Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júlí 2025 15:23 Maðurinn starfaði sem öryggisvörður hjá bandaríska sendiráðinu í Osló. Getty Norskur maður, sem starfaði fyrir bandaríska sendiráðið í Osló, hefur verið ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana. Hann seldi ítarlegar upplýsingar um húsnæði og starfsmenn sendiráðsins. Maðurinn starfaði sem öryggisvörður í bandaríska sendiráðinu í höfuðborg Noregs og á hann að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum um sendiráðið með Rússum og Írönum. Hann gæti verið dæmdur í allt að 21 árs fangelsi. Carl Fari ríkissaksóknari segir málið vera fordæmalaust. Meðal upplýsinganna var listi yfir starfsfólk ráðuneytisins en á honum voru nöfn, heimilisföng, símanúmer og lýsing á bílum þeirra og fjölskyldum þeirra. Þá veitti hann einnig upplýsingar um skipulagðar heimsóknir í sendiráðið, grunnmynd húsnæðisins og ljósmyndir af bílskúr sendiráðsins. Á meðal gagna var einnig listi yfir starfsmenn norsku leyniþjónustunnar sem starfa fyrir sendiráðið. Samkvæmt ítarlegri umfjöllun NRK viðurkennir maðurinn staðreyndir málsins en neitar allri sök að sögn lögfræðings hans. Þar segir einnig að það hafi verið náin tengsl Bandaríkjanna við Ísrael og stríð þeirra á Gasaströndinni sem hafi fengið hann til að hafa samband við leyniþjónustu Rússa og Írana. Fékk greitt í Bitcoin og evrum Maðurinn er einnig ákærður fyrir skattsvik en árið 2022 og árin fyrir það sagði hann tekjur sínar vera um tvö hundruð þúsund norskar krónur eða tæpa tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Árið 2023 sagði hann tekjur sínar vera einungis 57 þúsund norskar krónur, eða tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Samkvæmt ákærunni var hann í raun að fá greiddar fjögur hundruð þúsund norskar krónur sem samsvara tæpum fimm milljónum króna. Maðurinn er sagður hafa fengið greiðslur sínar frá Rússum og Írönum annars vegar í evrum og hins vegar í rafmyntinni Bitcoin. Rússar eru sagðir hafa greitt honum tíu þúsund evrur sem eru tæpar ein og hálf milljón krónur fyrir upplýsingarnar á meðan Íranir eru sagðir hafa greitt manninum 0,17 Bitcoin sem samsvaraði þá um 1,2 milljónum króna. Hann er sagður hafa reynt að fela greiðslurnar með því að fá ættingja og vini sína til að leggja inn peninginn og millifæra svo á sig sjálfan. Noregur Rússland Íran Erlend sakamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Maðurinn starfaði sem öryggisvörður í bandaríska sendiráðinu í höfuðborg Noregs og á hann að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum um sendiráðið með Rússum og Írönum. Hann gæti verið dæmdur í allt að 21 árs fangelsi. Carl Fari ríkissaksóknari segir málið vera fordæmalaust. Meðal upplýsinganna var listi yfir starfsfólk ráðuneytisins en á honum voru nöfn, heimilisföng, símanúmer og lýsing á bílum þeirra og fjölskyldum þeirra. Þá veitti hann einnig upplýsingar um skipulagðar heimsóknir í sendiráðið, grunnmynd húsnæðisins og ljósmyndir af bílskúr sendiráðsins. Á meðal gagna var einnig listi yfir starfsmenn norsku leyniþjónustunnar sem starfa fyrir sendiráðið. Samkvæmt ítarlegri umfjöllun NRK viðurkennir maðurinn staðreyndir málsins en neitar allri sök að sögn lögfræðings hans. Þar segir einnig að það hafi verið náin tengsl Bandaríkjanna við Ísrael og stríð þeirra á Gasaströndinni sem hafi fengið hann til að hafa samband við leyniþjónustu Rússa og Írana. Fékk greitt í Bitcoin og evrum Maðurinn er einnig ákærður fyrir skattsvik en árið 2022 og árin fyrir það sagði hann tekjur sínar vera um tvö hundruð þúsund norskar krónur eða tæpa tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Árið 2023 sagði hann tekjur sínar vera einungis 57 þúsund norskar krónur, eða tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Samkvæmt ákærunni var hann í raun að fá greiddar fjögur hundruð þúsund norskar krónur sem samsvara tæpum fimm milljónum króna. Maðurinn er sagður hafa fengið greiðslur sínar frá Rússum og Írönum annars vegar í evrum og hins vegar í rafmyntinni Bitcoin. Rússar eru sagðir hafa greitt honum tíu þúsund evrur sem eru tæpar ein og hálf milljón krónur fyrir upplýsingarnar á meðan Íranir eru sagðir hafa greitt manninum 0,17 Bitcoin sem samsvaraði þá um 1,2 milljónum króna. Hann er sagður hafa reynt að fela greiðslurnar með því að fá ættingja og vini sína til að leggja inn peninginn og millifæra svo á sig sjálfan.
Noregur Rússland Íran Erlend sakamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira