Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 09:31 Sigurður Ragnar Eyjólfsson sækir kúluna í holuna eftir að hafa farið holu í höggi. Það var ástæða til að gleðjast yfir slíku draumahöggi. Fésbókin/Sigurður Ragnar Knattspyrnuþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson kann greinilega ýmislegt fyrir sér í golfíþróttinni og um helgina komst hann í Einherjaklúbbinn. Sigurður Ragnar, sem er sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri með íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, en hann þjálfaði síðast lið Keflavíkur í Bestu deildinni sumarið 2023. Hann hefur ekki þjálfað meistaraflokkslið undanfarin ár og meiri frítími hefur augljóslega farið í golfið ef marka má tilþrif hans um helgina. Siggi Raggi sagði frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi farið holu í höggi á sjöttu holu á Hvaleyrarvelli í Opna 66°Norður golfmótinu. Sjötta holan er 130 metra löng og er í hrauninu. Hún heitir Gjótan og er falleg par þrjú hola sem lætur engan ósnortinn eins og fram kemur á síðu Keilis. „Flötin sést aðeins að hluta til frá teignum þar sem að hátt hraunið skyggir á. Örlítil braut liggur vinstra megin með hrauninu en ef teighöggið á að fara á flötina þarf að slá hátt og hnitmiðað högg sem stöðvast fljótt. Það hjálpar þó til að flötin hallar örlítið frá teignum. Hraunið liggur nálægt flötinni hægra megin og fyrir aftan og geta “slæsarar” því átt í erfiðleikum með hana þessa,“ segir um sjöttu holuna á heimasíðu Keilis. Það verður einmitt spilað á þessari holu og hinum sautján á Hvaleyrarvellinum í byrjun næsta mánaðar þegar Golfklúbburinn Keilir heldur Íslandsmótið í golfi. Sigurður Ragnar sýndi myndband sem Hilmar Þórlindsson, fyrrum handboltakempa og æskuvinur hans, tók af því þegar þjálfarinn fann kúluna sína í holunni og fagnaði vel. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sigurður Ragnar, sem er sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri með íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, en hann þjálfaði síðast lið Keflavíkur í Bestu deildinni sumarið 2023. Hann hefur ekki þjálfað meistaraflokkslið undanfarin ár og meiri frítími hefur augljóslega farið í golfið ef marka má tilþrif hans um helgina. Siggi Raggi sagði frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi farið holu í höggi á sjöttu holu á Hvaleyrarvelli í Opna 66°Norður golfmótinu. Sjötta holan er 130 metra löng og er í hrauninu. Hún heitir Gjótan og er falleg par þrjú hola sem lætur engan ósnortinn eins og fram kemur á síðu Keilis. „Flötin sést aðeins að hluta til frá teignum þar sem að hátt hraunið skyggir á. Örlítil braut liggur vinstra megin með hrauninu en ef teighöggið á að fara á flötina þarf að slá hátt og hnitmiðað högg sem stöðvast fljótt. Það hjálpar þó til að flötin hallar örlítið frá teignum. Hraunið liggur nálægt flötinni hægra megin og fyrir aftan og geta “slæsarar” því átt í erfiðleikum með hana þessa,“ segir um sjöttu holuna á heimasíðu Keilis. Það verður einmitt spilað á þessari holu og hinum sautján á Hvaleyrarvellinum í byrjun næsta mánaðar þegar Golfklúbburinn Keilir heldur Íslandsmótið í golfi. Sigurður Ragnar sýndi myndband sem Hilmar Þórlindsson, fyrrum handboltakempa og æskuvinur hans, tók af því þegar þjálfarinn fann kúluna sína í holunni og fagnaði vel. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira