„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2025 19:32 Kjartan Þorbjörnsson, Golli, segir ömurlegt að fréttaljósmyndarar geti ekki sinnt starfi sínu í friði. Vísir/Vilhelm Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fordæma árás sem Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins varð fyrir á mótmælum við utanríkisráðuneytisins í gær. Eyþór fékk yfir sig gusu af rauðri málningu er hann myndaði viðburðinn. Skvettarinn virðist einskis iðrast og Eyþór hyggst kæra hann fyrir líkamsárás og eignatjón. „Það er ömurlegt að sjá svona árásir á blaðamenn við störf. Það er eitthvað sem við höfum ekki, alla vega líkamlegar árásir, séð áður,“ segir Sigríður Dögg. Golli tekur í sama streng en bæði voru þau til tals í Reykjavík síðdegis. Blaðamenn sem mæti á mótmæli séu í meira mæli farnir að skilja blaðamannapassann sinn eftir á stað þar sme þeir sjáist ekki vegna þess að þeir vilji ekki að mótmælendur viti að þeir séu blaðamenn. Eðlilega geti ljósmyndarar aftur á móti ekki látið eins lítið fyrir sér fara. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að á árum áður voru blaðamannapassarnir ákveðin vörn. Þessu starfi var sýnd virðing og það var komið fram við blaðamenn með öðrum hætti en við sjáum í dag,“ segir Sigríður Dögg. Veltir fyrir sér hvað kemur næst Golli segist hafa lent í alls konar vandræðum á ferlinum, til að mynda á átakatímum. „Til dæmis eftir hrun þegar allt logaði í samfélaginu og við vorum niðri á Austurvelli milli lögreglunnar og mótmælenda, þá lentu menn í alls konar hlutum. En í þessu tilviki er þessu beint að einum manni, fulltrúa eins fjölmiðils,“ segir Golli. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að skvettarinn hafi spurt bæði ljósmyndara Morgunblaðsins og tökumann Ríkisútvarpsins frá hvaða miðli þeir kæmu og einungis skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins eftir að þeir svöruðu. „Það er ennþá ömurlegra ef það er verið að refsa og ráðast á ljósmyndara miðils vegna þess að þú ert kannski ósammála einhverju sem fram kemur í þeim miðli,“ segir Sigríður Dögg, sem vill þó ekki lesa í þá staðreynd að ljósmyndarinn hafi verið frá Morgunblaðinu að öðru leyti. Golli segir starf fréttaljósmyndara gríðarlega mikilvægt, einn góður fréttaljósmyndari á Gasa geti gert miklu meira gagn en stórar hersveitir fyrir mótherjann. „Ef við getum ekki haft augu og eyru á staðnum hérna heima án þess að eiga þá hættu að það sé verið að henda í okkur málningu, eða hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur? Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir Golli. Ljósmyndun Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fordæma árás sem Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins varð fyrir á mótmælum við utanríkisráðuneytisins í gær. Eyþór fékk yfir sig gusu af rauðri málningu er hann myndaði viðburðinn. Skvettarinn virðist einskis iðrast og Eyþór hyggst kæra hann fyrir líkamsárás og eignatjón. „Það er ömurlegt að sjá svona árásir á blaðamenn við störf. Það er eitthvað sem við höfum ekki, alla vega líkamlegar árásir, séð áður,“ segir Sigríður Dögg. Golli tekur í sama streng en bæði voru þau til tals í Reykjavík síðdegis. Blaðamenn sem mæti á mótmæli séu í meira mæli farnir að skilja blaðamannapassann sinn eftir á stað þar sme þeir sjáist ekki vegna þess að þeir vilji ekki að mótmælendur viti að þeir séu blaðamenn. Eðlilega geti ljósmyndarar aftur á móti ekki látið eins lítið fyrir sér fara. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að á árum áður voru blaðamannapassarnir ákveðin vörn. Þessu starfi var sýnd virðing og það var komið fram við blaðamenn með öðrum hætti en við sjáum í dag,“ segir Sigríður Dögg. Veltir fyrir sér hvað kemur næst Golli segist hafa lent í alls konar vandræðum á ferlinum, til að mynda á átakatímum. „Til dæmis eftir hrun þegar allt logaði í samfélaginu og við vorum niðri á Austurvelli milli lögreglunnar og mótmælenda, þá lentu menn í alls konar hlutum. En í þessu tilviki er þessu beint að einum manni, fulltrúa eins fjölmiðils,“ segir Golli. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að skvettarinn hafi spurt bæði ljósmyndara Morgunblaðsins og tökumann Ríkisútvarpsins frá hvaða miðli þeir kæmu og einungis skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins eftir að þeir svöruðu. „Það er ennþá ömurlegra ef það er verið að refsa og ráðast á ljósmyndara miðils vegna þess að þú ert kannski ósammála einhverju sem fram kemur í þeim miðli,“ segir Sigríður Dögg, sem vill þó ekki lesa í þá staðreynd að ljósmyndarinn hafi verið frá Morgunblaðinu að öðru leyti. Golli segir starf fréttaljósmyndara gríðarlega mikilvægt, einn góður fréttaljósmyndari á Gasa geti gert miklu meira gagn en stórar hersveitir fyrir mótherjann. „Ef við getum ekki haft augu og eyru á staðnum hérna heima án þess að eiga þá hættu að það sé verið að henda í okkur málningu, eða hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur? Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir Golli.
Ljósmyndun Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira