„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 11:16 Karl Héðinn Kristjánsson er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Hann hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Vísir/Ívar Fannar Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. „Þessi ákvörðun er tekin til að vera yfir vafa hafinn, þó ég hafi ekki gert neitt rangt í raun og ég var ekki heldur í neinni valdastöðu á þeim tíma. Þetta er grátt mál,“ segir Karl Héðinn í samtali við Vísi. Karl greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagði hana tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Sinnir áfram stuðningshlutverki í Roða Karl segir að í framhaldinu muni hann einungis sinna stuðningshlutverki í Roða og láta áfram gott af sér leiða innan flokksins. Hann segir að stúlkan sjálf hafi í kjölfar umræðunnar um málið sagt að enginn skaði hafi skeð, og öll samskipti hafi verið með samþykki allra. Stúlkan skrifaði athugasemd við færslu Karls frá því fyrr í mánuðinum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég var með henni var ég ekki í valdastöðu og það var ekki ég sem sóttist eftir henni. En þetta hefur skiljanlega vakið tortryggni hjá ýmsum félögum í Roða.“ Karl segir að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans og stúlkunnar sé málið viðkvæmt og aðstæður sem þessar, þar sem aldursmunur er eins og hann var, geti verið siðferðislega gráar. „Sem forseti Roða vil ég bara sýna og gera það ljóst að þetta er grátt svæði og ekki til eftirbreytni.“ Framkvæmdastjórn hafi ekki beðið hann að víkja Karl, sem er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn um að íhuga stöðu hans innan framkvæmdastjórnar. „Þau hafa ekki beðið mig um að fara.“ Þá segir Karl að verið sé að setja upp trúnaðarráð í flokknum, sem muni taka á sambærilegum málum í framtíðinni. Karl segir að framkvæmdastjórn flokksins hafi einnig þegar farið yfir mál Sæþórs Benjamíns Randalssonar, formanns framkvæmdastjórnar, og hann hafi ekki verið beðinn um að víkja. Fyrr í sumar voru skjáskot í dreifingu af meintum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt, þar sem hann var að falast eftir kynferðislegum myndum af piltinum. Karl segir að skjáskotin hafi verið búin til í tölvu og engin haldbær gögn liggi fyrir í málinu. Dreifing skjáskotanna hafi verið kærð til lögreglu og málið sé í rannsókn. Möguleiki á auka aðalfundi Karl Héðinn tilheyrir þeim hópi fólks innan flokksins sem bar sigur úr býtum á aðalfundi flokksins í maí síðastliðnum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með nýja stjórn flokksins og hefur hún meðal annars látið hafa eftir sér að möguleiki væri á því að halda nýjan aðalfund á árinu. Karl Héðinn segir að aðalfundir flokksins séu haldnir árlega, og stjórnir flokksins hafi heimild til að boða til auka aðalfunda. „Það er enn til skoðunar hvort slíkt verði gert. Það er verið að vinna að lagabreytingum innan flokksins, það er möguleiki á því að það verði kallaður auka aðalfundur til lagabreytingar snemma á næsta ári eða seint á þessu ári.“ „Lagabreytingarnar snúast um að efla svæðisfélög flokksins, auka aðkomu grasrótarinnar, faglegri verkferla og nýtingu fjármuna flokksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
„Þessi ákvörðun er tekin til að vera yfir vafa hafinn, þó ég hafi ekki gert neitt rangt í raun og ég var ekki heldur í neinni valdastöðu á þeim tíma. Þetta er grátt mál,“ segir Karl Héðinn í samtali við Vísi. Karl greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagði hana tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Sinnir áfram stuðningshlutverki í Roða Karl segir að í framhaldinu muni hann einungis sinna stuðningshlutverki í Roða og láta áfram gott af sér leiða innan flokksins. Hann segir að stúlkan sjálf hafi í kjölfar umræðunnar um málið sagt að enginn skaði hafi skeð, og öll samskipti hafi verið með samþykki allra. Stúlkan skrifaði athugasemd við færslu Karls frá því fyrr í mánuðinum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég var með henni var ég ekki í valdastöðu og það var ekki ég sem sóttist eftir henni. En þetta hefur skiljanlega vakið tortryggni hjá ýmsum félögum í Roða.“ Karl segir að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans og stúlkunnar sé málið viðkvæmt og aðstæður sem þessar, þar sem aldursmunur er eins og hann var, geti verið siðferðislega gráar. „Sem forseti Roða vil ég bara sýna og gera það ljóst að þetta er grátt svæði og ekki til eftirbreytni.“ Framkvæmdastjórn hafi ekki beðið hann að víkja Karl, sem er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn um að íhuga stöðu hans innan framkvæmdastjórnar. „Þau hafa ekki beðið mig um að fara.“ Þá segir Karl að verið sé að setja upp trúnaðarráð í flokknum, sem muni taka á sambærilegum málum í framtíðinni. Karl segir að framkvæmdastjórn flokksins hafi einnig þegar farið yfir mál Sæþórs Benjamíns Randalssonar, formanns framkvæmdastjórnar, og hann hafi ekki verið beðinn um að víkja. Fyrr í sumar voru skjáskot í dreifingu af meintum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt, þar sem hann var að falast eftir kynferðislegum myndum af piltinum. Karl segir að skjáskotin hafi verið búin til í tölvu og engin haldbær gögn liggi fyrir í málinu. Dreifing skjáskotanna hafi verið kærð til lögreglu og málið sé í rannsókn. Möguleiki á auka aðalfundi Karl Héðinn tilheyrir þeim hópi fólks innan flokksins sem bar sigur úr býtum á aðalfundi flokksins í maí síðastliðnum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með nýja stjórn flokksins og hefur hún meðal annars látið hafa eftir sér að möguleiki væri á því að halda nýjan aðalfund á árinu. Karl Héðinn segir að aðalfundir flokksins séu haldnir árlega, og stjórnir flokksins hafi heimild til að boða til auka aðalfunda. „Það er enn til skoðunar hvort slíkt verði gert. Það er verið að vinna að lagabreytingum innan flokksins, það er möguleiki á því að það verði kallaður auka aðalfundur til lagabreytingar snemma á næsta ári eða seint á þessu ári.“ „Lagabreytingarnar snúast um að efla svæðisfélög flokksins, auka aðkomu grasrótarinnar, faglegri verkferla og nýtingu fjármuna flokksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira