Skotheld og skemmtileg hlauparáð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. júlí 2025 11:32 Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, lumar á ýmsum góðum hlauparáðum. SAMSETT Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup. Bjöddi er með reyndari þjálfurum landsins. Hann er einka- og styrktarþjálfari í World Class og nemi í Osteopatíu, hefur komið að þjálfun íþróttamanna og almennings um langt skeið og ætlar nú að gefa almenningi heilræði til að hugsa um þegar nær dregur hlaupi. Bjöddi er með mikla reynslu í því að þjálfa.Aðsend Þá leggur hann mikla áherslu á gæði umfram magn þegar nær dregur hlaupi svo að fólk komist sem best í gegnum það, sérstaklega þeir sem eru tiltölulega nýir í þessu. Hér má finna heilræði Bjödda: „Ég fagna ýmis konar hlaupaþjálfun sem er frábær félagsskapur þar sem reyndir hlaupaþjálfarar stýra álagi en ég bið fólk um að gleyma ekki eftirfarandi þáttum: 1. Gæði fram yfir magn – styrkur og stíll skipta máli Ef þú getur þegar hlaupið tiltekna vegalengd án mikillar fyrirhafnar, beindu þá athyglinni að hlaupaformi og styrktaræfingum í stað þess að auka hraða eða umfang. Styrktarþjálfun er oft vanmetin í hlaupasamfélaginu, þótt umræða um hana fari vaxandi sem ég fagna. Aukinn vöðvastyrkur bætir reflexa, viðheldur hraða og minnkar líkur á meiðslum. Einblíndu á svæði eins og rassvöðva, framlæri, nára og kálfa þar sem meiðsli eins og hlauparahné, bólga í hásin og mjóbaksverkir geta komið fram. Bandvefslosun og teygjur skipta einnig máli og geta hjálpað mikið til. 2. Hlustaðu á líkamann Ef þú finnur fyrir óþægindum eða verkjum, hægðu á og gefðu líkamanum tíma til að jafna sig. Leitaðu til fagaðila ef þörf krefur. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á líkamann í hlaupunum. Getty 3. Svefn, næring og endurheimt Þetta þrennt skiptir sköpum fyrir framfarir og vellíðan. Góður svefn, næringarríkt mataræði og hvíld eru grunnstoðir góðrar frammistöðu og styrkja ónæmiskerfið. Sérstaklega vil ég minna konur á mikilvægi þess að huga að járnbirgðum – þar sem hormónakerfi þeirra er viðkvæmara og járntap meira. Lág estrógenframleiðsla getur aukið meiðslahættu í liðum og sinum, sérstaklega í krossböndum. Styrktarþjálfun getur þar verið lykilatriði í forvörnum. 4. Forðastu tilraunastarfsemi Forðastu tilraunastarfsemi í næringu eða æfingum skömmu fyrir hlaup. Halda skal sig við það sem líkaminn þekkir. Að hvíla sig er ekki veikleikamerki – heldur mikilvægur hluti skynsamlegrar þjálfunar. 5. Gerðu þetta á þínum forsendum Láttu ekki utanaðkomandi þrýsting stjórna – miðaðu við þína eigin vegferð. Ef þú hefur þegar náð viðeigandi vegalengd, þá skaltu styrkja stoðirnar – með auknum styrk, hreyfanleika og liðleika. Heildræn nálgun er ávallt betri en óskynsamleg ofkeyrsla. 6. Hlaup sem útrás og vellíðan Hlaup geta verið ein besta leiðin til að losa um spennu og bæta andlega líðan – ef líkaminn er undir það búinn. Það er lykilatriði. Og góða fréttin er: Þú getur þetta – alveg eins og hver annar. Einbeittu þér, haltu fókus og trúðu á þig! View this post on Instagram A post shared by Reykjavik Marathon (@reykjavikmarathon) 7. Hvers vegna skiptir styrktarþjálfun máli Hjá fólki á miðjum aldri er taugakerfið uppkeyrt og vöðvar í spennu. Það getur takmarkað hreyfigetu og aukið meiðslahættu. Með markvissri styrktarþjálfun eykst virkni reflexa sem stuðla að eðlilegri samdráttarvirkni vöðva – sem tryggir betri hreyfingu í liðum og sinum. 8. Andlegur undirbúningur Sjónræn ímyndun, jákvætt sjálfstal og innri hvatning hjálpa þér í gegnum erfiðustu metrana. Ekki vanmeta andlegu hliðina – hún getur gert gæfumuninn í lokasprettinum. Njóttu ferðarinnar – þetta snýst ekki um að sigra aðra, heldur sjálfan þig. Gangi þér vel í undirbúningnum og njóttu hlaupsins!“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Sjá meira
Bjöddi er með reyndari þjálfurum landsins. Hann er einka- og styrktarþjálfari í World Class og nemi í Osteopatíu, hefur komið að þjálfun íþróttamanna og almennings um langt skeið og ætlar nú að gefa almenningi heilræði til að hugsa um þegar nær dregur hlaupi. Bjöddi er með mikla reynslu í því að þjálfa.Aðsend Þá leggur hann mikla áherslu á gæði umfram magn þegar nær dregur hlaupi svo að fólk komist sem best í gegnum það, sérstaklega þeir sem eru tiltölulega nýir í þessu. Hér má finna heilræði Bjödda: „Ég fagna ýmis konar hlaupaþjálfun sem er frábær félagsskapur þar sem reyndir hlaupaþjálfarar stýra álagi en ég bið fólk um að gleyma ekki eftirfarandi þáttum: 1. Gæði fram yfir magn – styrkur og stíll skipta máli Ef þú getur þegar hlaupið tiltekna vegalengd án mikillar fyrirhafnar, beindu þá athyglinni að hlaupaformi og styrktaræfingum í stað þess að auka hraða eða umfang. Styrktarþjálfun er oft vanmetin í hlaupasamfélaginu, þótt umræða um hana fari vaxandi sem ég fagna. Aukinn vöðvastyrkur bætir reflexa, viðheldur hraða og minnkar líkur á meiðslum. Einblíndu á svæði eins og rassvöðva, framlæri, nára og kálfa þar sem meiðsli eins og hlauparahné, bólga í hásin og mjóbaksverkir geta komið fram. Bandvefslosun og teygjur skipta einnig máli og geta hjálpað mikið til. 2. Hlustaðu á líkamann Ef þú finnur fyrir óþægindum eða verkjum, hægðu á og gefðu líkamanum tíma til að jafna sig. Leitaðu til fagaðila ef þörf krefur. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á líkamann í hlaupunum. Getty 3. Svefn, næring og endurheimt Þetta þrennt skiptir sköpum fyrir framfarir og vellíðan. Góður svefn, næringarríkt mataræði og hvíld eru grunnstoðir góðrar frammistöðu og styrkja ónæmiskerfið. Sérstaklega vil ég minna konur á mikilvægi þess að huga að járnbirgðum – þar sem hormónakerfi þeirra er viðkvæmara og járntap meira. Lág estrógenframleiðsla getur aukið meiðslahættu í liðum og sinum, sérstaklega í krossböndum. Styrktarþjálfun getur þar verið lykilatriði í forvörnum. 4. Forðastu tilraunastarfsemi Forðastu tilraunastarfsemi í næringu eða æfingum skömmu fyrir hlaup. Halda skal sig við það sem líkaminn þekkir. Að hvíla sig er ekki veikleikamerki – heldur mikilvægur hluti skynsamlegrar þjálfunar. 5. Gerðu þetta á þínum forsendum Láttu ekki utanaðkomandi þrýsting stjórna – miðaðu við þína eigin vegferð. Ef þú hefur þegar náð viðeigandi vegalengd, þá skaltu styrkja stoðirnar – með auknum styrk, hreyfanleika og liðleika. Heildræn nálgun er ávallt betri en óskynsamleg ofkeyrsla. 6. Hlaup sem útrás og vellíðan Hlaup geta verið ein besta leiðin til að losa um spennu og bæta andlega líðan – ef líkaminn er undir það búinn. Það er lykilatriði. Og góða fréttin er: Þú getur þetta – alveg eins og hver annar. Einbeittu þér, haltu fókus og trúðu á þig! View this post on Instagram A post shared by Reykjavik Marathon (@reykjavikmarathon) 7. Hvers vegna skiptir styrktarþjálfun máli Hjá fólki á miðjum aldri er taugakerfið uppkeyrt og vöðvar í spennu. Það getur takmarkað hreyfigetu og aukið meiðslahættu. Með markvissri styrktarþjálfun eykst virkni reflexa sem stuðla að eðlilegri samdráttarvirkni vöðva – sem tryggir betri hreyfingu í liðum og sinum. 8. Andlegur undirbúningur Sjónræn ímyndun, jákvætt sjálfstal og innri hvatning hjálpa þér í gegnum erfiðustu metrana. Ekki vanmeta andlegu hliðina – hún getur gert gæfumuninn í lokasprettinum. Njóttu ferðarinnar – þetta snýst ekki um að sigra aðra, heldur sjálfan þig. Gangi þér vel í undirbúningnum og njóttu hlaupsins!“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Sjá meira