefið okkur. Slysið breytti ekki aðeins okkar fjölskyldu heldur einnig sýn á lífið, tímann og hvað raunverulega skiptir máli.“ Senn fari tugþúsundir landsmanna í ferðalög um landið. „Það gleður að fólk hafi gaman og njóti lífsins með vinum og ættingjum. En þegar líða fer að Verslunarmannahelgi vaknar ávallt þessi innri rödd sem biður okkur um að minna á ábyrgðina. Að aka ekki örmagna. Að setjast ekki undir stýri eftir vín. Að gæta sín á vatni, í lofti og á vegum. Að muna að hvert líf hefur áhrif og örin sem verða eftir á sálinni þegar við missum ástvini hverfa aldrei.“ Stundum þurfi ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist. „Þetta er ekki skrifað til að vekja angist, heldur til að hvetja til ígrundunar og varkárni. Við berum öll ábyrgð, ekki bara á eigin öryggi, heldur líka þeirra sem við elskum og þeirra sem við mætum á leiðinni. Lífið er viðkvæmt. Það er líka dýrmætt. Megum við öll muna það þessa helgi og alla daga.“
Flugslys í Skerjafirði 2000 Þjóðhátíð í Eyjum Fréttir af flugi Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira