Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 13:58 Rustem Umerov, formaður sendinefndar Úkraínumanna til Istanbúl. Getty Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. Þetta staðfestir Dmítrí Peskov, talsmaður Kremlar, í samtali við Al Jazeera en hann bætir við að hann byggist við að samningaviðræðurnar yrðu „mjög erfiðar“. Úkraínsk sendinefnd kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag og mun sitja fund með tyrkneskum embættismönnum áður en viðræðurnar við Rússland hefjast í Istanbúl, að sögn úkraínsks erindreka við fréttastofu Reuters. Hann segir að stjórnvöld í Kænugarði séu reiðubúin að taka mikilvæg skref í átt að friði og fullu vopnahléi. Er þetta þriðja umferð í friðarviðræðum Rússa og Úkraínu á síðustu mánuðum. Fundurinn, sem Úkraína lagði til í síðustu viku vegna þrýstings Bandaríkjamanna um að semja um vopnahlé, verður sá fyrsti milli ríkjanna í meira en sjö vikur, en væntingar eru ekki miklar að sögn Rússa. „Enginn býst við auðveldri leið,“ sagði Peskov við blaðamenn. Fyrri umferðir viðræðna hafa leitt til nokkurra skipta á stríðsföngum og líkum fallinna hermanna. En ekki hefur tekist að koma á vopnahléi, þar sem rússneskir samningamenn neituðu að falla frá sínum kröfum sem voru óásættanlegar fyrir Úkraínumönnum, þar á meðal að afsala fjórum úkraínskum héruðum sem Rússland gerir tilkall til og að Úkraína hafni hernaðarstuðningi frá Vesturlöndum. Úkraína Rússland Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg. 16. júlí 2025 07:56 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þetta staðfestir Dmítrí Peskov, talsmaður Kremlar, í samtali við Al Jazeera en hann bætir við að hann byggist við að samningaviðræðurnar yrðu „mjög erfiðar“. Úkraínsk sendinefnd kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag og mun sitja fund með tyrkneskum embættismönnum áður en viðræðurnar við Rússland hefjast í Istanbúl, að sögn úkraínsks erindreka við fréttastofu Reuters. Hann segir að stjórnvöld í Kænugarði séu reiðubúin að taka mikilvæg skref í átt að friði og fullu vopnahléi. Er þetta þriðja umferð í friðarviðræðum Rússa og Úkraínu á síðustu mánuðum. Fundurinn, sem Úkraína lagði til í síðustu viku vegna þrýstings Bandaríkjamanna um að semja um vopnahlé, verður sá fyrsti milli ríkjanna í meira en sjö vikur, en væntingar eru ekki miklar að sögn Rússa. „Enginn býst við auðveldri leið,“ sagði Peskov við blaðamenn. Fyrri umferðir viðræðna hafa leitt til nokkurra skipta á stríðsföngum og líkum fallinna hermanna. En ekki hefur tekist að koma á vopnahléi, þar sem rússneskir samningamenn neituðu að falla frá sínum kröfum sem voru óásættanlegar fyrir Úkraínumönnum, þar á meðal að afsala fjórum úkraínskum héruðum sem Rússland gerir tilkall til og að Úkraína hafni hernaðarstuðningi frá Vesturlöndum.
Úkraína Rússland Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg. 16. júlí 2025 07:56 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20
Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg. 16. júlí 2025 07:56